Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Valsmenn hf., félag í eigu Knatt- spyrnufélagsins Vals og 400 stuðn- ingsmanna Vals, hefur selt tvær lóðir sínar á Hlíðarenda í Reykja- vík. Tvö félög í eigu Sigurðar Sig- urgeirssonar í Járnbendingu keyptu lóðirnar. Fyrirhugað er að um 600 íbúðir rísi á Hlíðarendasvæðinu en þar verður einnig aðstaða fyrir at- vinnustarfsemi. Hæstiréttur felldi fyrir nokkru dóm um að svonefndri neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar skyldi lokað, en deilur um brautina höfðu tafið uppbyggingu Valsmanna. Mikill áhugi á lóðunum Að sögn Brynjars Harðarsonar, framkvæmdastjóra Valsmanna hf., er önnur lóðanna alveg tilbúin. „Það er búið að loka flugbraut- inni endanlega og allt frágengið í sambandi við það. Önnur seldu lóð- anna er alveg tilbúin og búið að koma fyrir jarðvegspúðum. Hin er alveg að verða tilbúin. Nú eru að hefjast framkvæmdir á þriðju lóð- inni og verið að setja upp vinnubúð- ir í vikunni,“ segir hann. Á þeim lóðum sem hafa verið seldar er annars vegar gert ráð fyr- ir íbúðarhúsi með atvinnustarfsemi á fyrstu hæð og hins vegar íbúðar- húsi, en í deiliskipulagi segir að þar gætu verið litlar íbúðir fyrir náms- menn. Alls er gert ráð fyrir átta lóðum á uppbyggingarsvæðinu á Hlíð- arenda. Brynjar segir mikinn áhuga á þeim og uppbyggingunni. „Ég held við gætum verið búnir að selja fjórar stærstu lóðirnar ef við vildum. Það er mikill áhugi hjá byggingarfélögum og fjárfestum,“ segir hann. Fyrstu íbúðirnar verða seldar eftir átján mánuði og áætlað er að uppbyggingu á svæðinu öllu verði lokið eftir sex til átta ár. Reisa ný íþróttamannvirki Kaupverð hinna tveggja keyptu lóða er trúnaðarmál að sögn Brynj- ars, en hagnaður af sölunni verður notaður til uppbyggingar íþrótta- mannvirkja Vals við Hlíðarenda. Ákveðið hefur verið að reisa knatthús við hlið aðalknatt- spyrnuvallar Vals, en aðspurður segir Brynjar að knatthúsið verði að fullu fjármagnað með sölu lóð- anna. „Við nýtum afraksturinn til upp- byggingar íþróttamannvirkja á Hlíðarenda. Ekki aðeins knatthúss- ins, heldur líka annarra verkefna,“ segir hann. Forbyggingar verða byggðar við knatthúsið, byggt verður við íþróttahús Vals sem fyrir er þannig að tengt verði milli gamla íbúðar- hússins að Hlíðarenda og fjóssins. Íbúðir verða einnig byggðar á svæðinu af hálfu Valsmanna og að- staða fyrir sjúkraþjálfun. Tvær lóðir þegar seldar á Hlíðarenda  Valsmenn staðgreiða nýtt knatthús með andvirði lóðanna Hlíðarendi Alls verða átta lóðir undirlagðar nýbyggingum á Hlíðarenda. Tvær lóðir hafa verið seldar og munu þær hýsa íbúðir og atvinnustarfsemi. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Þrjú skemmtiferðaskip voru í Sundahöfn í gær. Með þeim komu rúmlega 5.600 farþegar. Mein Schiff 4 er stærst skipanna, 99.430 brúttótonn með 2.504 far- þega, Crystal Symphony er 51.044 tonn með 2.050 farþega og Deutsch- land er 22.496 tonn með 960 far- þega. Tvö af skipunum létu úr höfn í gærkvöldi. Eitt skipanna, Mein Schiff 4, var að koma til hafnar í Reykjavík í fyrsta skipti. Skipið var byggt í Turku í Finnlandi og það fór í jómfrúarferðina í júní 2015. Skipið er skráð á Möltu og er eigandi þess Tui Cruises. Mein Schiff er 293,2 metrar að lengd og 42,3 m að breidd. Það er venjan hjá Faxaflóa- höfnum að taka á móti nýjum skip- um með því að fara um borð og af- henda skipstjóranum skjöld til minningar um fyrstu komuna hing- að. Fór Erna Kristjánsdóttir, mark- aðsstjóri Faxaflóahafna, um borð í Mein Schiff í gær. Í frétt á heimasíðu Faxaflóahafna er vitnað í fréttablaðið Cruise Ind- ustry News. Þar kemur fram að Tui Cruises hafi náð að minnka eldsneyt- iseyðslu verulega á milli ára. Skipa- félagið hefur náð þessum árangri með því að skipuleggja ferðaáætlun sína á hagkvæman hátt, sigla hægar yfir og notað þá orkutækni sem er uppsett í nýju skipunum þeirra, Mein Schiff 3 og Mein Schiff 4. „Þetta er í samræmi við þá umhverf- isstefnu sem Faxaflóahafnir vilja hafa að leiðarljósi í framtíðinni fyrir skemmtiferðaskip sem koma til hafnarsvæða Faxaflóahafna, segir í fréttinni. Á föstudaginn kemur annað skemmtiferðaskip í fyrstu ferðina til Reykjavíkur. Það heitir Zuiderdam, er 82.305 brúttótonn og um borð eru 1.848 farþegar. Skipið var tekið í notkun í desember 2002 og er það skráð í Hollandi. Alls koma sex skemmtiferðaskip fyrstu ferðina til Reykjavíkur í sumar. 5.600 farþegar á þremur skipum  Annríki í móttöku skemmtiferðaskipa í gær  Von á sex skipum í sína fyrstu ferð til Reykjavíkur Morgunblaðið/RAX Sundahöfn Tvö stór skemmtiferðaskip við bryggju í gær, Crystal Symphony og fyrir aftan það Mein Schiff 4. Fremst siglir Viðeyjarferjan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.