Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 23
legt að hafa þau nálægt og geta leitað til þeirra og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Þó samveru- stundum hafi fækkað hin síðari ár þá voru það alltaf gæðastundir sem við munum minnast með hlý- hug alla tíð. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varstu kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima, mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Við vottum Margréti og fjöl- skyldu hennar okkar dýpstu sam- úð. Camilla Ólafsdóttir og fjölskylda. Í dag kveð ég frænda minn Gumma Jón. Það var mér alltaf mikið til- hlökkunarefni að fara vestur til afa og ömmu á sumrin. Fyrir borgarbarnið var ómetanlegt að komast í snertingu við sveitina og sjávarlífið. Gummi Jón var stór hluti af þessari upplifun, hann sex árum eldri var þessi „stóri frændi“ sem maður leit upp til. Ég fékk að deila herbergi með honum og við sváfum út á sunnudögum. Ég fékk að nota leikföngin hans, bátinn, lyftarann og meira að segja flotta DBS-hjólið með ban- anahnakknum og gírstönginni. Allt hans dót var eins og nýkomið úr búðinni og ég fékk skýr skila- boð um hvernig átti að umgangast dótið. Það var oft komið við í smiðjunni og Gummi Jón þá gjarnan heimsóttur, rölt saman í hádegismat og spiluð mylla á eftir. Gummi Jón hafði stórt hjarta, stutt í glens og gaman en gat líka stundum verið harður í horn að taka. Takk fyrir allt, Gummi, ég kveð þig með söknuði. Margréti og fjölskyldu votta ég samúð mína. Kveðja, Matthías Jónasson. Erfitt er að hugsa sér tilveruna án Guðmundar Jóns vinar míns. Við kynntumst haustið 1975. Báðir að byrja í Menntaskólanum á Ísafirði og vinsælustu plöturnar Night at the Opera með Queen og One of these Nights með Eagles. Jón Baldvin og Bryndís réðu ríkj- um og lífið var tekið hæfilega al- varlega. Það var strax ljóst að við Guðmundur yrðum vinir og á inn- an við hálftíma höfðum við stofnað hljómsveit. Guðmundur var fá- dæma músíkalskur; liðtækur bassaleikari og góður tenór (aðal- söngvari). Hljómsveitin lifði í rúmt ár og náði að „krúsa“ við hóf- legan orðstír um Vestfirði sumar- ið 1976. Líklegt er að við höfum skemmt okkur best sjálfir. Menntaskólaárin voru frábær tími og Guðmundur áberandi innan skólans, en hann var meðal annars formaður nemendafélagsins. Strax á öðru ári í menntaskóla kynntist hann Margréti sinni og var öllum ljóst hvert stefndi. Í hartnær fjörutíu ár hafa þau verið elskuvinir og miklir félagar og er missir hennar mikill. Eftir framhaldsnám lágu leiðir okkar aftur saman og vorum við Margrét kona mín í góðu sam- bandi við þau hjónin. Samveru- stundirnar voru einstaklega skemmtilegar. Þar stendur þó upp úr heimsókn til þeirra á æsku- heimili Guðmundar á Þingeyri, sem fengið hefur að halda sér nær óbreytt. Skoðunarferð í smiðju föður hans, þar sem tíminn hefur einnig staðið í stað og ökuferð um eyrina í Saab 1970 árgerð. „Sexari að hætti Dýrfirðinga“ fylgdi í kjöl- farið, gamlar vínylplötur voru settar á plötuspilara og Guðmund- ur í essinu sínu. Fyrir tæpum þrjátíu árum stofnuðum við nokkrir félagar úr menntaskóla veiðifélag sem fer til árlegra stangveiða. Fyrir valinu verða yfirleitt veiðilitlar ár þannig að ekki þurfa menn að hafa sam- viskubit þó veiðin sé ekki alltaf í forgangi en því meiri áhersla á mat, drykk og að njóta samver- unnar. Þrátt fyrir það höfum við aldrei komið fisklausir. Fé- lagsskapur Guðmundar í þessum ferðum hefur verið óborganlegur, skopskyn hans og frásagnargáfa hafa notið sín til fulls og oft haldið fyrir okkur vöku. Guðmundur Jón var einstakur maður og stórbrotin persóna. Hann var í senn húmoristi, alvöru- gefinn, foringi, nákvæmur, stór- skemmtilegur og góður félagi. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og annarra. Hann hafði sterk- ar skoðanir á mönnum og málefn- um og mjög áhugasamur um þjóð- mál almennt. Hann lá ekki á skoðunum sínum. Fjarri fór að við værum alltafa sammála og tók- umst við oft hressilega á án þess að það kæmi niður á vináttu okk- ar. Umfram allt var Guðmundur mikill fjölskyldumaður – Margrét, synirnir Matthías og Henrý og fjölskyldur þeirra voru honum allt. Nú er skarð fyrir skildi og er Guðmundar sárt saknað. Við Mar- grét erum þakklát fyrir samfylgd- ina við Guðmund og vottum Mar- gréti og fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Haukur Oddsson. Mig langar í fáum orðum að minnast Guðmundar Jóns Matt- híassonar sem ég kynntist fyrir um 15 árum þegar ég var að taka mín fyrstu skref í atvinnurekstri. Við Guðmundur hittumst á fundi þar sem ýmis mál tengd málmiðn- aði voru rædd. Við náðum strax vel saman og því gladdi það mig mikið þegar leiðir okkar lágu aftur saman í félagsskap sem kennir sig við RoundTable. Þeir eru ófáir skemmtilegu fundirnir í Round- Table í gegnum tíðina þar sem Guðmundur fór alveg á kostum með skemmtilegum sögum bæði af sjálfum sér og öðrum. Á ákveðinn hátt áttum við Guð- mundur margt sameiginlegt og þar má einna helst nefna mennt- un, starfsframa og atvinnurekstur en Guðmundur var meirihlutaeig- andi í Optimar Ísland ehf. frá árinu 2003 og starfaði hann þar sem framkvæmdastjóri í meira en 20 ár. Fyrir utan RoundTable- fundi héldum við Guðmundur allt- af ákveðnu sambandi og verður hittingurinn sem ég átti með hon- um fyrir rétt rúmu ári mér æv- inlega ofarlega í huga en þá settist ég fyrir framan skrifborðið hjá Guðmundi, hann stóð upp úr skrif- borðsstólnum, lokaði hurðinni á skrifstofunni, settist og sagði: Freyr, ég var að greinast með ill- vígt krabbamein. Þetta var erfið stund enda þekki ég sjúkdóminn af eigin raun. Mér er þó ofarlega í huga æðruleysi Guðmundar og hversu skipulagður sóknarleikur hans var gangvart veikindunum. Ég fylgdist mjög náið með Guð- mundi síðasta árið enda hittumst við reglulega til að ræða ýmis rekstrarmál og vil ég með þessum orðum mínum því þakka Guð- mundi fyrir góðar stundir undan- farin ár og um leið senda eigin- konu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Til þín, Guðmundur, þá þakka ég góða vináttu og það traust sem þú sýndir mér og nú veit ég að all- ar þrautir þínar eru liðnar. Freyr Friðriksson, eigandi Optimar KAPP ehf. Þegar góður vinur hverfur á braut hverfur hluti af manni sjálf- um. Það hafa vinir Guðmundar Jóns Matthíassonar fundið þá daga sem liðið hafa frá því að hann kvaddi þetta jarðlíf. Það var góður hópur ungmenna sem hóf nám við Menntaskólann á Ísafirði haustið 1975. Í þeim hópi var myndarlegur drengur sem al- inn var upp í háborg Dýrafjarðar, Þingeyri. Þrátt fyrir fjölmargar ferðir mínar til Þingeyrar í æsku vissi ég ekki hver hann var þegar þarna var komið. Hann sagðist síðar ekki skilja það því þá hafi hann verið á hátindi íþróttaferils síns og hafði, að eigin sögn, nýver- ið sigrað Jón Oddsson í sprett- hlaupi á héraðsmóti HVÍ á Núpi. Ég hef aldrei þorað að spyrja Jón frænda minn að sannleiksgildi sögunnar. Þessi litla saga Guð- mundar Jóns lýsti honum hins vegar mjög vel. Gamansamur og átti ekki síst auðvelt með að gera grín að sjálfum sér. Gummi Jón tók námið af festu eins og öll sín verk. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að hann næði árangri á öðrum sviðum. Hann kom sér á brún heims- frægðar á Vestfjörðum með spila- mennsku í hinni víðfrægu skóla- hljómsveit Melgrasi, sem náði hápunkti frægðar sinnar með balli í Birkimel á Barðaströnd. Mesta afrekið hans var þó að á þessum árum kynntist hann stúlkunni úr Bolungarvík, Margréti, og þá varð ekki aftur snúið. Skömmu eftir að þessi hópur hafði lokið námi hafði annar geng- inn Dýrfirðingur, Guðmundur Jónas, frumkvæði að því að kalla nokkra þeirra saman til árlegra veiðiferða. Þær ferðir hafa verið í föstum skorðum í rúma þrjá ára- tugi og þar átti Gummi Jón stóran þátt. Vináttan dýpkaði og þessi litli hópur hefur haldið þétt saman og svo verður áfram þó fátæklegri sé hópurinn sannarlega þegar tveir þeirra eru nú horfnir á braut. Veiðin sjálf var ekki aðalmálið heldur samveran. Það var öllum mikið áfall þegar Gummi Jón greindist með þann sjúkdóm sem nú hefur lagt hann að velli. Hann tók því áfalli eins og hverju öðru verkefni og leysti það vel af hendi. Þar kom styrkur hans best í ljós. Festa hans og hraustleiki skapaði honum dýr- mætan tíma sem hann nýtti vel. Stappaði stálinu í okkur vini sína. Hann lifði lífinu lifandi. Við sem eftir stöndum minnumst hans best með því að tileinka okkur lífs- gildi hans. Elsku Margrét, Matthías, Henrý og aðrir aðstandendur Guðmundar Jóns. Við Dagrún sendum ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Halldór Jónsson. „Kæru vinir, fundinum hefur óvænt borist bréf.“ Guðmundur Jón Matthíasson kvaddi sér hljóðs á aðalfundi B í félagsskapnum Ro- und Table 2. Guðmundur las fyrir okkur þessi óvæntu bréf gaum- gæfilega, enda voru þau oft á tíð- um á erlendu tungumáli og ekki hlaupið að því að þýða þau svo innihaldið kæmist skammlaust til skila. Þýðingar hans voru snilld- arvel gerðar eins og raunar allt það sem hann tók sér fyrir hend- ur, og voru í þessum bréfum æv- inlega góð tíðindi fyrir okkur fé- lagana. Það er erfitt að sjá á eftir Guð- mundi Jóni félaga okkar þegar hann er nú kallaður burt frá okkur á besta aldri. Hjá okkur félögum hans í Round table 2 sitja eftir góðar minningar um góðan vin frá þeim stundum sem við áttum með honum á fjölmörgum fundum og uppákomum. Guðmundur var spaugsamur og hafði næma kímnigáfu sem hann notaði óspart okkur til mik- illar ánægju. Hann var fastur fyrir á sínum skoðunum sem hann hafði miklar á málefnum líðandi stund- ar og var ekki maður mikilla mála- miðlana. „Þrumuferðir “ sem við fé- lagarnir fórum saman í voru margar ógleymanlegar og átti Guðmundur Jón drjúgan þátt í því að gera þær eftirminnilegar. Ógleymanlegt er t.d. þegar hann skipaði þeim sem höfðu verið að matbúa með honum í einni þrumu- ferðinni að fara fram í borðsal og bíða matarins, hann og Jónas skyldu bera fram matinn svo eftir væri tekið. Þegar sósan sem ég hafði nostrað við að gera í tvo tíma var borin fram „sjálflýsandi græn á litinn“, kannaðist hann ekkert við hvað hafði gerst með sósuna á leiðinni úr eldhúsinu. Ég veit að ég mæli fyrir hönd okkar félaga hans í Round Table 2 að það voru forréttindi að fá að kynnast Guðmundi Jóni og eiga hann sem félaga, fyrir það ber að þakka. Guð styrki Margréti og synina í þeirri sorg sem það er að missa góðan eiginmann og föður. Pálmar Þórisson. Ég lít á það sem forréttindi að hafa fengið að vinna með Guð- mundi Jóni í 22 ár. Það var ein- staklega gott að vinna með hon- um, hann var traustur, skipulagður og hafði mikla leið- togahæfileika, en var jafnframt skemmtilegur og félagslyndur og var umhugað að halda góðum fé- lagsanda innan fyrirtækisins. Guðmundur var véltæknifræðing- ur að mennt og lagði gífurlega mikinn metnað í að skila allri vinnu með fagmannlegum vinnu- brögðum. Það var mikið áfall þegar Guð- mundur greindist með krabba- mein í byrjun síðasta árs og ljóst var að meinið var búið að breiðast víða um líkamann. Guðmundur tókst á við sjúkdóminn af miklu æðruleysi og yfirvegun og það lýs- ir Guðmundi vel að hann fór strax að vinna að málum sem hann vildi ljúka af á meðan hann hefði orku og heilsu til, bæði gagnvart fjöl- skyldu sinni og fyrirtæki, alltaf jafn skipulagður. Ég sendi innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldu Guðmundar, þeirra missir er mikill. Guðmund kveð ég með söknuði og þakka samfylgdina. Valgerður Jónsdóttir. Fallinn er frá langt fyrir aldur fram vinur okkar og félagi Guð- mundur Jón. Á hugann leita góðar minningar um frábæran dreng. Man það eins og gerst hefði í gær þegar fyrir u.þ.b. 30 árum leiðir okkar lágu fyrst saman er ég réð hann sem framkvæmdastjóra hjá Kværner á Íslandi. Betri mann hefði ég ekki getað fengið í brúna á þeim tíma. Guðmundur átti síðar eftir að eignast fyrirtækið ásamt samstarfsmönnum og þar byggði hann upp mjög öflugt fyrirtæki í þjónustu við sjávarútveg. Á þeim tíma voru oft farnar vinnuferðir til Noregs með hóp manna á sýningar og var Guð- mundur alltaf hrókur alls fagnað- ar og hélt langar tölur án undir- búnings hvort heldur var á skandinavísku eða íslensku, en ár- angurinn var alltaf sá sami. Menn sem á hlustuðu emjuðu úr hlátri því það var enginn betri en Guð- mundur þegar að kom að húmor. Hann var alger snillingur á því sviði. Hárbeittur og markviss húmor var hans sérsvið og það var endalaust gaman að hlusta á hann segja sögur af mönnum og mál- efnum. Það var alltaf gaman að vera í kringum Guðmund Jón. Guðmundur var alltaf mjög stoltur af uppruna sínum á Þing- eyri og ein minnisstæðasta stund okkar saman var þegar hann sýndi okkur fyrir nokkrum árum vélsmiðju afa síns á Þingeyri sem var að mig minnir ein fyrsta vél- smiðja á Íslandi og er allur upp- runalegi tækjabúnaðurinn þar enn fyrir hendi og virkar vel. Virkilega gaman að sjá. Guðmundar verður sárt saknað af stórum hópi vina og vanda- manna, en mestur er auðvitað missir frú Margrétar og strák- anna. Sendum við þeim innilegar samúðarkveðjur. Megi minning Guðmundar Jóns Matthíassonar lengi lifa. Elvar Guðjónsson, Guðrún Lilja Rúnarsdóttir. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 ✝ Valgarð BirkirGuðmundsson fæddist í Gilhaga í Lýtingsstaða- hreppi, Skagafirði, 13. október 1936. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 9. júlí 2016. Foreldrar hans voru Guðmundur Zhopanías Eiríksson frá Vill- inganesi í Skagafirði, f. 21. nóv- ember 1903, d. 7. apríl 1988, og Ingibjörg Steinvör Hrólfsdóttir frá Ábæ í Skagafirði, f. 2. októ- ber 1910, d. 1. maí 2001. Valgarð var næstelstur af sjö systkinum. Elstur var Hjörtur, f. 15. ágúst 1930, d. 2. október 2002, Guðrún Fanney, f. 1. febr- úar 1941, d. 29. ágúst 2010, El- ínborg, f. 23. maí 1946, d. 9. ágúst 2015, Hrólfur Birgir, f. 31. mars 1948, d. 19. desember 1973, Sveinn, f. 25. júlí 1949, Amalía Sigrún, f. 15. júní 1949. Valgarð giftist Rut Valdi- marsdóttur árið 1961. Börn þeirra eru: Gunnar Valgarðsson, f. 27. júlí 1961, maki hans er Sigríður Kristín Jónsdóttir. Valdi- mar Valgarðsson, f. 12. maí 1963. Sig- urjón Valgarðsson, f. 7. júlí 1968, maki Bogdís Una Her- mannsdóttir. Hrólf- ur Birgir Valgarðs- son, f. 10. janúar 1974, d. 28. júlí 1976, og Guð- björg Ósk Valgarðsdóttir, f. 22. júní 1975, maki Jakob Ein- arsson. Sveitin, sveitastörfin og fjöl- skyldan áttu hug hans allan, sér- staklega hafði hann gaman af sauðfé og hrossum. Hann var glöggur á allar skepnur hvort sem það voru hans eigin eða annarra. Valgarð og Rut bjuggu lengst af í Tunguhlíð í Lýtings- staðahreppi, síðustu árin bjuggu þau á Hólmagrund 24 á Sauð- árkrók. Útförin fer fram frá Mæli- fellskirkju í dag, 19. júlí 2016, kl. 14. Roskin hjón bregða búi og flytja „á mölina“. Það þykir ekki stór frétt. En þegar þau Rut og Valgarð hættu búskap og fluttu „út á Krók“ voru það tíðindi í göt- unni okkar. Það var lán að fá þau að nágrönnum. En tími Valgarðs var naumt skammtaður og því horfum við nú með söknuði á eftir honum, til æðri heima. Þar er hann laus úr viðjum síns erfiða sjúkdóms. Það er huggun. Nú er sætið hans autt og við höfum því margs að sakna. Kímn- in í augnaráðinu, hárfíni húmor- inn, góðlátleg glettnin, bros og notalegt spjall um lífið í sveitinni, menn og málefni yfir kaffi og meðlæti sem þau Rut höfðu ætíð á reiðum höndum og veittu af rausn. Valgarð var góður granni og aldrei bar nokkurn skugga á samskipti okkar. Við minnumst góðu stundanna og þökkum heils hugar fyrir góð kynni og vináttu liðinna ára. Rut, börnum þeirra og fjölskyldum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Ingunn og Bragi. Valgarð Birkir Guðmundsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna fráfalls elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS MAGNÚSSONAR hæstaréttarlögmanns, sem jarðsunginn var frá Dómkirkjunni í Reykjavík 12. júlí sl. . Laufey Sólmundsdóttir, Magnús Björn Jónsson, Kristín V. Sveinsdóttir, Ellert Már Jónsson, Hildur Ríkarðsdóttir, Ágúst Már Jónsson, Guðný Rósa Þorvarðardóttir, Sólmundur Már Jónsson, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Björn Már Jónsson, Melkorka Gunnarsdóttir, Guðrún Rós Jónsdóttir, Jochen Kattoll, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG ÓLÍNA ÞÓRARINSDÓTTIR (DIDDA), Lautasmára 1, Kópavogi, lést 13. júlí og verður jarðsungin frá Digraneskirkju fimmtudaginn 21. júlí klukkan 15. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð Karitas. . Helgi Kristján Gunnarsson, Linda Ósk Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.