Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Það eru margar ástæður fyrir því að þetta valdarán mistókst,“ sagði Ziva Meral, stjórnmálaskýrandi á BBC. Á föstudagskvöldið virðist sem til- raun hafi verið gerð til að ræna völd- um í Tyrklandi en það misheppnast. Talið er að hátt í þrjú hundruð manns hafi fallið við þessa valdaránstilraun sem var barin harkalega til baka og hermönnum sem tóku þátt í henni hent fram af brúm og þeir hengdir á götum úti. Lélegur undirbúningur Að mati Ziva Marel eru nokkrar aðalástæður fyrir því að valdaránið mistókst. -Enginn undirbúningur að því að virkja almennan stuðning var gerð fyrir þessa tilraun. Fyrri valdarán sem hafa heppnast hafa verið undir- búin í gegnum fjölmiðla eða almenn mótmæli. -Þá voru ekki margir hermenn sem tóku þátt í valdaránstilrauninni. Þá sem grunar að sjálfur forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hafi staðið að baki þessu benda á að svo virðist sem aðeins um hundrað hermenn hafi tekið þátt í þessari til- raun. En fulltrúar stjórnvalda segja að hermennirnir hafi verið mun fleiri en það. -Stjórnsýslan var ekki tilbúin í valdarán. Það er hægt að ná yfirráð- um yfir stjórnarráði eða stjórnar- byggingu með hervaldi en ef stjórn- sýslan spilar ekki með þá getur það verið lítils virði að ráða byggingu. -Enginn alþjóðlegur stuðningur var við þessa valdaránstilraun sem virtist koma öllum öðrum þjóðum í opna skjöldu. Mjög fljótt komu stuðningsyfirlýsingar við lýðræðis- lega kjörna stjórn Erdogan. -Svo hefur verið bent á að ekki hafi það hjálpað til fyrir valdaráns- mennina að þeir lýstu því yfir að þeir vildu styrkja lýðræðið í landinu en gerðu árás á þingið. Afleiðingar valdaráns- tilraunarinnar í Tyrklandi Nú þegar hefur Erdogan hand- tekið yfir 8.000 manns í stjórnkerf- inu, ekki aðeins úr hernum heldur yfir 2.700 dómara landsins sem vek- ur nokkra furðu. „Það að svona margir dómarar hafi verið reknir eða teknir höndum vekur ákveðna furðu,“ sagði tyrk- neski blaðamaðurinn Yusuf Kanli í viðtali á Al-Jazeera í gær. „Hver eru tengslin þar á milli að nokkur hundruð hermenn sýni af sér ofbeldi og að 2.700 dómurum sé vikið úr starfi? Það hefur enginn hjá stjórn- völdum sagt frá því eða skýrt það. Þessar aðgerðir líta ekki út fyrir að vera lýðræðislegar enda ekki hægt samkvæmt lögum að víkja dómurum í hæstarétti úr starfi án þess að það sé gert af sjálfum hæstaréttardóm- urunum.“ Valdarán eða sviðsetning? Það hefur vakið furðu að tyrknesk yfirvöld hafi strax á laugardags- morgun, nokkrum klukkutímum eft- ir valdaránstilraunina, verið komin af stað til að hreinsa út óæskileg öfl úr stjórnkerfinu. Ekki einhverja nokkra, heldur þúsundir manna. Það ýtir undir þær vangaveltur að þessi listi yfir óæskilega menn í stjórnkerfinu hafi verið skrifaður fyrir langa löngu, en ekki á nokkr- um klukkustundum yfir þessa ör- lagaríku nótt. Þær kenningar hafa verið viðrað- ar af mjög mörgum Tyrkjum á sam- félagsmiðlunum. Sérstaklega þeim Tyrkjum sem búa í Þýskalandi og þurfa ekki að óttast ofsóknir út á orð sín. Þá þykir sérdeilis furðulegt að orrustuþotur sem áttu að vera undir stjórn uppreisnarmanna hafi ekki skotið niður flugvél forsetans með hann innanborðs þegar valdaránið átti sér stað. Fréttir af þessum at- burðum eru allar enn þá nokkuð óljósar. Gulenistar að baki tilrauninni? Að sögn Erdogans var predikar- inn Fethullah Gulen að baki valda- ránstilrauninni. Erdogan og Gulen voru mjög nán- ir og lýsir Raziye Akkoc hjá AFP- fréttaveitunni sambandi þeirra til að byrja með í lok síðustu aldar sem hálfgerðu hjónabandi. Svo hafi tog- streitan á milli þeirra orðið svo mikil að hún hafi orðið lýðræði landsins hættuleg. Báðir voru mjög hallir undir trúarbrögðin og ekki eins miklir veraldarhyggjumenn og Ataturk, stofnandi lýðveldisins Tyrklands, var. Að mati margra stjórnmálaskýr- enda virðist sem Erdogan hafi orðið um og ó með hvað Gulen var orðinn vinsæll og skorið á vináttuböndin. Gulenistar í Tyrklandi voru farnir að verða ansi áhrifamiklir. Gulen óttaðist handtöku hersins og flúði Tyrkland fyrir síðustu alda- mót. Hann hefur búið í Bandaríkj- unum síðan þá. Erdogan krefst framsals á Gulen. Hinsvegar fullyrðir Gulen að valdaránstilraunin sé sviðsett af Er- dogan til að hann geti styrkt stöðu sína. Hvað svo sem er satt í fullyrð- ingum þeirra er ljóst að Erdogan er að styrkja stöðu sína verulega í landinu. AFP Jarðarför Þeir sem féllu fyrir hönd valdaránsmanna í Tyrklandi um helgina eru nú upphafnir sem hetjur. Valdabaráttan er að ná hámarki  Var valdaránstilraunin í Tyrklandi sviðsett? Árið 1933 í Þýskalandi, þegar Hitler var nýkominn til valda í lýðræð- islegum kosningum, var kveikt í þinghúsi landsins, Reichstag, og yf- irvöld brugðust mjög harkalega við og kenndu kommúnistum um. Sagn- fræðingar dagsins í dag telja að það hafi verið upplognar sakir. Hitler nýtti sér þetta til að gerast í fram- haldinu einræðisherra. Enginn veit nákvæmlega hvað er í gangi í Tyrklandi eða hvað gerðist en það er ákveðinn ótti um að í framhaldinu muni Erdogan hreinsa út það fólk sem hefur andmælt honum og koma sér í stöðu sem jafngildir sæti einræðisherra. Í það minnsta eru yfirvöld nú þegar búin að hreinsa þús- undir manna úr stjórnkerfinu og hafa gefið í skyn að fleiri fái að fjúka á næstu dögum. Árum saman hefur Erdogan þrengt að frjálsum fjölmiðlum í landinu og því mun örugglega ekki linna í framhaldi af þessu. Hreinsanir í stjórnkerfinu ÁSTANDIÐ Í TYRKLANDI Lögregluríki Menn óttast einræði. Eftir því var tekið að óvenju- margir öldungadeildar- þingmenn Repú- blikanaflokksins láta sig vanta á landsþing flokksins sem hófst í gær. Af flestum er sú fjarvera túlkuð sem þögul mót- mæli við útnefningu Donald J. Trump sem er nánast öruggt að verði niðurstaða þingsins. Trump mun tefla fram mörgum hetjum hersins á landsþinginu, sérsveit- armönnum og fyrrverandi herfor- ingja. Þá mun Melania Trump einnig koma fram en hún var ekki áber- andi í prófkjörsbaráttunni en hún er hönnuður, fyrrverandi fyr- irsæta, talar fjöldamörg tungumál, fæddist og ólst upp í fyrrverandi Júgóslavíu eða í borginni Sevnica sem er í austurhluta núverandi Slóveníu. borkur@mbl.is Melania Trump Kona Trump kemur fram á landsþinginu Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Glæsilegir sólskálar sem lengja sumarið og gera sælureitinn ómótstæðilegan Yfir 40 litir í boði! Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Sólskálar - sælureitur innan seilingar Maður vopnaður exi og hnífi réðst á lestarfarþega nálægt Würzburg í Þýskalandi í gærkvöldi. Þrír særðust alvarlega, einn meiddist minna og 14 fengu áfall, að sögn fréttavefjar Spiegel. Lögreglan skaut árásar- manninn til bana, 17 ára flóttamann. Vitni sögðu hann hafa hrópað „Al- lahu Akbar“, eða „Guð er máttugur“ er hann réðist að fólki. Lestin var stöðvuð í Würzburg-Heidingsfeld þar sem árásarmaðurinn fór úr lest- inni. Liðsmenn úr sérsveit lögregl- unnar, sem voru fyrir tilviljun í ná- grenninu, eltu manninn uppi. Hann snerist gegn þeim með vopnin reidd og var þá skotinn. Að sögn Reuters sagði Joachim Herrmann, innanrík- isráðherra Bæjaralands, flótta- manninn hafa búið í Ochsenfurt. Axarmaður réðst á lestarfarþega  17 ára flóttamaður skotinn til bana AFP Þýskaland Frá vettvangi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.