Morgunblaðið - 19.07.2016, Page 20

Morgunblaðið - 19.07.2016, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 Það hefur kannski farið fram hjá mér en ég hef hvorki séð né heyrt nokkuð um afdrif þessara nýju flóttamanna- eða útlendingalaga sem mér skilst að Ólafur Ragnar hafi skrifað undir mótbárulaust og án þess að gera þjóðinni grein fyrir þeirri ákvörðun. Þar með hefur hann sýnt sitt rétta eðli, sem kemur svo sem ekki á óvart. Arftaki hans hafði ekki vit á að svara ekki þegar hann var inntur eft- ir áliti á Lauganeskirkjuuppákom- unni, sem hver heilvita maður gat séð að var heimskulegt plott póli- tískra fjölmiðla, prestanna og bisk- ups, sem voru meðreiðarsveinar í öllu ruglinu sem er í gangi og hefði verið fjöður í þeirra hatt hefði það gengið upp. Hvað veit þetta fólk yfirleitt? Meirihlutinn hefur hvorki unnið, bú- ið né komið til þessa heimshluta sem flest af fólkinu kemur frá. Ég skil al- veg að einstaklingar leiti sér að betri lífsskilyrðum en ekki að það sé skipulagt í gróðaskyni, eins og raun- in er, hvað sem fólk segir. Þetta er svo vitlaust að það er þyngra en tár- um taki. Eyþór Jónsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Nýleg útlendingalög sam- þykkt án þjóðarsamþykkis Morgunblaðið/Styrmir Kári Alþingi Ný útlendingalög voru samþykkt nýlega. Fundarstjórn mín vegna stjórnarkjörs á aðalfundi Vinnslu- stöðvarinnar hf. 6. júlí sl. er umfjöllunarefni í grein eftir Runólf Viðar Guðmundsson í Morgunblaðinu 15. júlí sl. en á þann veg að óhjákvæmilegt er að fundarstjórinn sjálfur leggi orð í belg. Aðalfundurinn fór vel fram og voru mættir hluthafar og fulltrúar fyrir 99,35% heildaratkvæða- magns. Atkvæðagreiðslur voru einróma um ársreikninga, arð- greiðslur, kosningu endurskoðenda og fleira. Sjö buðu sig fram í kjöri til fimm manna stjórnar og þrír voru í kjöri til tveggja manna vara- stjórnar. Þrír önnuðust talninguna, þ.e. starfsmaður Vinnslustöðvarinnar, endurskoðandi félagsins og fulltrúi Stillu útgerðar, félags í eigu Guð- mundar Kristjánssonar. Síðast- nefndi talningarmaðurinn var Run- ólfur Viðar, greinarhöfundur Morgunblaðsins. Fundarstjóri var kallaður til talningarhópsins en þá hafði komið í ljós að einn hluthafi hafði greitt atkvæði en honum láðist að stinga því í kjörkassann. Við talningu hafði áður komið í ljós að heildar- atkvæðamagn í kjörkassa stemmdi ekki við afhenta kjörseðla við upp- haf fundar. Runólfur Viðar, grein- arhöfundur, óskaði eftir því að varpað yrði hlutkesti milli tveggja frambjóðenda sem jafnmörg at- kvæði höfðu hlotið en atkvæða- seðli, sem barst meðan á talningu stóð, yrði vísað frá. Talningu í kjöri til varastjórnar var heldur ekki lokið. Þegar hér var komið sögu var óskað eftir úrskurði fundarstjóra um hvað bæri að gera. Mjög mikilvægt er að vilji hluthafa birtist í niðurstöðu stjórnarkjörs svo yfir vafa sé hafið. Einfald- ast var að endurtaka stjórnarkjörið og fá skýra og óumdeil- anlega niðurstöðu, á hvaða veg sem það svo yrði. Ég hefði get- að úrskurðað að boða skyldi til hluthafa- fundar síðar, með lög- legum fyrirvara, til þess að kjósa nýja stjórn en að sjálfsögðu lá beinast við að endurtaka stjórn- arkjörið á aðalfundinum sjálfum, ef unnt væri. Ég gekk úr skugga um að allir hluthafar væru áfram á vettvangi og úrskurðaði því næst að kosningin skyldi endurtekin með nýjum kjörseðlum. Runólfur Viðar kveðst þarna hafa upplifað „hroka og virðing- arleysi gagnvart eðlilegum leik- reglum samfélagsins“ og sendir mér í leiðinni þá kveðju að ég hafi verið „augljóslega í boði meiri- hluta félagsins“ við fundarstjórn- ina. Slík stóryrði leiði ég hjá mér en segi það eitt að vilji hluthafa birtist í niðurstöðum endurtekins stjórnarkjörs. Úrskurður fundar- stjóra var því í anda leikreglna í hlutafélögum og í samfélaginu yfirleitt. Um fundarstjórn og leikreglur Eftir Arnar Sigurmundsson » Vilji hluthafa birtist í niðurstöðum endur- tekins stjórnarkjörs. Úrskurður fundarstjóra var því í anda leikreglna í hlutafélögum og í sam- félaginu. Arnar Sigurmundsson Höfundur var fundarstjóri á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar hf. Nýjar eða róttækar skoðanir eru gjarnan eignaðar ungu fólki og þær brjótast fram í kosningum með auk- inni þátttöku og óvæntum niðurstöðum. Þannig var í síðustu forkosningum til for- seta í Bandaríkjunum. Fylgi Pírata hér á landi er líka oft eignað ungu fólki. Í Brexit- kosningunum í Bretlandi var fyr- irfram talið, að mikil þátttaka mundi boða úrsögn og oft minnst á ungt fólk í því samhengi. En það var ekki unga fólkið sem kaus sig út úr ES heldur eldra fólkið sem horfir á af- komendur sína, sem ekki ná að stofna sér heimili, hýrast atvinnu- lausa í foreldrahúsum fram eftir aldri. Foreldrar unga fólksins og áar, sérstaklega í lægri millistéttum eru löngu hætt að trúa orði af því sem hin ráðandi stétt segir. Skyndilega er komin reynsla bak við úrslitin. Báðum megi Atlantsála tapa gömlu stjórnmálaöflin atkvæðum. Mestu hitamálin eru innflytjenda- málin og þar virðist fjöldi fólks hafa fengið upp í kok, en andstaða við fjármálaöflin hefur ekki síður farið vaxandi. Vandamál tengd innflytjendum eru ekki ný í Bretlandi. Bretar hafa lengi búið við mikinn straum inn- flytjenda frá fyrrverandi nýlendum sínum og höndlað betur en margir aðrir. Stráið sem braut bak úlfald- ans, eins og arabar segja, tengdist flóttamannastraumnum frá Aust- urlöndum nær og Afríku. Þegar Cameron þurfti að bíða eftir að Hol- lande samþykkti tillögur Merkel um þau mál var fólki nóg boðið. Ef Bretlandi er stjórnað með tilskip- unum frá Brussel, sem ættaðar eru frá Bonn, þá er það ekki lýðræðið sem fólkinu er sagt að það búi við. Fjármálageirinn hvílir svo eins og mara á herðum fólks. Kröf- urnar um hámarks arð- semi og frjálst flæði fjármagns hefur valdið þar meiri samþjöppun auðs og valds en áður hefur sést. Mörgum finnst sú krafa gerð til sín, að þau þjóni fjármálamarkaðnum, en telur það eiga að vera á hinn veginn. Þegar svo fjármálamennirnir lögðust líka á þá sveifina að viðhalda ástandinu, þá sauð upp úr. Fólkið kaus gegn stjórnmálaelítunni, embættaelít- unni, og menntaelítunni. Það kaus Brexit til að endurheimta Bretland. Enginn sér í dag hvað út kemur þegar upp er staðið, en óánægt fólk er djarft og þegar því ofbýður, þá hendir það sér út í djúpu laugina þó ekki kunni að synda. Stjórnendurnir verða svo að leiða förina upp úr á öðrum stað. Þetta er afar mik- ilvægur öryggisventill sem tryggir að lýðræðið staðni ekki í höndum þeirra sem stjórna. Slík stöðnun er ekki á óskalista kjósenda. Hér á landi sér fólk líka tilskip- anirnar frá Brussel og finnur ok fjármálamarkaðarins. Það sér Al- þingi sem staðnaðan áróðursvett- vang stjórnmálaaflanna og það er löngu hætt að trúa efnisrýrum fag- urgala um framtíðina. Unga fólkið vill sjá framtíðina, en kynslóðin sem stjórnar er ófær um að gera hana sýnilega. Sannast sagna hefur hún, ekki fremur en gengnar kynslóðir, ekki hugmynd um hvernig sú fram- tíð er sem verið er að búa komandi kynslóðum. Heimurinn breytist hraðar og hraðar og bilið milli kyn- slóðanna vex að sama skapi. Eldra fólkið sér ekki stjórnmálin sem aðlaðandi starfsvettvang fyrir ungt fólk, sem þó hellir sér út í stjórnmálabaráttuna og vill þar breyta hlutunum til hins betra. Eldra fólkið vill standa með þeim ungu í þeirri baráttu og tryggja að málum þeirra sé ekki drekkt í einsk- is nýtu stjórnmálaþrasi. Við þessu verða stjórnmálaöflin að bregðast. Þingmenn verða að nálgast unga fólkið á þann hátt, að það sjáist hvað þeir eru að vinna. Þeir verða að hætta að nota ræðustól Alþingis til að bera ávirðingar hver á annan. Þess í stað verður að ræða málin efnislega án þess að flagga mark- lausum stefnuyfirlýsingum stjórn- málaflokka, sem eiga það allar sam- eiginlegt að fela raunverulega stefnu bak við fagurgala í garð ungs fólks og annarra hópa. Gömlu stjórnmálaöflin verða að sýna, að hjá þeim fer fram raunveruleg vinna. Þó æðsta hugsjón fjölmiðla sé að sögn að veita valdhöfum aðhald, þá virðast þeir oft vera viljalaust verk- færi í höndum snjallra stjórnmála- manna. Vald fjölmiðla er samt meira í þessu máli en vald ráðamanna og ábyrgð þeirra að sama skapi einnig meiri. Þeir verða að hætta að end- urvarpa skömmum þingmanna, en leiða fram hin efnislegu rök bak við málflutning þeirra. Þó markaðurinn vilji skúbb veldur endalaus skúbb- sækni vantrú. Eldra fólkið dæmir bæði stjórn- mál og fjölmiðla horfandi á heim unglinganna. Brexit, unga fólkið og við á klakanum Eftir Elías Elíasson » Fólkið kaus gegn stjórnmálaelítunni, embættaelítunni, og menntaelítunni. Elías Elíasson Höfundur er lífeyrisþegi. Langur aldur og góð heilsa eru ekki sjálf- gefin. Eftir 1940 fóru konur í Noregi áfram fram úr körlum í lífs- lengd en það er svipuð þróun fleiri landa. Frá 1950 til 1995 jókst með- alaldur norskra kvenna um 6,6 ár en karlar urðu nú 4,9 árum á eft- ir í stað 4 ára áður. Í Japan jókst meðalaldur kvenna um heil 21,6 ár á sama tíma og varð 83 ár, karlar urðu nú 7 árum á eftir en voru bara 3,5 árum á eftir áður. Í dag eru japanskar konur með hæstan meðalaldur, eða 87 ár, í heiminum. Hvað er sérstakt við japanskan mat? Það sem mér dettur í hug er meira át hrárra prótína (t.d. sushi) og fleiri gramma þara á dag. Hrá prótín nýtast betur og þarf minna af en þarinn eykur basa eða steinefni í fæðunni. Hingað til hefur mér í pistl- um mínum orðið tíðrætt um stein- efnin og þýðingu þeirra fyrir heils- una. Í dag er auðvelt að útbúa fæðu að nægjanlegum steinefnum. Það er einfaldast að nýta sér PRAL-töflur um myndun basa- eða sýrumagns einstakra matvæla í líkamanum. Ég sjálfur lærði af frænku minni fyrir 40-50 árum að taka þaratöflur og tek fimm stk. daglega en frænka mín, alla tíð heilsuhraust, er orðin yfir hundrað ára. Blóðið, nýrun og lungun stýra sýru-basa-búskapnum. Blóðið notar bíkarbónat til að viðhalda sýru-basa- jafnvægi við 7,4 +/-0,5 pH-sýrustig. Lægra er ofsúrnun og hærra er of- lútun líkamans sem er sjaldgæfara. Lungun nota CO2 og öndunina en nýrun skilja út sýrur sem hafa bundist málmum (steinefnum). Lifrin myndar glúkósa úr mjólkursýru og hreyfi- vöðvar beina brjóta líka niður mjólkursýruna. Þá geyma beinin basísk Ca-sölt.Vel gengur að halda sýru-basa jafn- vægi fram að þrítugu en þá byrja nýrun að hægja á starfsemi sinni og þyrfti nú að laga mataræðið að því. Sýrur og basar eru rafhlaðin efni og er raf- hleðslan mæld í millihleðsluígildum (meq per 100 g matar). Sýrur hafa plúshleðslu en basar mínushleðslu. Jafnstórar hleðslur plúss og mínuss upphefja hver aðra. Sýrurnar mynd- ast við efnaskipti eða koma úr fæð- unni. Líkaminn notar rafhlaðna málma (steinefni) til að bindast sýr- unum og gera þær skaðlausar en þá er auðvelt að koma þeim út úr lík- amanum með þvagi og svita. Vanda- málið er að við neytum mun meira af sýrumyndandi mat en basamynd- andi og er álitið að Vesturlandabúar þyrftu að losa sig við um +50-100 meq daglega eigi líkaminn ekki að verða krónískt súr. Það tók þýsku dátana í fyrra heimsstríði bara 255 daga á extra sýrumyndandi fæði að örmagnast gersamlega og verða óvígir. Þetta skeður hins vegar mun hægar hjá þeim sem neyta 10-20% fæðunnar úr jurtaríkinu líkt og flest- ir á Vesturlöndum gera og fólk verð- ur ekki vart hægfara versnandi heilsu fyrr en t.d. appelsínuhúð fer að myndast, vöðvarnir taka að rýrna, sársaukafullrar liðagigtar, bein- þynningar, nýrnasteina eða þvag- sýrugigtar fer að verða vart. Það er nú einu sinni svo að steinefnin koma aðallega úr jurtríkinu en sýrumynd- andi matur úr dýraríkinu. Margir sem fjalla um sýru-basa- búskapinn álíta að samsetning fæð- unnar þyrfti að vera 80% úr jurtarík- inu á móti 20% úr dýraríkinu til þess að komast hjá ofsúrnum með aldr- inum og halda sýru-basa-jafnvægi og þar með góðri heilsu. Það er aðallega fólgið í því að neyta jafngildis sýrumyndandi mat- ar á formi prótína og fosfata til jafns við K-, Mg- og Ca-basana. Til eru handhægar töflur um þetta svoköll- uð PRAL-gildi eða meq í matvælum, oftast 100 g matar. T.d. hefur 150 g svínasteik gildið +23,28 meq og til að hlutleysa steikina þyrfti þá 379 g kartaflna sem eru þá með -23,28 meq. Þá er vert að taka tillit til mat- arsalts því meira en 6 g á dag trufla líka sýru-basa-jafnvægið hjá nýr- unum. Lítið kver, um 100 bls., með PRAL-gildi og saltinnihaldi fyrir um 1.500 matvörur, er t.d. þýska útgáf- an „Saeure-Basen-Balance“ eftir próf. dr.rer.nat. Juergen Vorman sem kom út fyrst 2008 en 8. útgáfan, sem ég keypti í München á sjö evrur, kom út 2014 (ISBN 978-3-8338- 1148-7). Það virðist því ekki vanþörf á að endurskoða alla matreiðslu og mat- reiðslubækur og taka tillit til sýru- basa-búskapar líkamans eftir aldri og komast þannig hjá einhverjum af þeim kvillum sem hrjá okkur í ell- inni. Búskapur sýru og basa í líkamanum Eftir Pálma Stefánsson »Nýrun slappast með árunum og ráða að lokum ekki við að halda sínu sýru-basa jafnvægi en breytt samsetning fæðunnar gæti bætt úr því. Pálmi Stefánsson Höfundur er efnaverkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.