Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 16
16 VIÐSKIPTIViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Jón Þórisson jonth@mbl.is Alls voru 12.888 sjónvörp flutt inn til landsins á fyrstu fimm mánuðum ársins, að því er fram kemur í tölum sem Arion banki hefur sett fram og byggðar eru á upplýsingum frá Hagstofunni. Til samanburðar voru 6.590 sjónvörp flutt inn árið 2012. Hins vegar voru 18.323 sjón- vörp flutt inn á fyrstu 5 mánuð- um ársins í fyrra. Sé litið til inn- flutnings á þvottavélum voru 9.599 vélar flutt- ar inn fyrstu fimm mánuði ársins. Fyrstu 5 mán- uði ársins 2012 voru 4.486 þvotta- vélar fluttar inn til landsins. Á hinn bóginn voru 10.458 vélar fluttar inn fyrstu fimm mánuðina í fyrra. Veruleg auking frá 2012 Þegar kemur að innflutningi kæli- og frystitækja til heimilisnota voru samtals 8.675 slík tæki flutt inn fyrstu fimm mánuði ársins. Á sama tímabili 2012 voru innflutt tæki 4.908. Hins vegar voru 9.192 tæki flutt inn á fyrstu 5 mánuðum ársins í fyrra. Í samantekt Arion banka kemur einnig fram að 108 almenningsbílar hafi verið fluttir til landsins fyrstu 5 mánuði ársins en til samanburðar voru almenningsbílar 58 sem fluttir voru inn fyrstu fimm mánuðina 2012. Stefán Broddi Guðjónsson, for- stöðumaður greiningardeildar Arion banka, bendir á að jafnvel þótt framangreind raftæki séu almennt ætluð til heimilisnota sé hluti þeirra tæki sem eru nýtt í atvinnustarf- semi. Þannig rati hluti innflutnings á sjónvörpum inn á hótelherbergi. „Ef litið er á almenningsbíla til dæmis, þá eru þeir atvinnutæki til að skapa gjaldeyristekjur með því að flytja erlenda ferðamenn. Í reynd verður þá halli á vöruskiptum við að flytja inn almenningsbifreið sem síðan er notuð af erlendum ferðamönnum sem greiða fyrir þjónustuna með kortinu sínu. Þann- ig verður til þjónustuútflutningur á móti og gjaldeyristekjur verða til,“ segir Stefán. Hann segir að ef horft er á vöru- skiptatölur sérstaklega, sé margt af þeim vörum sem fluttar eru inn nýttar í gjaldeyrisskapandi starf- semi. Morgunblaðið hefur undanfar- ið fjallað um aukinn innflutning bif- reiða. Stefán Broddi segir mikilvægt að horfa á hvernig aukinn innflutningur er fjármagnaður. Stór hluti aukins bifreiðainnflutnings sé vegna aukinna umsvifa í bílaleig- ustarfsemi hér á landi. Þeir bílar skili gjaldeyristekjum á meðan þeir eru í rekstri. „Ég hef ekki stórar áhyggjur af vöruinnflutningi til landsins um þessar mundir. Á móti honum kem- ur verulegur þjónustuútflutningur sem fjármagnar þennan innflutning á vörum og gott betur,“ segir hann. „Atvinnulífið þarf einfaldlega á heil- miklum vöruinnflutningi að halda til að viðhalda og skapa útflutnings- tækifæri.“ Meira flutt inn af húsgögnum Í nýlegri samantekt Rannsókn- arseturs verslunarinnar kveður við sambærilegan tón. Þar segir að mest aukning í júnímánuði hafi ver- ið í flokki húsgagna, eða 40,7% meira en á sama tíma og í fyrra miðað við fast verðlag. Ekki er óvarlegt að ætla að einhver hluti þeirra húsgagna hafi verið til að út- búa hótel og gistirými. Í samantektinni kemur jafnframt fram að söluaukning í svonefndum brúnum raftækjum, þar á meðal sjónvörpum, hafi í júní numið 32% frá júní í fyrra, miðað við fast verð- lag. Minni vöxtur var í veltu ann- arra raftækja. Brún raftæki eru samkvæmt hefðbundinni flokkun sjónvörp, út- vörp og tónspilarar af ýmsum toga. Eru þau nefnd brún til aðgreiningar frá hvítum raftækjum, sem eru þá ísskápar, frystar og þess háttar. Tekjuskapandi innflutningur Morgunblaðið/Ómar Raftæki Mörg þeirra rata í gististarfsemi og auka þannig gjaldeyristekjur.  Hluti innfluttra sjónvarpa og raftækja nýtt í gististarfsemi  Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af vöruinnflutningi að mati sérfræðings hjá Arion- banka Vöruskiptajöfnuður » Mismunurinn á andvirði út- fluttra og innfluttra vara til og frá landinu á ákveðnu tímabili. » Sé meira flutt út en inn er mismunurinn jákvæður og tal- að um afgang á vöruskiptum. » Sé meira flutt inn en út er hann neikvæður og talað um halla á vöruskiptum. Stefán Broddi Guðjónsson 19. júlí 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.74 122.32 122.03 Sterlingspund 161.01 161.79 161.4 Kanadadalur 93.95 94.51 94.23 Dönsk króna 18.066 18.172 18.119 Norsk króna 14.366 14.45 14.408 Sænsk króna 14.206 14.29 14.248 Svissn. franki 123.68 124.38 124.03 Japanskt jen 1.1518 1.1586 1.1552 SDR 168.94 169.94 169.44 Evra 134.4 135.16 134.78 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.2789 Hrávöruverð Gull 1326.15 ($/únsa) Ál 1682.0 ($/tonn) LME Hráolía 47.03 ($/fatið) Brent Viðskiptabankarnir þrír hafa ekki sömu sýn á þróun verð- lags á næstunni en gera þó allir ráð fyr- ir því að ársverð- bólgan lækki enn frekar undir 1,6%. Landsbankinn birti verðbólguspá sína í gær og spáir að vísitala neysluverðs lækki um 0,1% í júlí og að ársverð- bólgan verði 1,4%. Áður hafði Íslandsbanki birt spá um óbreytta vísitölu neysluverðs og þar af leiðandi 1,5% verðbólgu síðastliðna 12 mán- uði. Þá spáir Arion banki 0,2% lækk- un verðlags og að ársverðbólga verði 1,2% í júlí. Hagstofan mun birta júlí- mælingu vísitölu neysluverðs næst- komandi föstudag, 22. júlí. Spá minni verðbólgu Matvara Verðlag helst stöðugt.  Verðbólguspár bankanna 1,2%-1,4% afhenda okkur ekki þessi gögn og það vekur að sjálfsögðu spurn- ingar. Við viljum til dæmis fá að vita hvort allir þeir sem tóku þátt í síðari hluta ferlisins hafi einnig tek- ið þátt í fyrsta hluta samkeppn- innar. Við viljum sjá gögn því til staðfestingar og hvað var boðið,“ segir Aðalheiður. Kaffitár hefur frest fram á föstu- dag til að óska eftir því við sýslu- mann að frekari gögn verði afhent. Aðalheiður segir að þess verði kraf- ist. ses@mbl.is Í gögnum þeim sem Isavia boðsendi Kaffitári fyrir helgi í aðdraganda þess að Sýslumaðurinn á höfuð- borgarsvæðinu gerði aðför að þeim er ekki að finna þau gögn sem varða fyrsta hluta forvals sem fram fór í tengslum við úthlutun rekstr- arleyfa til veitingastaða og versl- ana í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þetta staðfestir Aðalheiður Héðins- dóttir, forstjóri og eigandi Kaffi- társ. „Í kjölfar sjö úrskurða og tveggja ára baráttu hefur Isavia ákveðið að Fengu ekki öll gögnin frá Isavia  Vilja vita hverjir tóku þátt frá upphafi Morgunblaðið/Golli Úrskurður Héraðsdómur Reykjavíkur skikkaði Isavia til að afhenda gögnin. Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 Opið virka daga kl. 10-18, ÚTSALA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.