Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 Ég er komin í sumarfrí og er í bústað hjá tengdaforeldrum mín-um í Laugarási í Biskupstungum og hér er yndislegt að vera,“segir Helga Jóhanna Bjarnadóttir, efnaverkfræðingur og sviðsstjóri umhverfissviðs hjá EFLU, en hún er fimmtug í dag. „Svo var ég með smá gleðskap með fjölskyldunni og vinum mínum á föstu- daginn, heima í Kársnesinu í Kópavogi í tilefni afmælisins.“ „Síðasta verkefnið sem ég sá um áður en ég fór í sumarfrí var að vinna að vistvottun hönnunar á nýju sjúkrahóteli Landspítalans, en 22 starfsmenn vinna á mínu sviði að fjölbreyttum verkefnum. Við vorum t.d. að senda frá okkur skýrslu um stöðu salernismála á ferðamanna- stöðum fyrir Stjórnstöð ferðamála.“ Skíðin taka mikinn hluta af tíma fjölskyldunnar en börnin hafa öll æft skíði með skíðadeild Ármanns. „Frá því að snjórinn kemur og þar til hann fer þá er alltaf farið á skíði og við förum líka oft í skíðaferðir erlendis. Þegar því linnir stunda ég útivist og fer í gönguferðir. Við maðurinn minn og yngsti sonurinn erum að fara í fimm daga ferð á Hornstrandir ásamt frændfólki en mig hefur lengi langað að fara þangað, en ég hef komið á Hesteyri.“ Eiginmaður Helgu er Kristján Börkur Einarsson, verkfræðingur og rekstrarráðgjafi hjá Intellecta. Börn þeirra eru Bjarki Viðar, 21 árs, sem er búinn með eitt ár í hugbúnaðarverkfræði. „Þetta er mikil verkfræðifjölskylda en bróðir minn, pabbi og afi eru allir verkfræð- ingar.“ Næst kemur Margrét Kristín, 17 ára, nemi í MR, og Arnar Ágúst, 14 ára. „Svo erum við með einn hund í fjölskyldunni.“ Fjölskyldan Við fermingu Arnars Ágústs í fyrra. Á leið í fimm daga ferð á Hornstrandir Helga Jóhanna Bjarnadóttir er fimmtug Á rni fæddist í Ási, á Hverfisgötu 35 í Hafn- arfirði, þann 19.7. 1946 en þar bjuggu Guðfinna Sigurðardóttir, föður- systir hans, og Björn Árnason vöru- bílstjóri. Það heimili varð honum mjög kært. Sex ára fór Árni í sveit á Bjólu,Vesturbæ, til Einars Stefáns- sonar og Ragnheiðar Jónsdóttur. Þar var hann á hverju sumri í sex ár er hann varð messagutti 12 ára, á Hval 2. Hann varð háseti á Hval 7, 14 ára, en alls urðu árin á hvalbátunum sjö hjá Friðbert Elí Gíslasyni skipstjóra og Sigursveini Þórðarsyni fyrsta stýrimanni, báðum öndvegis- mönnum. Leiðin lá í MR og þaðan minnist Árni margra góðra félaga og kennara en aðeins einn kennari verður nefnd- ur. Það er Ólafur Hansson sögukenn- ari. Á Bjólu voru fornsögur við hönd- ina til lestrar en Ólafur opnaði augu Árna fyrir heimsbókmenntunum. Við tók svo nám í byggingarverkfræði hér heima og síðan í Svíþjóð og Dan- mörku. Við tækniháskólann í Kaup- mannahöfn kenndi ungur verkfræð- ingur sem átti eftir að stýra Árna á mjög sérstaka verkfræðibraut sem ekki er kennd í skólum. Það var Júl- íus Sólnes verkfræðingur, síðar pró- fessor og ráðherra, sem var ritari nefndar sem rannsakaði mastrabrot í háspennulínu frá Búrfelli. Meistara- verkefni Árna var brot á mastri við Hvítá 21.12. 1972 og fyrir það fékk hann hæstu einkunn sem var veitt það árið. Árni starfaði á línudeild Lands- virkjunar næstu fimm árin hjá verk- fræðingunum Trygga Sigurbjarnar- syni og Agnari Olsen. Hann stofnaði þá verkfræðistofuna Línuhönnun með hjálp Tryggva Sigurbjarnar- sonar og Guðmundar Jónssonar sem voru þá í forsvari fyrir verkfræðistof- una Rafteikningu. Nokkru seinna gerðist Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur hluthafi og seinna Oddur Hjaltason tæknifræðingur. Árni hætti sem framkvæmdastjóri 1996, þá fimmtugur, og Ríkharður tók við, en Árni hafði þá tekið ákvörð- un, er Línuhönnun stækkaði, að vinna sem verkfræðingur en ekki eingöngu við stjórnun. Hann hefur verið með í hönnun allra háspennu- lína hér á landi frá 1980 en hann er frumkvöðull margra mastragerða sem reistar hafa verið hér á landi ásamt því að hafa unnið í fagi sínu við verkefni í yfir 40 löndum. Árið 2006 seldu þáverandi eig- endur Línuhönnunar starfsmönnum hlutafé og var það heillaspor fyrir Árna. Hann var áfram stjórnar- formaður Línuhönnunar þar til EFLA var stofnuð með fleiri verk- fræðifyrirtækjum 2008. Þá undirbjó Árni gamlan draum sinn um fyrirtæki sem safnaði saman þekkingu þeirra sem væru að hætta starfi í orkugeiranum vegna aldurs en vildu sinna áfram hönnun á raf- orkukerfum. Það sérhæfða fyrirtæki stofnaði hann 2010 ásamt Rolv Geir Knutsen, fyrrum tækniforstjóra Statnett í Noregi, og heitir það ARA Engineering og hefur skrifstofur í þremur löndum og telur 25 starfs- menn. Fyrstu 220 kV og 132 kV raf- línur sem Íslendingar hanna í Afríku voru reistar í fyrra í Tansaníu. Hönn- unareftirlit á yfir 500 km langri 2x500 kV háspennulínu í Malasíu er að ljúka. Hönnun nýrra tenginga á mastri fyrir Landsnet verður kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu Cigre nú í ágúst í París. Fyrirtækið hannar nú 400 kV jarðstrengi og 400 kV sæ- strengi í Noregi. Árni Björn hreifst ungur af skák- listinni og seinna varð silungsveiði hans helsta tómstundaiðja utan lestr- ar bóka. Hann á góðar stundir á bökkum Laxár í Þingeyjarsýslu, á bökkum Grenlækjar í Landbroti og við Hítará með fjölskyldu sinni og vinum. Auk þess ferðast hann mikið og safnar góðum vínum. Árni Björn var einn af fyrstu nem- endum á námskeiðum Jóns Böðvars- sonar um fornsögur, sat í stjórn Skáksambands Íslands og er nú end- urskoðandi þeirra samtaka, félagi í tveimur árnefndum SVFR og endur- skoðandi þess félags, fyrrv. forseti Rótarýklúbbs Kópavogs, félagi í Ár- mönnum, félagi í lesklúbbi Sturl- unga, félagi í vitringaklúbbi VFÍ og handhafi heiðursmerkis VFÍ. Hann Árni Björn Jónasson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri – 70 ára Á flakki um veröldina Árni og Guðrún hafa ferðast mikið. Auk þess hefur hann haft gaman af skák og silungsveiði. Starf að loknum hefð- bundnum starfsferli Bríet Eva Jóhannsdóttir, Sandra Ósk Halldórsdóttir, Katrín Ýr Einarsdóttir og Nanna Hlín Þórsdóttir héldu tombólu fyrir utan Snælandsvídeó í Kópavogi og söfnuðu 5.119 kr. sem þær gáfu Rauða krossinum til góðra verka. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Árin segja sitt1979-2016 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is )553 1620 Verið velkominn Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.