Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 WOW air flaug sitt fyrsta flug til Edinborgar í fyrradag. Flogið verð- ur til borgarinnar tvisvar í viku, á miðvikudögum og sunnudögum, út október. Í fréttatilkynningu frá WOW air er haft eftir Skúla Mogensen, stofn- anda og forstjóra fyrirtækisins, að hann sé afar ánægður með þessa viðbót við áfangastaði WOW air, sem nálgist nú þriðja tuginn. „Þessi borg hefur heillað margan ferða- manninn í gegnum tíðina enda ein- kennist hún bæði af litríkri menn- ingu og einkar gestrisnu fólki,“ segir Skúli í tilkynningunni. Þar er einnig haft eftir Gordon Dewar, framkvæmdastjóra Edin- borgarflugvallar, að Ísland sé áfangastaður sem njóti síaukinna vinsælda meðal skoskra ferða- manna. Skoskur sekkjapípuleikari í full- um skrúða tók á móti farþegum úr jómfrúarfluginu og spilaði skosk þjóðlög. WOW air flýgur til Edinborgar  Enn bætist í hóp hátt í 30 áfangastaða Ljósmynd/Wow air Í Edinborg Skoskur sekkjapípuleik- ari tók á móti flugvél WOW air. Í almennu umferðareftirliti við Hvolsvöll síðastliðinn laugardag stöðvaði lögreglan á Suðurlandi ökumann fólksbíls, en ástæða þótti til að kanna hvort farþegi í bílnum væri með fíkniefni. Hann leyfði leit á sér og í vasa hans fannst lítið súkkulaðiegg sem innihélt hvítt duft sem grunur lék á að væri fíkni- efni. Efnið var haldlagt og verður sent í rannsókn. Maðurinn var yfirheyrður og lát- inn laus að því loknu. Með meint fíkniefni inni í súkkulaðieggi Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 Hjá okkur færð þú ótrúlegt úrval af hágæða þýsku harðparketi frá Parador, Krono Original og Meister. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Þýskt harðparket GÆÐI ALLA LEIÐ Þrjú kynferðisbrot voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu um síðustu helgi. Þetta staðfesti Árni Þór Sig- mundsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn, í samtali við mbl.is í gær, en gat ekki veitt upplýsingar um hvers eðlis málin eru. Að sögn Árna voru málin öll kærð og sagði hann þau nú vera í rannsókn. Þrjú kynferðisbrot kærð um helgina „Íslenski fjárhundurinn er þjóðar- arfur sem okkur ber að varðveita,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, for- maður Hundaræktarfélags Íslands, en í gær var Dagur íslenska fjár- hundsins haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn víðsvegar um land. Þegar kom að því að ákveða dag- setningu þessarar hátíðar var fæð- ingardagur Íslandsvinarins sir Marks Watson, sem fæddist 18. júlí 1906, fyrir valinu, en hann er talinn hafa bjargað íslenska fjárhundakyn- inu frá því að deyja út. Á árunum 1955 til 1960 lét Watson safna saman nokkrum íslenskum hundum, flutti þá úr landi og hreinræktaði erlend- is. Er talið að ef ekki hefði verið fyr- ir þetta framtak hefði kynið getað dáið út með öllu. „Við eigum honum því mikið að þakka,“ segir Herdís. Meðal þess sem fram fór á hátíð- inni var málþing í Þjóðminjasafni Ís- lands, en einnig gengu íslenskir fjár- hundar og eigendur þeirra um hina ýmsu staði á landinu, m.a. í kringum Tjörnina í Reykjavík og um miðbæi Akureyrar og Ísafjarðar. Haldið var upp á dag fjárhundsins Morgunblaðið/Styrmir Kári Hvuttar Íslenski fjárhundurinn þykir mörgum snoppufríður, en þessi hópur gekk í kringum Tjörnina í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.