Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 ✝ GuðmundurJón Matthías- son fæddist á Þingeyri við Dýra- fjörð 22. desember 1959. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 10. júlí 2016, á 57. aldurs- ári. Foreldrar Guð- mundar Jóns voru Camilla Sigmunds- dóttir, húsmóðir, f. 5.8. 1917, d. 14.4. 2012, og Matthías Guð- mundsson, vélsmiður og vél- tæknifræðingur, f. 16.9. 1911, d. 3.6. 1995. Systkini Guð- mundar Jóns eru: Jónas, f. 7.5. 1944, og Gerður, f. 10.7. 1954. Guðmundur Jón kvæntist 3. apríl 1986 æskuunnustu sinni og jafnöldru, Margréti Jóns- skólavetra vann hann í vél- smiðju afa síns og alnafna á Þingeyri. Síðan tók við nám í véltæknifræði við Odense Teknikum, en þaðan útskrif- aðist hann 1983 og réðst í kjöl- farið til starfa hjá ráðgjafar- fyrirtækinu J.G. Hvirvelkær A/S í Óðinsvéum. Starfaði Guðmundur Jón þar fram til ársins 1986 að haldið var til heimalandsins og ráðist til starfa hjá Varmaverki ehf., nýstofnuðu fyrirtæki Jónasar bróður hans. Þar starfaði hann í tæp sjö ár, eða fram til 1993 að hann tók sér fyrir hendur framkvæmdastjórn í útibúi norska fyrirtækisins Kværner Fisktækni, sem síðar varð MMC Fisktækni og enn síðar Optimar Iceland. Guðmundur Jón keypti Optimar ásamt fé- lögum sínum árið 2003 og veitti fyrirtækinu forstöðu til ársins 2015, að hann hætti vegna heilsubrests. Útför Guðmundar Jóns fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 19. júlí 2016, klukkan 13. dóttur, f. 26.12. 1959. Margrét fæddist og ólst upp í Bolungarvík, dóttir hjónanna Jónínu Rannveigar Kjartansdóttur, f. 29.9. 1940, d. 27.11. 2015, og Jóns Eggerts Sig- urgeirssonar, f. 17.10. 1937, d. 15.12. 1995. Synir þeirra hjóna eru: 1) Matthías, f. 1.8. 1980, kvæntur Svanhildi Björk Jónsdóttur, f. 12.10. 1980. Þeirra börn eru Maríanna Hlíf, Jóel Kári og Aníta Björk. 2) Henrý, f. 20.8. 1992. Guðmundur Jón lauk stúd- entsprófi 1979 frá Mennta- skólanum á Ísafirði. Milli Það er ólýsanlega erfitt að setj- ast niður og skrifa minningar- grein um elsku tengdapabba. Mann sem féll frá allt of fljótt eftir erfið veikindi. Við sem áttum eftir að bralla svo mikið með honum og Mar- gréti, þetta líf getur verið svo ósanngjarnt. Elsku Guðmundur, þú varst svo góður, hjálpsamur og vildir allt fyrir okkur gera. Minningarn- ar streyma fram um öll þau skipti sem við hlógum að bröndurunum þínum. Krakkarnir skemmtu sér yfir gríninu þínu og öllum sögu- stundunum. Þú hafðir gaman af því að klæða þig í alls kyns gervi, setja upp falskar tennur og hatta. Þú varst jólasveinninn sem keyrði út pakkana á aðfangadag. Það var ómetanlegt þegar þú söngst Black Magic Woman fyrir okkur Matta á brúðkaupsdaginn. Minningarnar streyma fram um öll skemmtilegu ferðalögin, oftast var farið vestur og svo nú síðast um páskana til Akureyrar. Við Matti, Maríanna Hlíf, Jóel Kári og Aníta Björk höldum áfram að skapa góðar minningar með Margréti og Henrý. Það er gott að ylja sér við þessar ynd- islegu stundir og margar fleiri sem við munum svo sannarlega geta átt um ókomna tíð. Þú varst ótrúlegur húmoristi. Betri tengdapabba og afa er ekki hægt að hugsa sér. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér, elsku Guðmundur, og á eftir að sakna þín svo mikið. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín tengdadóttir, Svanhildur Björk. Þá er hetjulegri baráttu bróður míns við hinn illvíga sjúkdóm, krabbameinið, lokið. Það er sárt að svona fór. Sú besta jólagjöf sem ég hef fengið var þegar hann fæddist. Hann var sannkallaður gleðigjafi foreldra minna, afa okkar sem bjó á heimilinu og allra í fjölskyldunni og því umfaðmaður og elskaður. Þarna fékk ég, 10 ára stúlkan, líka stórt ábyrgðarhlutverk. Ég tók, að mér fannst, fullan þátt í umönnun og gæslu þessa káta og elskulega bróður míns öll hans æskuár og það var góður tími. Seinna eignaðist hann svo hana Margréti sína og þar bundust tvær stjörnur á blárri festingu… eins og segir í ljóði Megasar. Þau voru alla tíð miklir sálufélagar og hamingjan var fullkomnuð með fæðingum drengjanna þeirra, Matthíasar og Henrýs. Söknuður þeirra, tengdadóttur og barna- barna er mikill. Á Þingeyri áttum við okkar bestu og kærustu gleðistundir bæði á meðan foreldrar okkar voru á lífi og löngum eftir það. Hann var hrókur alls fagnaðar og sá spaugilegar hliðar á flestum málum og því gaman að vera með honum. Guðmundi var sérlega umhugað um varðveislu æsku- heimilis okkar og lagði mikið af mörkum í þágu þess. Eins var hann vakinn og sofinn yfir velferð gömlu smiðjunnar og var glaður með hennar málalok. Vænt þótti mér um þá hluttekningu sem þorpsbúar á Þingeyri sýndu á dánardægri bróður míns þar sem allstaðar var flaggað í hálfa stöng. Við systkinin áttum það sam- eiginlegt að hafa gaman af kvart- ettsöng og oftar en ekki var slíkur flutningur úr safni mömmu og pabba látinn á fóninn fyrir vestan. Fallegu lögin sem MA-kvart- ettinn söng á árum áður voru í sér- stöku uppáhaldi. Því kveð ég elskulegan bróður minn með broti úr ljóði Jóns frá Ljárskógum: Kom ljúfa nótt, sigra sorg og harm, svæf mig við þinn barm. Svæf glaumsins klið og gef mér frið. Góða nótt. Margréti mágkonu minni og hennar fjölskyldu votta ég mína dýpstu samúð. Gerður systir. Guðmundur Jón fæddist tveim- ur dögum fyrir jólin 1959; heldur en ekki óvænt jólagjöf vegna þess að undirritaður (JM) kom í jólafrí frá skóla, allsendis grunlaus um þennan pakka. Engin Facebook í þá daga. Fyrstu fjögur til fimm árin frá fæðingu Gumma Nonna var JM einungis heima yfir sumarmánuð- ina og stráksi þá rétt að byrja að fóta sig. Snemma var þó ljóst að þarna fór piltur sem vissi hvað hann vildi. Minnisstætt er sumar- ið 1964, en þá ók JM vörubíl, „Tradernum“, með fyllingu í nýja hafnargarðinn; stráksi á fimmta ári. Hann vildi fá að sitja í, nokkuð sem var harðbannað, því farmur- inn var stórgrýti. En piltur gaf sig ekki, heldur stóð í vegkantinum og ýmist baðaði út höndum og stappaði fótum eða grét sárt og nuddaði augun svo eftir yrði tekið. Eftir að hafa bitið á jaxlinn og ekið framhjá peyjanum nokkrum sinn- um og enn allt við það sama, þá gafst ökumaður upp og minn mað- ur klifraði snarlega upp í farþega- sætið, hróðugur með sólskinsbros á vör; allt fyrirgefið: „Stóri brói góur við Gumma Nonna sinn.“ Síðan liðu mörg ár stopulla samverustunda sem ekki ná sam- fellu fyrr en 1986 að GJM, þá 26 ára, nýgiftur, flyst heim frá Dan- mörku og ræðst til starfa í þá ný- stofnuðu fyrirtæki undirritaðra, Varmaverki ehf. Hér tókust end- urkynni og farsælt samstarf sem stóð í ein sjö ár. GJM var afburða fagmaður, glöggur, hirðusamur, nákvæmur, röskur og umfram allt traustur vinur með hjartað á rétt- um stað. Húmor vantaði Guð- mund svo sannarlega ekki. Við bræður skiptum með okkur verk- um sem fól í sér að senior lagði frekar áherslu á hitatæknina en junior aftur á móti kælitæknina. Þannig skiptar urðu svo okkar starfsævir, mikið til, og sameigin- leg útkoman þá líklega eftir því, „passlegur hiti“, hvorki of né van. Kannski getum við tekið upp þráðinn „hinum megin“ ef eitt- hvert ólag er á systemunum þar; bítum úr nálinni með það „til sin tid“ bróðir! Utan vinnu áttum við margar gleðistundir, útilegur o.fl. og æv- inlega var GJM hrókur alls fagn- aðar, fyndinn og uppátækjasamur í meira lagi. Í febrúar í fyrra dundu svo ósköpin yfir; ólæknandi sjúkdóm- ur tók smám saman hin líkamlegu völd, en mátti sín aldrei neins gegn andlegum styrk GJM. Allt til hinsta dags var hann rólegur, já- kvæður og huggandi, umhyggju- samur um allt sem í kringum hann var. Sama er að segja um eigin- konuna, Margréti. Hún stóð sem klettur við hlið hans allan þennan langa og erfiða feril á enda. Við vottum henni, sonum, tengdadótt- ur og afabörnum innilega samúð. Kærar þakkir. Kæri bróðir og mágur, komið er að kveðjustund: Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson) Við minnumst þín með hlýju og þakklæti og biðjum góðan Guð að varðveita þig og hugga þína ást- vini, eiginkonu, syni, tengdadóttur og afabörnin. Við munum ávallt minnast litla fjörkálfsins, Gumma Nonna, og atorkumannsins, sterka og æðru- lausa, Guðmundar Jóns Matthías- sonar. Farðu í friði, bróðir og mágur. Jónas og Guðbjörg. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér (Ingibjörg Sigurðardóttir) Skemmtilegur, traustur og trúr. Þessi orð lýsa Guðmundi Jóni, mági mínum, einstaklega vel. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um mág minn, sem kvaddi alltof snemma. Ég man varla eftir mér öðruvísi en að hann væri í fjölskyldunni, þar sem hann og Margrét systir voru bara 16 ára þegar þau byrj- uðu að vera saman Ég hef alla tíð verið mikið inni á heimili þeirra, og alltaf sýndi hann mér einstaka góðmennsku og væntumþykju. Það eru svo margar minningar sem streyma um hug minn. Guð- mundur Jón hafði mjög gaman af að grilla á sumrin og var ég iðu- lega í grillveislum og matarboðum hjá þeim. Í mörg ár var ég hjá þeim á jólum . Guðmundur Jón og Margrét ferðuðust mjög mikið, bæði innan- lands og utan. Þau áttu hjólhýsi sem þau fóru með margar ferðir um landið. Hjólhýsið var alltaf geymt í innkeyrslunni við heimili þeirra. Fyrir ein jólin þá býður Guð- mundur mér og mömmu í mat. Þegar við komum að húsinu þá sjáum við hvar það er búið að setja jólaseríur á hjólhýsið, það loguðu kerti fyrir utan og jólastjörnur héngu í gluggum. Hann tekur á móti okkur með jólasvuntu og býður okkur inn í hjólhýsið og það var eins og að koma í jólaland, allt skreytt hátt og lágt og dýrindis smørrebrød og jólaöl á borðum, þetta var æðislegt kvöld. Þessi saga lýsir Guðmundi Jóni svo vel, alltaf svo gestrisinn og gjafmildur. Ég gæti skrifað endalaust um Guðmund Jón og sagt frá mörgu skemmtilegu, en læt hér staðar numið. Guð geymi þig, elsku Guð- mundur Jón minn. Elsku besta Margrét mín, Matthías, Henrý, Svanhildur, Maríanna Hlíf, Jóel Kári og Aníta Björk. Sorgin er mikil og söknuð- urinn sár, en minningin um ein- stakan eiginmann, pabba, tengda- pabba og afa lifir Friðgerður. Elskulegur mágur minn, nú ertu fallinn frá, langt um aldur fram, eftir erfið veikindi. Með nokkrum orðum langar mig að þakka þér fyrir þau rúm 40 ár sem þú hefur verið í fjölskyldunni. Upp koma margar minningar og flest- ar tengjast þær þeirri glettni sem þú bjóst yfir og hversu auðveld- lega þú fékkst fólk til að hlæja. Mér er sérlega minnisstæð bíó- ferð sem við hjónin fórum í saman með ykkur Margréti þar sem þinn smitandi hlátur hafði áhrif á allan salinn og höfum við oft haft á orði hve skemmtileg þessi ferð var. Skipulagshæfni þín og snyrti- mennska þótti mér aðdáunarverð og reyndi ég oft að taka það til fyr- irmyndar en ekki alltaf með góð- um árangri. Það var sama hvort það tengdist vinnu þinni, skipu- lagningu á viðburðum innan fjöl- skyldunnar eða þegar komið var inn á heimili ykkar hjóna, allt sem þú komst nálægt var unnið vel og vandlega. Einnig er erfitt að finna traustari mann en þig, þú varst maður orða þinna og allt sem þú sagðir stóðst. Að lokum vil ég þakka þér fyrir hversu ljúfur og góður þú varst mömmu minni heitinni. Ótal kirkjuferðir, bíltúrar og kaffihúsa- ferðir sem voru henni svo mikil- vægar og tjáði hún mér oft hve góður maður hann Guðmundur Jón væri. Takk fyrir allt, minning þín lifir í hjörtum okkar. Elsku Margrét, Matthías, Svanhildur og Henrý, megi Guð gefa ykkur styrk á erfiðum tím- um. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Guðmundur og Vigdís. Með fáum orðum viljum við minnast okkar kæra Guðmundar Jóns sem fallinn er frá langt um aldur fram eftir snarpa baráttu við krabbamein. Það var aðdáun- arvert að fylgjast með hvað hann tók þessum veikindum með miklu æðruleysi og stillingu og í gegnum baráttuna skinu í gegn allir hans góðu mannlegu kostir. Guðmundur Jón var einungis menntaskólastrákur þegar hann og Margrét systir hófu samband og voru þau saman allar götur síð- an og eru árin orðin fjörutíu. Strax kom í ljós að þar fór með afbrigð- um skemmtilegur maður og var hann hrókur alls fagnaðar þegar sá gállinn var á honum. Hann var t.d. í hljómsveit á sínum yngri ár- um og rifjaði hann upp gamla takta í brúðkaupi eldri sonar síns fyrir tveimur árum við mikla gleði viðstaddra. En mjög fljótlega eftir okkar fyrstu kynni kom líka í ljós önnur hlið á honum, en það var ábyrgðarkenndin og skipulagn- ingin sem einkenndi öll hans verk. Minnisstætt er hvernig hann tókst á við próf í menntaskólanum en þau tók hann mjög alvarlega og uppskar samkvæmt því. Þetta var eitthvað sem við höfðum ekki séð áður, en okkar viðhorf til náms var töluvert annað. Guðmundur Jón og Margrét fluttust búferlum til Danmerkur eftir menntaskólaárin til frekara náms og fórum við að heimsækja þau þangað. Þá eins og ævinlega voru þau höfðingjar heim að sækja og fórum við í eftirminni- lega ferð um Danmörku og Þýska- land þar sem Guðmundur bar hit- ann og þungann af skipulagningu og framkvæmd ferðarinnar. Eftir að þau fluttu heim settust þau að í Reykjavík og stóð heimili þeirra okkur og börnum okkar ávallt op- ið þegar við áttum erindi í borg- ina. Guðmundur Jón var mikill húmoristi og kunni þá list að hrífa fólk með sér í gleði og hlátri. Til dæmis er minnisstætt þegar þau komu eitt sinn í heimsókn til okk- ar að hann upp úr þurru varð sér- legur dómari um táafegurð heim- ilisfólks og gesta. Einnig í þeirri ferð kom berlega í ljós munurinn á okkur mágunum, en skottið á bíln- um hans var skipulagt þannig að hvert pláss var nýtt til hins ýtr- asta og farangrinum var einstak- lega skipulega komið fyrir á með- an mitt eigið bílskott líktist geymslu eftir snarpan jarð- skjálfta. Eftir að móðir mín og tengda- móðir hans varð ekkja fyrir tutt- ugu árum fluttist hún búferlum til Reykjavíkur og reyndist Guð- mundur Jón henni einstaklega vel. Það var sama hvað hana van- hagaði um, alltaf var Guðmundur Jón tilbúinn að hlaupa undir bagga með henni og aðstoða hana í hvívetna. Fyrir það munum við fjölskyldan standa í ævarandi þakkarskuld við hann. Með Guðmundi Jóni er genginn einstaklega traustur, metnaðar- fullur, skipulagður, góður og skemmtilegur maður. Elsku Mar- grét, Matthías, Henrý, Svanhildur og barnabörn, missir ykkar er mikill. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur á erf- iðum tímum. Víðir og Jóna. „Er hann hættur að segja brandara?“ sagði 10 ára gamall sonur minn þegar ég sagði honum að Gummi frændi væri mikið veik- ur. Gumma Jóni er rétt lýst þarna því sonur minn hafði ekki hitt hann oft á sinni ævi, en þetta mundi hann, hann var skemmti- legi frændinn sem grínaðist og sagði brandara. Gummi Jón var 9 ára þegar ég fæddist og yngsti bróðir mömmu minnar og þó hann væri í raun bróðir hennar mömmu þá fannst mér hann líka vera bróðir minn. Ég naut þeirra forréttinda að alast upp fyrstu árin með honum í ömmu og afa húsi. Í uppvextinum leit ég upp til þessa skemmtilega frænda míns. Eflaust hefur hon- um stundum þótt nóg um þegar ég elti hann niður á völl þar sem hann spilaði fótbolta við vini sína eða þegar hann og Margrét fóru á rúntinn á appelsínugulri Volks- wagen-bjöllu og ég fór með. Þegar ég var 18 ára fór ég til Danmerkur í lýðháskóla, þá bjuggu Gummi og Margrét á sama tíma þar úti með sinni fjöl- skyldu þar sem hann sjálfur var í námi. Ég var alltaf velkomin á þeirra heimili og það var ómetan- Guðmundur Jón Matthíasson Yndisleg eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, SOFFÍA GUÐMUNDSDÓTTIR kennari og söngkona, er látin. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 20. júlí klukkan 15. . Sverrir Bergmann, Berglind Bergmann, Hanna Soffía Bergmann og Sigríður Kristjánsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, sonur, pabbi okkar, tengdapabbi, afi og tengdasonur, GÍSLI BENEDIKTSSON viðskiptafræðingur, Tjarnarmýri 11, Seltjarnarnesi, lést í faðmi ástvina á Landspítalanum þriðjudaginn 12. júlí. Útförin verður í Hallgrímskirkju föstudaginn 22. júlí klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á SPES barnahjálp, reikn.nr. 342-26-2200, kt. 471100-2930. . Eva María Gunnarsdóttir, Benedikt Antonsson, Davíð B. Gíslason, Brynhildur Þorgeirsdóttir, María Gísladóttir, Einar Kristinn Hjaltested, Eva Björk, Þorgeir Bjarki, Anna Lára, Benedikt Arnar, Hrefna María, Hrafnhildur, Karólína, Katrín Eva og Ari Gísli, Margrét Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.