Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 Styrmir Gunnarsson fjallar umöran vöxt ferðaþjónustunnar í pistli á vefsíðu sinni í gær og að vaxandi velgengni í efnahags- málum sé augljós og blasi við, en um leið megi sjá hættumerki.    Styrmirskrifar: „Bandarískur ferðamaður, sem hingað kom fyrir skömmu var spurður um þá reynslu. Hann hristi höfuðið og kvaðst hafa upplifað heim- sóknina hingað eins og hann væri partur af nautgripahjörð, sem flutt var til og frá. Alls staðar hefði verið yfirfullt af ferðamönn- um, sem dregið hefði úr þeirri ánægju, sem ferðin ella hefði getað orðið.    Leigubílstjóri varð áheyrandi aðsamræðum farþega í bíl sín- um. Þeir ræddu sín í milli hvor borgin væri dýrari, Zürich í Sviss eða Reykjavík. Niðurstaðan var Reykjavík. Sérstaklega ofbauð þeim verð á glasi af bjór, sem kost- aði um 10 evrur.    Annar einstaklingur hafði orð áþví að hann hefði á veit- ingastað í Reykjavík borgað sem svaraði 45 evrum fyrir nautasteik og þótti dýrt.    Þetta eru litlir hlutir sem snúaað einstökum ferðalöngum. Alvarlegri spurning er hvort land- ið og náttúra þess þola þennan ferðamannafjölda.   Það er of margt sem bendir tilað við séum að klúðra þessu nýja „síldarævintýri“.“ Styrmir Gunnarsson Vaxandi velgengni og hættumerki STAKSTEINAR Veður víða um heim 18.7., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 12 léttskýjað Akureyri 13 heiðskírt Nuuk 13 léttskýjað Þórshöfn 11 heiðskírt Ósló 13 rigning Kaupmannahöfn 16 alskýjað Stokkhólmur 18 skýjað Helsinki 18 skúrir Lúxemborg 24 heiðskírt Brussel 27 heiðskírt Dublin 16 heiðskírt Glasgow 14 alskýjað London 25 heiðskírt París 29 heiðskírt Amsterdam 20 heiðskírt Hamborg 18 skýjað Berlín 21 alskýjað Vín 24 léttskýjað Moskva 28 léttskýjað Algarve 26 heiðskírt Madríd 36 heiðskírt Barcelona 26 heiðskírt Mallorca 26 heiðskírt Róm 31 heiðskírt Aþena 30 heiðskírt Winnipeg 22 heiðskírt Montreal 17 rigning New York 27 léttskýjað Chicago 26 rigning Orlando 29 rigning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:56 23:13 ÍSAFJÖRÐUR 3:28 23:51 SIGLUFJÖRÐUR 3:09 23:36 DJÚPIVOGUR 3:18 22:51 Biskup Íslands hefur auglýst laus til umsóknar þrjú prestsembætti. Laust er embætti sóknarprests í Laugarnesprestakalli, Reykjavík- urprófastsdæmi vestra. Skipað verð- ur í embættið frá 15. september 2016 til fimm ára. Núverandi sóknar- prestur, sr. Kristín Þórunn Tómas- dóttir, er að flytja til útlanda og hef- ur sagt embættinu lausu. Í Laugarnesprestakalli er ein sókn, Laugarnessókn, með rúmlega 5.000 íbúa og eina kirkju, Laugar- neskirkju. Laugarnes- prestakall er á samstarfssvæði með Áspresta- kalli, Bústaða- prestakalli, Grensáspresta- kalli og Lang- holtsprestakalli. Þá er laust til umsóknar embætti prests í Grafarvogsprestskalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Skipað er í embættið frá 1. septem- ber 2016 til fimm ára. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sem gegndi emb- ættinu, hefur tekið við embætti sóknarprests við sömu kirkju. Í Grafarvogsprestakalli er ein sókn, Grafarvogssókn, með rúmlega 18.000 íbúa og eina kirkju, Grafar- vogskirkju. Til viðbótar við starfs- stöð safnaðarins í Grafarvogskirkju er kirkjuselið í Spöng þar sem fram fer fjölbreytt starf yfir vetrartím- ann. Grafarvogsprestakall er á sam- starfssvæði með Grafarholtspresta- kalli og Árbæjarprestakalli. Þá hefur biskup auglýst laust til umsóknar embætti prests í Vest- mannaeyjaprestakalli, Suðurpró- fastsdæmi. Skipað er í embættið frá 1. september 2016 til fimm ára. Í Vestmannaeyjaprestakalli er ein sókn, Ofanleitissókn, með rúmlega 4.000 íbúa og eina kirkju, Landa- kirkju. Prestur safnaðarins er sr. Ursula Árnadóttir. sisi@mbl.is Þrjú prestsembætti auglýst Laugarneskirkja Vegagerðin hef- ur opnað síðasta hlutann af vegi 910, Dyngju- fjallaleið, og um leið hefur akst- ursbanni verið aflétt af slóðum í Dyngju- fjalladal. Þar með hefur Vegagerðin opnað alla hálendisvegi fyrir umferð, þ.e. alla vegi með veganúmeri sem Vegagerðin ber ábyrð á, samkvæmt upplýsingum frá Ingibjörgu Daní- elsdóttur hjá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Hún segir jafnframt að svokölluð hálendiskort Vegagerðarinnar séu unnin með tilliti til náttúruverndar í samvinnu við aðra aðila, s.s. þjóð- garða og landverði. Þess vegna séu enn tvö skyggð svæði á kortinu þar sem akstursbann er á ónúmeruðum slóðum. Þarna er um að ræða ann- ars vegar Stórasand og hins vegar slóðann í Hrafntinnusker en hvort tveggja ætti þó að opnast fljótlega, segir Ingibjörg. sisi@mbl.is Búið að opna alla fjallvegi  Akstursbann enn á ónúmeruðum slóðum Komdu hreyfingu á loftið Sími 555 3100 www.donna.is gæðaviftur Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Gott úrval af gæðaviftum frá Honeywell. Margar stærðir og gerðir. Kr. 15.520 Kr. 13.598 Kr. 4.189 Kr. 8.658 Kr. 4.806 Kr. 4.806 Kr. 4.238

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.