Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 4
Bjarndýr sást í æðarvarpi við bæinn Hraun á Skaga 16. júní 2008. Ákveðið var að fanga dýrið og koma því aftur til upprunalegra heimkynna. Carsten Grøndal, yfir- læknir dýragarðsins í Kaupmannahöfn, var kall- aður til og kom hann með sérstaka örvabyssu til að skjóta deyfilyfi í björninn. Auk þess var rammgert búr til að geyma bangsa í flutt til Akureyrar með vöruflutningavél Icelandair Cargo. Aðstæður reyndust erf- iðar og óhægt um vik að koma örvabyssunni við. Hún var knúin þrýstilofti og dró ekki nema 30-35 metra. Einungis var stór björgunarþyrla til staðar og dýrið var statt í æðarvarpi og því þótti ekki vera verjandi að reyna að nálgast björninn á þyrlu. Björninn var mjög nálægt sjó og var talin hætta á að hann kynni að flýja til sjávar. Hefði hann gert það með deyfilyfið í sér hefði björninn get- að drukknað. Ekki þótti verjandi að taka þá áhættu að nálgast björninn gangandi með deyfibyssuna. Ákveðið var í samráði lögreglunnar og íslenskra dýralækna að fella björninn. Ekki kom því til þess að búrið væri notað. Það er enn geymt á Akureyri og er í umsjón Umhverfisstofnunar. gudni@mbl.is HVÍTABJARNARBÚRIÐ SEM KOM 2008 ER GEYMT Á AKUREYRIBAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Upplýsingar eru til um rúmlega 600 hvítabirni sem skráðir hafa verið hér á landi frá landnámi, að því er fram kemur á heimasíðu Náttúrufræði- stofnunar Íslands. Auk þess benda máldagar og örnefni til fleiri heim- sókna hvítabjarna sem engar frá- sagnir eru til um. Ekki er hlaupið að því að finna í fljótu bragði hve mörgum Íslending- um hvítabirnir hafa banað frá land- námi. Við snögga leit fundust þó til- vitnanir í tvær gamlar heimildir sem greina frá mannskæðum hvítabjörn- um. Þór Jakobsson veðurfræðingur- skrifaði grein á vef Veðurstofu Ís- lands, Um hafís fyrir Suðurlandi - frá landnámi til þessa dags. Þar vitn- aði hann m.a. í bók Þorvaldar Thor- oddsen „Árferði á Íslandi í þúsund ár“. Þar segir um árið 1321: „Óáran mikil á Íslandi og dóu menn víða af sulti. Ísar kringum Ís- land, hvítabjörn kom á land í Heljar- vík á Ströndum og drap 8 menn.“ Drap átta á Skaga Eflaust eru margar sögur af heim- sóknum hvítabjarna löngu týndar. Birnir heimsóttu oftast Strandir, Norðurland og Austurland og tengd- ust heimsóknir þeirra gjarnan hafís- komum. Komur þeirra á Suður- og Vesturland hafa verið mun fátíðari. Í grein Þóris Haraldssonar, líffræði- kennara við MA, og Páls Hersteins- sonar prófessors um hvítabirni (Ís- lensk spendýr, Vaka-Helgafell, 2004) segir m.a. að lengst af hafi heimsóknir hvítabjarna vakið ugg enda hafi fólk verið vanbúið til að verja sig fyrir þessari ógn. „Ekki eru þó heimildir um að hvítabirnir hafi drepið hér fólk síðan 1518. Um það ár má lesa í Skarðs- árannál: „Kom bjarndýr eitt mikið, rauðkinnungur, á land á Skaga í Skagafirði við Ásbúðartanga, og sá hvergi til íss af sléttlendi, en þó af háfjöllum. Það dýr var soltið mjög, mannskætt og grimmt; það deyddi 8 manneskjur, sem voru fátækar kon- ur með börnum er þar fóru, og vissu dýrsins ekki von. Dýr þetta braut niður alla hjalla á Skaga utan við Ketu, því það fann í sumum matföng handa sér. Þetta var um sumar- mál.“,“ segir í greininni. Drepa ekki nafna sína Undir lok 19. aldar lenti maður á Vestfjörðum fullnærri hvítabirni, fékk sár og dó af blóðeitrun að því er fram kom í viðtali við Þóri Haralds- son í Morgunblaðinu 2008. Hann sagði að oft hefði litlu mátt muna að birnir sködduðu menn. „Birnir drepa ekki nafna sína sam- kvæmt gamalli þjóðtrú. Þar sem hvítabjarna var helst von voru óvenjumargir karlar og piltar sem hétu Björn og Bjarni. Það var vernd- arráðstöfun.“ Samkvæmt ofangreindu eru heim- ildir fyrir því að hvítabirnir hafi ban- að a.m.k. 16 Íslendingum og einn til viðbótar dáið eftir viðskipti við hvíta- björn, eða alls 17 manns. Morgunblaðið/Björn Jóhann Hvalnes Myndarleg birna birtist skyndilega á laugardagskvöld og var felld. Hvítabirnir hafa banað a.m.k. 16 Íslendingum  Heimildir eru til um rúmlega 600 hvítabirni sem hafa komið hingað frá landnámi Heimsóknir hvítabjarna frá landnámsöld 1 4 8 13 Heimild: Náttúrufræðistofnun 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 Njóttu hálendisins Hvítabjörninn, sem felldur var við Hvalnes á Skaga síðastliðið laugardagskvöld, var fullorðin, meðalstór birna með mjólk í spenum sem þýðir að ekki er langt síðan húnn eða húnar fylgdu henni. Þetta kom fram í krufningu sérfræðinga á Til- raunastöðinni Keldum sem gerð var á sunnudaginn. Í tilkynningu frá Keldum og Náttúrufræðistofnun segir að birnan hafi verið mun feitari en þeir birnir sem hingað hafi synt undanfarin ár; um 30% af líkams- þyngd hennar hafi verið spik sem gefi til kynna að dýrið hafi nærst eðlilega undanfarna mánuði. Hún var 204 kíló að þyngd og 207 sm á hæð. Aldursgreina á birnuna með því að telja árhringi í tann- rótum hennar, en athuganir á tönnum geta einnig gefið aðrar mikilvægar upplýsingar um lífs- ferilinn, að því er fram kemur í tilkynningunni. Varðveita á bein og skinn Tekin voru fjölmörg sýni úr dýrinu og verður við rannsóknir á þeim m.a. leitað að styrk þrá- virkra klórkolefnissambanda, þungmálmum, styrk geislavirkra efna og mótefnum gegn veirum. Margvísleg vefjasýni voru tekin til vefjameinafræðilegra rann- sókna og sníkjudýra verður leitað í meltingarvegi birnunnar. Í tilkynningunni segir að fyrir- hugað sé að súta skinn birnunnar og hreinsa bein hennar og haus- kúpu á Náttúrufræðistofnun þar sem til stendur að varðveita beinagrindina. Hvalnes-birnan Hún var felld á laugardagskvöldið og síðan krufin.  Ýmsar rannsóknir eru fyrirhugaðar á Hvalnes-birnunni Birnan vel á sig komin Nýjasta höfuðgæs Blönduósbúa, grágæsin Blanda, hefur fengið sinn eiginn gervihnattarsendi svo hægt verður að fylgjast með ferðum hennar næstu tvö árin. Hún var merkt ásamt 112 öðrum gæsum á Einarsnesi við Blöndu í gær með bókstafnum B, en 16 ár eru síðan gæsir voru merktar síðast á Blönduósi. Ein gæs úr þeim hópi skilar sér enn á heimaslóðir og skil- ar jafnvel enn ungum. Jón Sigurðsson birtir mynd af eð- algæsinni Blöndu og gæsasérfræð- ingnum Arnóri Þóri Sigfússyni á Facebook-síðu sinni í gærkvöld. Í bakgrunni má sjá hvernig öðrum gæsum hefur verið smalað saman og appelsínugula merkinguna á hálsi þeirra. Gæsin Blanda verður í beinni Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Blönduós Dr. Arnór Þórir Sigfússon heldur á Blöndu með hálsbandið.  Grágæsir voru merktar á Blönduósi Búrið Ekki kom til þess að það væri notað árið 2008. Björninn var felldur 17. júní. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tilraunin til að bjarga birn- inum á Hrauni tókst ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.