Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM hjá volvo penta á íslandi Öflug Volvo Penta þjónusta Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt. Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa. HAFÐU SAMBAND Í DAG • Sími: 515 7070 • Netfang: volvopenta@brimborg.is • Ný heimasíða: volvopenta.is Kauptu bestu varahlutina Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hitti unga knatt- spyrnuiðkendur í Fylki í gær en Ragnar er uppalinn í Árbænum í Reykjavík og spilaði með Fylki áður en hann gerði garðinn frægan erlend- is. Fyrirvarinn á heimsókn Ragnars var skammur, eða rétt rúmur klukku- tími, en vegalengdirnar í Árbænum eru stuttar og tókst fjölmörgum krökkum að berja átrúnaðargoðið augum og fá áritun á myndir, skó, treyjur, hendur og annað sem krakk- arnir komu með. Ragnar, sem var mjög tímabund- inn, enda að fara í flug til Rússlands, gaf sér þó góðan tíma til að árita og skildi engan eftir. Allir fengu sitt og brostu krakkarnir út að eyrum eftir að hafa séð og hitt varnarmanninn sterka. Orðaður við stærri lið Ragnar steig sín fyrstu skref með Fylki árið 2004 þegar Þorlákur Árna- son stýrði liðinu. Hann spilaði tvær leiktíðir hér heima og skoraði tvö mörk fyrir félagið í 38 leikjum. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar, svo Danmerkur áður en hann var seldur til Rússlands árið 2014 þar sem hann leikur með Krasnodar í rússnesku deildinni. Vegna frammistöðu sinnar á Evr- ópumótinu hefur hann verið orðaður við enn stærri félög í Evrópu. Eftir að börnin höfðu fengið sitt steig Björn Gíslason, formaður Fylk- is, fram og sæmdi Ragnar gullmerki félagsins undir dynjandi lófataki frá foreldrum og iðkendum. „Við erum ákaflega stolt af Ragn- ari. Hann var fremstur meðal jafn- ingja í landsliði Íslands á Evr- ópumótinu og því finnst okkur við hæfi að næla í þig gullmerki félags- ins,“ sagði Björn. Ragnar var stutt- orður, þakkaði fyrir sig og sagði að hann væri að verða of seinn í flug. Hann þyrfti því að drífa sig. Morgunblaðið/Þórður Röð Þrátt fyrir stuttan fyrirvara tókst ótrúlega mörgum að koma í Fylkisheimilið þar sem Ragnar sat og áritaði. Enginn skilinn eftir  Ragnar Sigurðsson sæmdur gullmerki Fylkis  Var að verða of seinn í flug til Rússlands  Gleði krakkanna mikil Sjálfa Ragnar gat lítið stillt sér upp fyrir börnin enda að verða of seinn í flug. En sumir björguðu sér og skelltu í sjálfsmynd með goðinu. Íslendingar hafa lengi verið þekkt- ir fyrir að nýta sér vel þá daga er sólin skín og hiti kemst í tveggja stafa tölu, en það gerðu margir Reykvíkingar í veðurblíðunni í gær og var m.a. margt um manninn á yl- ströndinni í Nauthólsvík. Mikil gleði og ánægja ríkti einnig annars staðar í borginni þar sem fólk naut sólarinnar. Var þannig fjöldi manns í miðbænum og á Klambratúni og einnig töluvert af ferðamönnum á kreiki. Veðurstofa Íslands spáir áfram fremur hlýju og mildu veðri næstu daga. Í dag er gert ráð fyrir dálítilli rigningu sunnan- og austanlands, en annars verður skýjað með köfl- um. Hiti verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast vestantil á landinu. Á morgun er spáð rigningu víða en stytta á upp seinnipartinn, eink- um austantil. Áfram verður hlýtt í veðri, eða 8 til 18 stig. Létt yfir gestum ylstrandarinnar í Nauthólsvík í blíðviðrinu í gær Borgarbú- ar brugðu á leik í sólinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Sátt náðist fyrir gerðardómi í kjara- deilu Félags íslenskra flugumferðar- stjóra (FÍF) við Samtök atvinnulífs- ins, fyrir hönd Isavia, síðastliðinn föstudag. Garðar Garðarsson, for- maður gerðardóms, staðfesti þetta í gær. Guðni Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segir það ánægjulegt að samningar hafi náðst milli aðila. „Við teljum þetta vera góða samn- inga fyrir flugumferðarstjóra. Núna er mikilvægt að ná rekstraröryggi aftur, þannig að við förum í gegnum sumarið án tafa vegna forfalla. Þetta er mjög ánægjulegt mál,“ segir Guðni. Byggir á felldum samningi Í lok júní náðist samkomulag milli Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, og FÍF. Var í kjölfarið efnt til atkvæðagreiðslu um samninginn meðal flugumferðarstjóra og felldu þeir hann með rúmum 60% atkvæða. Flugumferðarstjórar höfðu þá verið samningslausir frá 1. febrúar sl. Guðni segir samninginn sem und- irritaður var á föstudag byggja á þeim sem felldur var, en með ein- hverjum breytingum. Samningurinn gildir út 2018 og vildi Guðni ekki fara nánar í innihald hans. Að sögn Guðna verða engar breyt- ingar gerðar á því hvernig vaktir flugumferðarstjóra eru skipaðar. Hann býst þó við því að auðveldara verði að manna vaktir þegar forföll verða með nýja samningnum. Að auki munu 20 til 30 flugumferðar- stjórar bætast í hópinn á næstu 18 mánuðum, en um er að ræða nýliða í þjálfun. Aðspurður segir Guðni þjálfunar- bann flugumferðarstjóra, sem var liður í aðgerðum þeirra, hafa seinkað nokkuð inntöku nýliða. „Það hafði áhrif, það væru einhverjir komnir í turnvinnu ef ekki hefði verið fyrir þjálfunarbannið,“ segir hann. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náð- ist ekki í Sigurjón Jónasson, for- mann Félags íslenskra flugumferð- arstjóra, vegna málsins. Flugumferðar- stjórar sömdu  Nýr samningur við FÍF gildir út 2018

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.