Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 Skólavörðuholt Hallgrímskirkja er vinsæll ferðamannastaður og fjölskyldur stilla sér gjarnan upp við styttuna af Leifi Eiríkssyni vegna myndatöku á svæðinu. Eggert Fyrir nokkru ritaði ég bréf til biskupa Þjóðkirkjunnar. Í bréf- inu kvaðst ég ekki hyggjast birta það að sinni. Einn viðtakenda, Biskup Íslands, hefur nú svarað mér en hinir ekki. Ég tel nú fulla ástæðu til birtingar. Bréfið var svohljóð- andi (ég leiðrétti þó eina tvítekningu): „Þau undur hafa orðið í Laug- arnessókn að presturinn þar heim- ilaði tveimur mönnum sem eru ólög- lega til Íslands komnir að vera þar til að aðstoða þá við að dvelja hér á Íslandi í trássi við lög. Lög- reglumenn urðu því að fara inn í kirkjuna til að framfylgja lögum með valdbeitingu. Ég get rétt ímyndað mér hvernig lögreglu- mönnunum hlýtur að hafa liðið að vera settir í þessa stöðu af kirkjunni sinni þar sem þeir, líkt og við hin, hafa upplifað mestu gleði- – en líka sorgarstundir lífs síns. Skömm prestsins er mikil og athæfið ófyr- irgefanlegt. Megi hún uppskera svo sem hún sáir. Ég las grein í Morgunblaðinu eft- ir tvo biskupanna sem ég hygg að sé upphaf lögleysunnar. Ég hafði í huga að hrekja misskilning, van- þekkingu og barnaskap biskupanna eins og hún birtist í greininni, en féll frá því. Í greinina skortir alla rökhugsun og það sem verra er, alla réttlætiskennd. Þar birtist bara yf- irborðslegur endur- ómur fjölmiðlaumræð- unnar. Ég hafði nýlesið greinina þegar ég hlustaði á frábæra út- varpspredikun Skúla Ólafssonar. Hvílíkur reginmunur á hugsun og framsetningu! Þvæla (fyrirgefið orða- valið, en ég fann ekki betra orð) um kirkjugrið miðalda og önnur hugtök miðaldakirkjurétt- arins er sérkapítuli. Greinin er því ekki tæk til neinnar rökræðu. Því varð að ráði að benda ykkur á ým- islegt ykkur til umhugsunar og halda mig við staðreyndir málsins. Meginhluti innflytjendastraums- ins stafar ekki af stríðsástandi held- ur af leit til betra lífs. Biskuparnir hljóta að átta sig á að fátækt millj- arða í þriðja heiminum verður ekki breytt með þjóðflutningum til Evr- ópu. Ofan í kaupið er mikill meiri- hluta flóttamanna frá Afríku og Austurlöndum karlmenn á unga aldri sem best geta spjarað sig. Það er skylda okkar að veita hinum sem verst eru staddir aðstoð, þar á með- al hæli eftir því sem getan leyfir. Reglan fyrstur kemur, fyrstur fær getur ekki leitt til réttlátrar nið- urstöðu. Þetta á augljóslega við trú- flokka minnihlutahópa í Aust- urlöndum, þ.e. þá sem eftir eru. Ég hef sárt saknað stuðnings Þjóðkirkj- unnar við þá; hann er víst ekki til vinsælda fallinn. Forsætisráðherra Svía segir þá hafa verið barnalega í málefnum út- lendinga. Þar hefur allt farið úr böndunum. Þjóðarsamstaða er orðin í Danmörku um að móttöku fólks sem er í leit að ókeypis framfærslu verði hætt og reglur og eftirlit hert. Þá liggur fyrir að 90% af „börnum“ sem leita hælis í Evrópu eru þangað komin á vegum skipulagðra glæpa- hópa. Það kyndir því undir mansali að ýta undir hælisvist barna. Hluti útlendinga sem koma til Evrópu undir ýmsu yfirskini vill ekki framfleyta sér. Um það talar reynsla annarra þjóða skýru máli. Hlutfall þeirra er þekkt stærð og nær upp í 90% af fjölda af ákveðnum þjóðum. Þetta bitnar óhjákvæmi- lega á öðrum þáttum velferðarkerf- isins. Er það réttlátt? Þá liggja fyrir upplýsingar um hvaðan eitur- lyfjasmyglarar eru upprunnir og hvaða löndum þeir tengjast. Sama á við hlutfall afbrotamanna meðal ým- issa þjóða. Ekki þarf að minnast á hryðjuverkamenn, ekki koma þeir utan úr geimnum. Allt of víða á göt- um Evrópu verða gyðingar og hommar fyrir aðkasti og ofbeldi frá innflytjendum. Það er því óhjá- kvæmilegt að búa svo um hnúta að öfgasinnaðir múslimar fái ekki hæli í Evrópu, þ.m.t. á Íslandi. Hræðslu- gæði ráða að þar þegir kirkjan líkt og fjölmiðlarnir. – En hins vegar þegir kirkjan líkt og þegar kristninni er úthýst úr skólunum. Ekki fyrir svo mörgum öldum stóð Dómkirkja Afríku þar sem áður stóð Karþagó en nú Túnisborg. Austrómverska ríkið féll löngu eftir að lög voru sett um kirkjugrið á Ís- landi. Kristnum Armenum, Svarta- hafsgrikkjum o.fl. var útrýmt að mestu, milljónum saman, í fjölda- morðum í Tyrklandi í byrjun síðustu aldar. Kristnin er þannig deyjandi trúarbrögð. Það sýnir sagan svo ekki verður um villst. Öðrum bjarg- aði hann, sjálfum sér getur hann ekki bjargað virðist mottó nýju bisk- upanna, nú í bókstaflegum skilningi. Ég hef ritað greinar til varnar kristninni, t.a.m. þegar trúariðkun var bönnuð í skólunum í Reykjavík. Þá þögðu þeir sem síst skyldu. Nú hugleiði ég alvarlega að segja mig úr Þjóðkirkjunni og hvetja alla aðra kristna menn til hins sama. Davíð Jónsson og hans nótar verða þá eft- ir. Myndin sem þið dragið upp af Þjóðkirkjunni sýnir nefnilega ekk- ert nema hégóma og eftirsókn eftir vindi – ekkert.“ Svar Biskups Íslands sem mér hefur borist er efnislega innihalds- laust. Hins vegar bendir hún mér á grein Hjalta Hugasonar, prófessors í kirkjusögu við Guðfræði- og trúar- bragðafræðideild Háskóla Íslands, um málið á vefnum hugras.is. Hjalti var viðstaddur í Laugarneskirkju og er hugmyndasmiðurinn að lög- brotinu. Hjalti er greindur maður og geysilega vel að sér. Ég las því það sem biskup benti á sér til varn- ar. Í greininni telur hann skyldu kristinnar kirkju að vera pólitísk. Hann bendir á að mótmælin hafi beinst gegn stjórnvöldum, ekki síst Útlendingastofnun, málsmeðferð hennar og verklagi. (Stofnunin fór þó bara að lögum). Svo má áfram halda. Svar Biskups Íslands til mín var ekki alveg innihaldslaust. Hún sagði eiginlega: Far vel, Frans. Sem sé um hugleiðingar mínar um að segja mig úr Þjóðkirkjunni „það er að sjálfsögðu réttur hvers manns að ákveða hvort og þá hvaða trú- eða lífsskoðunarfélagi hann tilheyrir“. Ég tel að nú muni Þjóðkirkjan líða undir lok. Þegar Þjóðkirkja verður ekki lengur til eftir 1016 ár vakna margar spurningar. Hvað verður um t.d. eignir hennar? Verða kirkjurnar ekki einvörðungu til af- nota fyrir kristna söfnuði eða falla þær til ríkisins? Ég tel hið fyrr- nefnda einboðið. Verður ríkið áfram ábyrgt fyrir launum prestanna um einhvern tíma? Hver mun sjá um guðfræðikennsluna? O.s.frv., o.s.frv. Eftir Einar S. Hálfdánarson »Ég hef sárt saknað stuðnings Þjóðkirkj- unnar við þá; hann er víst ekki til vinsælda fallinn. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er löggiltur endurskoðandi og hæstaréttarlögmaður. Bréf til biskupa Þjóðkirkjunnar Þegar vatni er veitt burt úr mýrum kemst súrefni andrúmslofts- ins að plöntuleifum sem hafa safnast í mýrarnar um aldir. Við það myndast mik- ið magn gróðurhúsa- lofttegunda á borð við koltvísýring (CO2) og hláturgas (N2O). Það er álit bæði íslenskra vísindamanna við Landbúnaðarháskóla Íslands og loftslags- nefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) að fram- ræst land eigi stærstan þátt í árlegri losun gróð- urhúsalofttegunda af mannavöldum hér á landi. Talið er að losunin frá framræsta landinu sé á við tvítugfalda losun frá bílaflota Íslendinga ef miðað er við tölur í svari umhverfis- og auðlinda- ráðherra við fyrirspurn undirritaðrar um þetta efni á alþingi síðastliðið haust. Þessar tölur komu á óvart, ekki síst hvað þær gnæfa yfir tölur fyrir aðra losun til dæmis frá ökutækjum. Á það ber hins vegar að líta, að framræsla votlendis stóð hér með skipulegum hætti með atbeina og miklum fjárstuðningi rík- isins í um 60 ár og drjúgan hluta þess tíma með stórvirkum vinnuvélum. Talið er að framræslu- skurðir séu yfir 30 þúsund kílómetrar að lengd. Hingað til hefur IPCC ekki talið losun af þessu tagi með í loftslagsbókhaldi sínu og hún því almennt ekki verið gefin upp í tölum fyrir Ís- land í alþjóðlegum samningum á borð við Kyoto- bókunina. En hins vegar kom Ísland því til leiðar á vettvangi IPCC árið 2013, að mótvæg- isaðgerðir eins og endurheimt votlendis geta komið til frádráttar heildarlosun. Við end- urheimt votlendis stöðvast ekki aðeins losun heldur tekur landið aftur að safna til sín líf- massa, binda kolefni. Auk þess að stöðva losun gróður- húsalofttegunda hefur endurheimt votlendis fleiri jákvæða þætti í för með sér. Votlendi held- ur jafnvægi í vatnsbúskap, það tekur við vatni í vætutíð og veitir því frá sér í þurrki. Þetta er mikilvægt fyrir ár og læki, ekki síst þar sem lax- fisk er að finna. Votlendi er sömuleiðis mik- ilvægt búsvæði margra fugla og plantna og styð- ur þannig við lífræðilega fjölbreytni landsins. Endurheimt votlendis þarf ekki að bitna á ræktarlandi því aðeins er talið að um 15% hins framræsta lands hér á landi séu nýtt sem rækt- arland. Það er því af nógu að taka án þess að ræktarland sé skert. Þá má ætla að vegna við- haldsleysis á fram- ræsluskurðunum hafi land í ein- hverjum mæli leitað í fyrra horf. Það kann því að vera að víða sé hægt að end- urheimta votlendi með tiltölulega litlum tilkostnaði. Um þetta kann okk- ur að skorta meiri þekkingu og tölu- legar upplýsingar. Endurheimt vot- lendis krefst skipulagningar og markvissra vinnubragða. Í þessu liggja talsverð sóknarfæri fyrir bænd- ur og aðra landeigendur því bæði einstaklingar og fyrirtæki vilja í auknum mæli geta kynnt starfsemi sína sem kolefnishlutlausa með því að jafna losun sína út með einhverjum hætti. Víða hefur endurheimt votlendis heppnast með ágæt- um hér á landi og ætti því að koma vel til greina til kolefnisjöfnunar. Mikilvægt er að sú reynsla og þekking sem þegar er til staðar sé gerð að- gengileg fyrir landeigendur og aðra þá sem vilja leggja sitt af mörkum til endurheimtar á þessum mikilvægu landgæðum. Sem lauslega reiknað dæmi til gamans má nefna, að bíleigandi gæti kolefnisjafnað akstur sinn til æviloka með því að láta fylla upp í fram- ræsluskurð sem er um tvær bíllengdir. Miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir eru þarna veruleg tækifæri til árangurs í loftslagsmálum, líklega þau mestu. Með markvissum vinnu- brögðum getur íslenskur landbúnaður og land- nýting hjálpað okkur sem þjóð að markmiðum okkar í loftslagsmálum. Landbúnaðarstefna morgundagsins getur falið í sér mikil tækifæri. Loftslagsmál og viðbrögð við þeim snúast ekki bara um skatta á eldsneyti og ökutæki. Landbúnaðarstefna á ekki heldur að snúast ein- göngu um búvörusamninga, heldur áskoranir og tækifæri til að auka hagsæld og bæta arðsemi af landnotum. Eftir Sigríði Ásthildi Andersen og Harald Benediktsson »Hér er tækifæri fyrir bænd- ur og landeigendur því ein- staklingar og fyrirtæki vilja í auknum mæli geta kynnt starf- semi sína sem kolefnishlutlausa. Sigríður Ásthildur Andersen Höfundar eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Norðvesturkjördæmi. Endurheimt votlendis Haraldur Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.