Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is „Ef við náum samkomulagi í SALEK, þá erum við fyrst búin að skapa alvöru forsendur fyrir því að lækka vexti. Hitt sem við erum að reyna að stjórna, sem eru fjármál ríkis og sveitarfélaga, erum við kom- in með í miklu traustari ramma, sem eru lög um op- inber fjármál,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ef sveit- arfélögin og ríkið eru að halda aftur af eyðslunni og ekki er verið að hækka laun umfram framleiðnivöxt, þá munu vextir lækka,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að gögn frá norskum hagfræðingi, sem sé sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum, hafi verið lögð fyrir SALEK-hópinn, þar sem ná- kvæmlega komi fram hvernig launaþróun í Skandinavíu hafi verið, hvernig vextir hafi þróast og hvernig launabreytingar opinberra starfs- manna hafi verið, samanborið við al- menna markaðinn. „Þessi lönd búa bara við allt annan veruleika en við,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að ný regla Seðla- banka Íslands um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjald- eyris, sem kynnt var í júníbyrjun, hafi takmarkað mjög innflæði er- lends fjármagns sem ætlað sé til fjár- festinga í verðbréfum, innstæðum hjá bönkum og öðrum fjármálagern- ingum, með því að breikka bindi- grunn og hækka bindingarhlutfall vegna slíks innflæðis. Bjarni var spurður álits á grein Erics Stubbs, fjármálastjóra hjá Royal Bank of Canada í New York, sem birtist í miðopnu Morgunblaðs- ins í gær, undir fyrirsögninni „Lækk- un vaxta gæti skapað heilbrigðari hagvöxt“. Stubbs mælir í grein sinni með því að markaðsaðgerð Seðlabankans, sem feli í sér lækkun vaxta og þar með lægri ávöxtun til handa erlendu fjármagni sem streymi inn til lands- ins, sé í meira samræmi við innlend efnahagsmarkmið og líklegri til ár- angurs, en reglan um bindingu reiðu- fjár, vegna innstreymis erlends gjaldeyris. Mælir Stubbs með því að varfærin skref séu tekin í þessu efni af Seðla- bankanum, og vextir séu t.d. lækk- aðir um 0,5% í hvert skipti. „Það eru auðvitað uppi ólíkar kenningar hjá hagfræðingum um það hversu miklu það skili að hækka vexti og hversu mikil áhrif Seðlabankinn getur yfir höfuð haft,“ sagði Bjarni. „Við finnum það hjá Seðlabank- anum að þeir eru algjörlega blindir í trú sinni á áhrifamátt vaxtatækisins, en þeir hafa á umliðnum árum þurft að viðurkenna, að það eru takmörk fyrir því hversu miklu hærra vaxta- stigið á Íslandi getur verið, borið saman við nágrannalöndin, áður en vaxtahækkanir eru farnar að hafa mjög óæskileg áhrif,“ sagði fjár- málaráðherra. Mikill árangur af bindingu Bjarni kvaðst telja að áhrifin af lagabreytingunni sem gerð var í vet- ur um nýju regluna hjá Seðlabank- anum um bindingu reiðufjár, hafi al- mennt verið vanmetin í umræðum um peningastjórnun og framkvæmd peningastefnunnar. „Reglan um bindingu vegna nýs innstreymis er- lends gjaldeyris hefur skilað mjög miklum árangri. Það er auðvitað ekki hægt að mæla árangur, nema yfir langan tíma, en fyrstu vísbendingar, eru að við erum að ná mjög miklum árangri með beitingu þessa tækis, og meira að segja fannst Alþjóðagjald- eyrissjóðnum að við hefðum kannski farið full bratt í að beita þessu tæki,“ sagði Bjarni. „Ef skoðaðar eru ástæðurnar fyrir ákvörðunum peningastefnunefndar, sem ákveður vextina, þá stendur það upp úr, að alltaf er verið að tala um sömu hlutina. Það er ekki hægt að setja kíkinn alltaf fyrir blinda augað. Við erum búin að hækka laun um 13% á einu ári. Slíkt gerist ekki ann- ars staðar; hætturnar eru enn á upp- leið; það eru fyrir hendi ákveðin þenslumerki; spáð er áfram kraft- miklum hagvexti hér á landi og ef menn fara við þessar aðstæður með vextina niður, þá verður bara ódýrt að taka lán til að kaupa hlutabréf, fasteignir, hvað sem er. Verði það gert, erum við að bjóða heim hætt- unni á of háu verðbólgustigi,“ sagði Bjarni. Samkomulag um SALEK gæfi svigrúm til vaxtalækkana  Segir launa- og vaxtaþróun í Skandinavíu gjörólíka því sem gerist hér á landi Morgunblaðið/Golli Vextir Fjármálaráðherra segir að samkomulag um SALEK myndi skapa alvöru forsendur fyrir því að lækka vexti. Ráðherra segir að reglan um bindingu vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris hafi skilað mjög miklum árangri. Bjarni Benediktsson Vertu upplýstur! blattafram.is VANDINN LIGGUR OFT HJÁ OKKUR SJÁLFUM. SAMÞYKKIR ÞÚ KYNFERÐISOFBELDI? SMÁRALIND www.skornirthinir.is Stærðir 36-47 Verð 26.995 Cosmic High run Stærðir 36-47 Verð 22.995 Cosmic run Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Síðar Peysur á útsölu 50% afsláttur Str. 44-56 Núna kr. 6.450 Sparidress - Sumaryfirhafnir - Peysur - Blússur - Bolir Laugavegi 63 • S: 551 4422 STÓRÚTSALA GLÆSILEGIR FRAKKAR OG KÁPUR GERRY -WEBER-TAIFUN-BETTY BARCLAY GÆÐA DÖMUFATNAÐUR ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR 40-60% afsláttur www.laxdal.is mbl.is Neytendastofa hefur lagt stjórn- valdssekt á veitinga- og kaffihúsið Silfur ehf. að fjárhæð kr. 50.000. Fram kemur í ákvörðunarorði að staðurinn hafi brotið gegn ákvæði 17. gr. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðs- setningu, sem og ákvæði 5. mgr. 4. gr. reglna nr. 537/2011, um verð- upplýsingar við sölu á þjónustu, með því að tilgreina ekki magn- stærð drykkjarfanga með verð- upplýsingum og með því að hafa ekki matseðil með verðskrá við inn- göngudyr staðarins. Forsaga málsins er sú að starfs- maður Neytendastofu kom á veit- ingastaðinn 24. nóvember 2015 til að skoða ástand verðmerkinga. Leiddi sú skoðun í ljós að matseð- il með verðskrá vantaði við inn- göngudyr og ekki var tilgreint magn í upplýsingum um drykki. Sérstakar athugasemdir voru einn- ig gerðar við að drykkjarseðill væri ekki til staðar á veitingastaðnum. Önnur skoðun var framkvæmd 17. mars 2016 og hafði fyrirtækið þá bætt verðmerkingar sínar að hluta. Er Silfri gert að greiða sekt sína í ríkissjóð eigi síðar en í októ- ber næstkomandi. Stjórnvaldssekt lögð á veitingahúsið Silfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.