Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 1.Fyrsta ferðin til útlanda var á tungumálaskóla fyrir stúlkurí Þýskalandi þegar ég var 16 ára. Þetta var mikil upplifun og ýmislegt brallað. Ég hugsa til þess með hryllingi að við fór- um allra okkar ferða á puttanum algjörlega óhræddar! Her- bergisfélagi minn varð vinkona mín og við höfum alltaf sam- band. Það gladdi mig mjög að dóttir hennar skírði í höfuðið á mér. 2.Í Þýskalandi. Ég kann sérlega vel við Þjóðverja, þeir hafaeiginleika sem ég kann vel að meta, eru skipulagðir, heiðarlegir og hjá þeim stendur allt eins og stafur á bók. Landið er fagurt og frítt og helst vildi ég búa í Berlín, uppáhalds- borginni minni, sem er einstaklega spennandi og áhugaverð. Þótt ég hafi oft komið þangað er alltaf eitthvað nýtt sem ég uppgötva. Hverfin 12 hafa upp á margt að bjóða; veitingastaði, krár, söfn og alls konar uppákomur – um 1.500 viðburði dag- lega. Berlín er vel í sveit sett, stutt í menningarborgirnar Pots- dam, Dresden og Leipzig, sem eru stórkostlegar og eiga sér mikla sögu. 3.Ég var í ferð sem nefnd var stórborgarveisla og á leið meðfulla rútu eldri borgara frá Vín til Prag þaðan sem við átt- um að fljúga heim. Þar sem ég var ekki kunnug leiðinni milli þessara stórborga varð ég að treysta á bílstjórann. Eftir ákveð- inn tíma fannst mér leiðin vera orðin ansi löng og sá að við yrð- um að fara að komast á flugvöllinn. Bílstjórinn var frekar vit- grannur og vissi hann ekki hvar við vorum! Ég bað hann að aka á næstu bensínstöð þar sem ég gæti spurst til vegar. Við reynd- umst stödd á kolröngum stað og ljóst að við næðum ekki á flug- völlinn í tæka tíð. Nú voru góð ráð dýr. Þá kom ég auga á lög- reglubíl, gekk að honum og bauð lögregluþjónunum 100 mörk fyrir að aka á undan rútunni með blikkandi ljós og sírenur. Þeir voru til í það og þannig fórum við á ofsahraða gegnum alla borg, yfir á öllum rauðum ljósum og náðum vélinni á síðustu stundu! 4.Næsta ferð er til Parísar, sem er sannkölluð veisla í far-angrinum. Lilja Hilmarsdóttir verkefnastjóri og fararstjóri hjá WOW Í lögreglufylgd með eldri borgurum 1.Sumarið 1970 héldum við tveir vinir utan til að bæta bág-borna dönskukunnáttu fyrir stúdentspróf. Ég fékk vinnu uppi á Jótlandsheiðum hvar ég hafði þann starfa að grafa skurð. Áður en vika var liðin var ég viss um að ég yrði jafn illa staddur með þá „dönsku“ sem ég lærði við skurðgröft undir brennandi sól og þá sem ég hafði að heiman. Eftir 5 daga trúði ég dagbókinni fyrir vandræðum mínum. Hitinn var „ægilegur“ en verst var þó „að verkamenn tala ekki dönsku heldur suður- jósku og tilgangur ferðarinnar ónýtur“. 2.Það hefur aldrei hvarflað að mér í alvöru að búa annarsstaðar. Læt mig samt stundum dreyma um vetrardvöl í Kúlusúkk. 3.Eitt sinn fyrir löngu var ég með stóran hóp í Austur-Póllandi þar sem eru síðustu leifar Evrópufrumskógarins í sameiginlegri vörslu Hvítrússa og Pólverja. Mér hafði verið lof- að góðu 3 stjörnu hóteli djúpt inni í skóginum. Þegar á „hótelið“ kom var fátt sem minnti á hótel. Tengdamóðir mín var með og gerðist uppreisnarforingi. Kvað þetta óboðlegt og á bak við hana stóð 30 manna hópur. Blessunarlega hafði ég fregnað að Alaxander II. Rússakeisari hefði látið byggja ,,hótelið“ um miðja 19. öld, þá sem hesthús fyrir gæðinga sína enda skóg- urinn hans prívat veiðilenda. Síðan hafði lítið verið átt við húsið. Í krappri vörn dró ég fram hversu mikil forréttindi það væru að fá að gista í slíku húsi. Jafnvel erfiðustu uppreisnarmenn sef- uðust. Spölkorn frá hótelinu var þorp. Við vorum orðin lúin og svöng og ákváðum að halda þangað eftir þröngum skógarstíg í leit að veitingastað. Þegar við nálguðumst þorpið var messa í rétttrúnaðarkirkjunni, ógleymanlegt, líkt og þorpið litla. Gang- an til baka undir stjörnubjörtum himni einhvers staðar í síðustu leifum Evrópufrumskógarins sannfærði mig um að betur við- eigandi hótel væri ekki hægt að fá. Meira að segja uppreisnar- foringinn var mér sammála. 4.Delhi (Taj Mahal), Bútan og Nepal. Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur, fararstjóri og eigandi Söguferða Morgunblaðið/Kristinn Tengdamamma gerð- ist uppreisnarforingi hressir, bætir og kætir að fara í gönguferð með góðum félaga eða með sínum eigin hugsunum og koma svo endurnærður aftur inn. Á síðustu árum hefur orðið mikil vitundarvakning varðandi mik- ilvægi útivistar fyrir skólabörn. Reglubundnar ferðir út í náttúruna vega á móti mikilli kyrrsetu og örva þroska á öðrum sviðum en hefðbundið bóknám. Jafnvel útinám á skólalóðinni, eins og stundað er í mörgum íslenskum skólum, getur haft jákvæð áhrif og býður upp á mörg tækifæri til lærdóms. Útinám getur líka hentað betur fyrir nem- endur sem eiga erfitt með að ein- beita sér að hefðbundnu inninámi í lengri tíma. Þetta vita skátar, enda er útivist mikilvægur þáttur skátastarfs. Þessa dagana fer til dæmis Lands- mót skáta fram á Úlfljótsvatni, þar sem mörg hundruð ungmenni frá 11 löndum búa í tjöldum í heila viku og taka þátt í fjölbreyttri úti- dagskrá, bæði á mótssvæðinu og í náttúrunni umhverfis það. Það er ekki bara ógleymanleg lífsreynsla fyrir börn og unglinga að taka þátt í landsmóti, heldur mjög lærdóms- rík líka. Förum út, njótum náttúrunnar og byggjum okkur upp andlega og líkamlega.  Höfundur er útivistarskáti, meistaranemi í kennslufræði og útinámi og starfsmaður Úlfljótsvatns. Málmblásturshljómsveitin Ventus Brass á vegum Hins Hússins í Reykjavík heldur tónleika kl. 13-14 í dag, þriðjudag 19. júlí, á Kjarvals- stöðum. Ventus Brass spilar íslensk lög og vinsæla erlenda slagara auk þess sem hljómsveitin mun frum- flytja frumsamda brassóperu byggða á Litla ljóta andarunganum eftir H.C. Andersen. Brass-kvintettinn Ventus brass hefur unnið að því að dreifa málm- bástursmenningu sem víðast um borgina á vegum Hins Hússins og hrista upp í gestum og gangandi með fjölbreyttri tónlist. Ókeypis aðgangur. Vefsíðan www.hitthusid.is Ventus brass Fimm manna málm- blásturshljómsveit. Brassópera byggð á Litla ljóta andarunganum 1.Nýlega tíu ára fór ég til Kanaríeyja ásamt foreldrum mín-um. Ég man raunverulega allt úr ferðinni og hef oft hugsað til þess síðar á ævinni þar sem Spánn átti eftir að skipa stóran sess í lífi mínu. Lyktin – Spánarlyktin; af vatninu, hreinsiefn- unum á flugvellinum og hótelinu – og appelsínulyktin af Spán- verjunum sjálfum. Maturinn: Ég lifði í orgískri hamingju yfir hlaðborðinu á Hotel Pujol. Reyndar borðaði ég bara þrennt – kjúklingalæri, franskar kartöflur og jarðarber. Allt þetta fannst mér himneskt. Einnig man ég sterkt eftir ferðalagi upp í fjöllin með for- eldrum mínum, Gyðu frænku og Munda. Sem eina barnið í ferð- inni var ég fordekruð og ég man þegar Mundi gaf mér risastór- an ís. Ég man líka að ég var dauðskelkuð því hann drakk vín með matnum en ég hafði aldrei séð neinn í fjölskyldunni neyta áfengis. Það sem mest áhrif hafði á mig var að ég rétt drap sjálfa mig með því að hlaupa fyrir bíl. Mér var farið að leiðast þófið að komast aldrei yfir götuna við hótelið. Í stundar dómgreindar- leysi ákvað ég að hlaupa yfir götuna þótt tæpt væri. Enn heyri ég hljóðin í bremsunum á bílnum og rödd bílstjórans sem í skelfingu hrópaði frekar óblíð orð á eftir mér. 2.Allir staðir sem ég hef búið á um ævina hafa grafið sig inn ílíkama minn og sál og hluti af mér vill búa þar aftur. Princeton, Mexíkóborg, fæðingarorlofin í Kaupmannahöfn … þessir staðir kalla á mig. Einn daginn muni ég samt örugglega eignast fallega risíbúð á Plaza Chica í Zafra, bænum mínum spænska. 3.Eftir leiðsögn erlendis í rúm 30 ár situr alltaf í mér þegarfólk veikist eða deyr. Þá reglulega reynir á að vera mann- eskja, standa jafnt í báðar lappir og sinna farþegum af öllu hjarta. 4.Ég tel niður dagana þar til ég held til Perú i nóvember. Margrét Jónsdóttir Njarðvík spænskufr., fararstj. og eigandi Mundo ferðaskrifstofu Orgísk hamingja yfir hlaðborði Morgunblaðið/Styrmir Kári - vinnufatnaður ogöryggisskór. Vertuvel til fara í vinnunni! 10.472kr. 13.831kr. 8.143kr. 7.661kr. 10.039kr. 11.831kr. 17.846kr. 8.143kr. 10.472kr. 21.193kr. 17.650kr. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.