Morgunblaðið - 19.07.2016, Side 33

Morgunblaðið - 19.07.2016, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 » Listahátíð ungs fólksá Austurlandi, eða LungA, náði hámarki um helgina en þá settu ungir listamenn svip sinn á Seyðisfjörð og kynntu fyrir bæj- arbúum og ferðalöngum uppskeru sína. Líkt og sjá má á myndunum lék veðrið við þátttakendur sem höfðu í nægu að snúast í listasmiðjum hátíðarinnar. Listsköpun í blíðskaparveðri á Seyðisfirði um helgina á Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, LungA Ljósmynd/Pétur Kristjánsson Söngur Þátttakendur undirbúa hér karókíverksmiðju, listasmiðju sem fólst í karókítengdri gjörningalist hvers konar. Litir Eins og sjá má hefur þetta hús verið málað með optískum skynvillum enda hét ein listasmiðja hátíðarinnar Hús málað með optískum skynvillum. Veðurguðir Veðurskilyrði voru hin bestu á Seyðisfirði í vikunni. Listamenn Unnið var með form og liti á LungA og hér sjást listamenn vinna að einu af mörgum verkum listahátíðarinnar um síðustu helgi. Mála Sköpunargleðin var við völd hjá þátttakendum hvort sem um fíngerð- ar penslastrokur, tónleika eða gjörningalist var að ræða. Golden Globe-verðlaunahafinn Jó- hann Jóhannsson tilkynnti í gær að hljómplatan hans Orphée kæmi út 16. september næstkomandi en þetta er fyrsta plata Jóhanns sem hann gefur út fyrir hið virta út- gáfufélag Deutsche Grammophon. Á plötunni Orphée er farveg- urinn sem leiðir mann frá myrkri til ljóss í brennidepli og segir í til- kynningu frá Jóhanni að hann sæki andagift sína í frásagnir af gríska goðinu Orfeifi, allt frá fornum ljóð- um Óvidíusar til kvikmyndar Jean Cocteau. Sagan er margþætt og fjallar um dauða, endurfæðingu, breytingar og hið hverfula eðli minnisins. Orfeifur var guð ljóða og söngva, sem gat fengið villidýr, tré og steina til að dansa með söng og lýruleik sínum. Hann giftist Evry- díku og þegar hún féll skyndilega frá fór hann niður í Myrkheim til að endurheimta hana. Drottnari undirheima leyfði honum það með því skilyrði að hann mætti ekki líta til baka, á Evrydíku, á leiðinni upp úr undirheimum. Orfeifur stóðst ekki prófið og glataði ástinni sinni í annað sinn og fyrir fullt og allt. Þá segir enn fremur í tilkynning- unni að hljóðheimur plötunnar sæki í marga fleti sem hafa komið fram á fyrri plötum Jóhanns; sólóleik sellós og orgels, strengjakvartetta og strengjasveitir auk radda án undirleiks. Hljóðpallíettan er fjöl- breytileg, þar má finna órafmögn- uð hljóðfæri, bæði ein síns liðs og í samleik ásamt raftónlist og sefjandi hljóðum stuttra rafsegulbylgna. Ný plata frá Jóhanni í haust  Deutsche Grammophon útgefandinn Plata Jóhann Jóhannsson gefur út plötu um miðjan september. Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi. Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is THE INFILTRATOR 5, 8, 10:35 ÍSÖLD ÍSL.TAL 3:50, 5:50 MIKE AND DAVE 8, 10:10 INDEPENDENCE DAY 2 8 LEITIN AÐ DÓRU ÍSL.TAL 3:50, 5:50 WARCRAFT 2D 10:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.