Morgunblaðið - 19.07.2016, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 19.07.2016, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 Þriðju tónleikarnir í tónleikaröðinni Kex+KÍ- TÓN verða haldnir annað kvöld á Kex hosteli og munu Soffía Björg og Boogie Trouble stíga þar á svið. Soffía Björg gaf út sitt fyrsta smáskífulag „Back & Back Again“ síðastliðið haust. Soffía Björg hefur nýlokið hljóðvers- vinnu á komandi plötu með tónlistarfólkinu Ingibjörgu Elsu, Kristofer Rodriguez og Pétri Ben ásamt breska upptökustjóranum Ben Hillier. Ben hefur komið víða við og hef- ur unnið með nöfnum á borð við Blur, Suede, Depeche Mode, Balthazar og Elbow svo nokkur séu nefnd. Diskóboltana í Boogie Trouble þarf vart að kynna en dansvænir tón- ar sveitarinnar munu eflaust kitla iljar við- staddra. Tónleikarnir verða í innri sal Kex, Gym og Tonic-salnum svokallaða, og hefst fjörið stundvíslega klukkan 21. Soffía Björg og Boogie Trouble á Kex Skapandi Von er á nýrri hljómplötu frá Soffíu Björg. Mynd- og tónlistarmaðurinn Sigtryggur Berg Sigmarsson kemur fram í Mengi í kvöld klukkan 21 ásamt kanadísku hljóðlistakon- unni crys cole. Sigtryggur Berg hefur ásamt Helga Þórssyni verið meðlimur Still- uppsteypu frá því hljómsveitin var stofnuð árið 1990 og hefur síðan verið í framvarð- arsveit íslenskrar raftónlistar- og til- raunasenu, gefið út fjölda platna og komið víða fram eins og segir í tilkynningu. Crys cole hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli fyrir fíngerða og ofurnæma hljóðlist sína og hljóðinnsetningar þar sem gælt er við lágtíðni og hljóð á mörkum hins heyranlega. Hún hefur m.a. sýnt og komið fram í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Japan og Taílandi. Ofurnæm hljóðlist í Mengi í kvöld Frumlegt Sigtryggur Berg kemur fram auk crys cole. TWIN LIGHT gardínum Betri birtustjórnun með Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. 40 ára Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku Það getur ekki verið helbertilviljun að ástvinir Egils,sem er friðsamur eldhús-innréttingasmiður, óvirkur alki og tónlistarmaður í hjáverkum, fara skyndilega að týna tölunni. Enda er það ekki svo, því dauðs- föllin tengjast illri meðferð á tveim- ur ungum drengjum í sjávarþorpi fyrir mörgum áratugum og áratug- um síðar koma ófyrirséðar afleið- ingar þessa atburðar í ljós. Í bók Ingva Þórs Kormákssonar, Níunda sporið, er fjallað um morð, ofbeldi og hefnd, en einnig íslensk- an veruleika og flókin örlög. Hvern- ig eitt getur leitt af öðru þangað til út í ógöngur er komið og ekki verð- ur aftur snúið. Nafn bókarinnar er komið úr tólf spora meðferðarfræðinni, sem m.a. er notuð í meðferð við alkóhólisma. Þar er níunda sporið spor fyrirgefn- ingarinnar og þeir sem stíga þetta spor hafa samband við þá sem þeir hafa skaðað og bæta fyrir brot sín og lagfæra þannig það sem úrskeið- is fór í fortíð- inni. Þetta verður þó ekkert sér- stakt heilla- spor fyrir Eg- il, því þegar hann tekur þetta spor hefur það ör- lagaríkar af- leiðingar sem hann hefði aldrei órað fyrir. Reyndar er áfeng- issýki nokkuð fyrirferðarmikill þátt- ur í bókinni og afleiðingum hennar er lýst af talsverðu innsæi. Einna bestu hlutar bókarinnar eru þar sem fjallað er um ömurlegt ástand Egils þar sem hann er illa kvalinn af Bakkusi og einnig hvernig hann þróar með sér áfengissýki í gegnum tíðina. Annars er hefndin gegnum- gangandi þráður í bókinni og það liggur síður en svo í augum uppi hver hefnandinn er eða hvað honum gengur til, því Ingva Þór tekst ágætlega að villa um fyrir lesand- anum, leiða hann um ýmsar króka- leiðir og láta hann halda að einhver allt annar sé að verki. Þetta er fyrirtaks hugmynd að glæpasögu og margt er prýðilega gert í Níunda sporinu, en frásögnin hefði að ósekju mátt vera hraðari og markvissari, því sagan er ágæt og hefði vel borið það. Morgunblaðið/Eggert Spenna Í bók Ingva Þórs er tekið á íslenskum veruleika og flóknum örlögum. Ófyrirséðar afleiðingar Skáldsaga Níunda sporið mnn Eftir Ingva Þór Kormáksson. Sögur útgáfa 2016. 333 blaðsíður. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.