Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Jóhannes Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Strætó bs., segir það ekki vera forgangsverkefni hjá fyrirtækinu að setja upp flagg- stangir á nýja vagna Strætó bs. en fyrirspurn kom nýverið frá fulltrúum Sjálf- stæðisflokks í borgarráði Reykjavíkur hvort ekki væri ástæða til þess að taka upp þann sið að vagnar Strætó flaggi á hátíðardögum. Jóhannes segir að þetta sé ein- faldlega of kostnaðarsamt. Gróflega áætlað myndi uppsetning og kaup á flaggstöngum, fánum og festingum kosta um 7 milljónir króna, en engir nýju vagnanna hjá Stætó eru með slíkar flaggstangir. „Við erum í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, og erum auð- vitað undir aðhaldi, eins og önnur fyrirtæki í sveitarfélagarekstri. Við teljum því ekkert lag vera fyrir hendi að ráðast í slíkar fram- kvæmdir,“ sagði Jóhannes í samtali við Morgunblaðið í gær. Í minnisblaði sem Jóhannes tók saman vegna fyrirspurnar borg- arfulltrúanna kemur fram að auk stofnkostnaðar upp á 7 milljónir króna, komi til kostnaður vegna við- halds og þess að setja flöggin á vagnana. Ekki sé gert ráð fyrir slíkum kostnaði í samningum við verktaka sem keyra á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem reynslan hafi sýnt að um 10% afföll verði á fánum við hvern notkunardag og því þyrfti að fjárfesta reglulega í fánum. Jóhannes segir að svona fyr- irspurn hafi komið fram reglulega í borgarstjórn Reykjavíkur í gegnum árin, því á tímabili Strætisvagna Reykjavíkur hafi slíkar fánastangir verið á vögnum SVR. En vagnar í dag í eigu Strætó bs. hafi ekki verið keyptir með slíkum útbúnaði og ekki standi til að breyta því. Ekki flaggað á vögnum Strætó Morgunblaðið/Þórður Strætó Ekki stendur til að setja flaggstangir á vagnana hjá Stætó bs. og er bæði stofnkostnaður, viðhaldskostnaður og 10% afföll af fánum skýringin.  Kostnaðurinn sagður of mikill Jóhannes Rúnarsson Trjágróður hefur tekið vel við sér í hlýindum undanfarinna ára. Nýlega sögðum við frá því að til stæði að fella tré í Öskjuhlíð í þágu flugstarfsem- innar á vellinum. Borgin og Isavia ætla að gefa sér sumarið til að fara betur yfir stöðuna á trjánum í Öskju- hlíð. Ekki er búið að tímasetja þær aðgerðir en þær gætu orðið með haustinu. En vandamálið er ekki einskorðað við Öskjuhlíðina, því trén í Hljóm- skálagarðinum hafi vaxið svo mikið, að þau eru farin að nálgast aðflugs- línuna inn á norður/suður-flugbraut- ina. Í Hljómskálagarðinum snýst þetta um örfáar aspir sem mögulega mætti lækka en yrðu að öðrum kosti felldar að sögn Þórólfs Jónssonar, deildar- stjóra náttúru og garða hjá Reykja- víkurborg. Fram hefur komið hjá Árna Gunn- arssyni, framkvæmdastjóra Flug- félags Íslands, að hæð trjánna í Öskjuhlíð hafi í einstaka tilfellum haft áhrif á flutningsgetu flugvéla félags- ins og ekki hafi verið hægt að taka með alla farþega sem annars hefðu farið í flugið. Þetta gerist sem betur fer ekki oft, en við vissar aðstæður skapi trén vandamál. Trjárækt hófst í Öskjuhlíð um 1950 að frumkvæði borgaryfirvalda. Varla hefur hvarflað að frumkvöðlunum þá að trén ættu eftir að hafa áhrif á flug- starfsemina á Reykjavíkurflugvelli áratugum síðar. sisi@mbl.is. Aspir farnar að trufla flugumferð  Trén í Hljómskálagarðinum hafi vaxið svo mikið að þau eru farin að nálgast aðflugslínuna inn á norð- ur/suður-flugbrautina  Örfáar aspir sem mögulega mætti lækka en yrðu að öðrum kosti felldar Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugbrautin Aspirnar í Hljómskálagarðinum blasa við þegar horft er þangað af norður-suður flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Aðflugsljós í forgrunni. „Við erum á leið með málið fyrir gerðardóm og sendum héraðsdómi Reykjaness bréf þess efnis í dag,“ sagði Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV, við mbl.is í gær. Fyrirtækið lagði niður störf við byggingu kís- ilvers í Helguvík fyrir United Silicon í síðustu viku vegna vanefnda sem ÍAV segir að nemi allt að milljarði króna. Gerðardómurinn er samnings- bundinn en Sigurður segir United Silicon ekki hafa sinnt því að skipa sinn fulltrúa í dóminn. „Gerðardómur er þannig að hvor aðilinn um sig skipar einn mann og þeir koma sér saman um þriðja manninn sem er oddamaður. Við er- um búnir að skipa okkar mann fyrir nokkru síðan en þeir hafa ekki sinnt þessu eða sýnt vilja til að koma þessu áfram. Þá höfum við það úrræði að við getum snúið okkur til héraðs- dóms um að hann skipi þriðja mann,“ sagði Sigurður. ÍAV er nú að pakka saman starf- semi sinni í Helguvík. „Það sem er að gerast núna er að við erum að halda áfram að taka saman okkar hafur- task. Við erum að fjarlægja vinnu- búðir og koma okkur í burtu,“ segir Sigurður. bmo@mbl.is ÍAV fer með meintar vanefndir í gerðardóm  Héraðsdómur beðinn að skipa þriðja mann í gerðardóm Morgunblaðið/Árni Sæberg Helguvík ÍAV er hætt að vinna að byggingu United Silicon í Helguvík. Undanfarin tvö ár hefur orðið vart við rottur í efri byggðum höfuð- borgarsvæðisins, það er í Breið- holti og Árbæ. Þetta segir Guð- mundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna Reykjavík- urborgar. „Lengi vel var þetta þannig að rottur sáust hvorki í Breiðholti né Árbæ. En ætli það séu ekki tvö ár síðan maður fór að heyra af þessu. Þá voru bilaðar lagnir uppi í Árbæ og líka í Neðra-Breiðholtinu, og menn voru að mynda lagnirnar, og þá sáu þeir í dýr,“ segir Guð- mundur. Ástand lagna skiptir máli í þessu sambandi. Séu þær í lagi verði menn ekki varir við meindýrin. „Þetta getur verið þarna niðri án þess að það nái að komast upp á yfirborðið. Í þessum nýju hverfum eiga lagnir að vera það góðar að þær eiga ekki að geta komist þar út, þó þær hafi kannski komið sér fyrir í lögnunum,“ segir Guð- mundur. sh@mbl.is Farið að bera á rott- um austan Elliðaáa Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Þurrkur í augum? Thealozaugndropar Fæst í öllum helstu apótekum. Ég var mjög slæm af augnþurrki án þess að gera mér grein fyrir því. Þar sem ég var með nóg af tárum datt mér ekki í hug að tengja það við aunþurrk. Alltaf með lekandi tár í kulda, og smá vind. Systir mín ráðlagi mér að prufa Thealoz því hún hafði mjög góða reynslu af þeim. Eiginlega bara strax varð ég allt önnur og er hætt að vera með táraflóð og finna fyrir þessari sandtilfinningu. Erla Óskarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.