Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu aðfinnslur annarra ekki draga þig niður. Mundu að þú þarft líka að hugsa um sjálfa/n þig, annars hefur þú ekkert að gefa öðrum. 20. apríl - 20. maí  Naut Hrapaðu ekki að neinu. Að draga sig al- gerlega í hlé er ekki rétta leiðin. Sumt er manni ekki gefið að skilja svo þú skalt ekki einu sinni reyna það. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það þarf ekki meira en eina ást- úðlega hugsun til þess að miðla orku ást- arinnar í þínum heimi á ný. Ekki er víst að þú sjáir árangur erfiðis þíns strax, en vertu viss, það mun gerast. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Til að ná árangri eða byrja í sambandi er lykilatriði að vera reiðubúin/n. Eitthvað gæti virst ábatasamara en það er í raun. Farðu varlega, kapp er best með forsjá. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú leggur þig alla/n fram um að geta staðið við gefin loforð. Einhver sækist eftir að kynnast þér betur, láttu slag standa. Þér hættir til að hafa of miklar áhyggjur af hlut- unum, lifðu einn dag í einu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vertu ekki pirraður þótt þér finnist ekkert ganga því ekki er allt sem sýnist. Við- kvæmni er þér ekki að skapi. Liggðu ekki á skoðunum þínum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er hætt við einhverjum ruglingi í ástamálunum í dag. Þú heillast af drífandi manneskjum. Láttu slag standa á útsölunum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er óþarfi að taka alla skap- aða hluti bókstaflega því það kallar bara á álag og örvæntingu. Þú ættir að verja meiri tíma úti í náttúrunni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er auðvelt að smitast af ákafa annarra og fyllast óvenjumikilli bjart- sýni á framtíðina um þessar mundir. Ekki er allt gull sem glóir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þar sem þú ert á endalausum þeytingi fyrir vinnuna, skaltu huga að þeim sem heima sitja. Annríki og fjör á vel við þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú væri alveg kjörið að sinna við- gerðum á heimilinu. Vinir þínir standa þétt við bakið á þér. Ekki gleyma að sinna hugð- arefnum þínum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú skalt hugsa þig vandlega um áður en þú festir fé þitt í einhverju. Mundu að leita til þeirra sem standa þér næst þegar þú þarft þess með. Ólafur Stefánsson er hér í heim-spekilegum hugleiðingum eft- ir sumarsólstöður og dag tekið að stytta: Þið ráðið sjálf hvort roknasögum trúið lífið það er einatt lævíst bæðı́ og snúið svo náttlaust var í gær núna er það búið. Þessi vísa Sigrúnar Haralds- dóttur er hnyttin: „Stúlka á mynd“: Gelgjuleg með granna fingur, giska kjánaleg, var hún, þessi vitleysingur, virkilega ég? Og hreyfði við rómantíska strengnum í Ólafi Stefánssyni: Vonin björt eins og folald sem fæðist, eða ferskur geisli í dagskímu læðist. Svona er myndin af Sigrúnu ungu. silfurljósku með skáldatungu. Þannig blasti myndin við Gústa Mar: Minning lifir ljúf og sönn liðnar stundir rísa. Er Sigrún lék sér löng og grönn léttfætt gelgjuskvísa. Ég fékk gott bréf fyrir helgi þar sem segir frá því að Hjálmar Jóns- son hafi boðið góðvini sínum, Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni, að fara með sér golfhring á golf- velli Odds í Garðabæ, en hann gat ekki þekkst boðið. Hjálmar lét það ekki aftra sér og mætti um morg- uninn, en veður reyndust válynd. Um hádegisbil sendi Hjálmar Jóni Steinari þessa vísu: Ekki tel ég yrði þar eitthvert tjón. Hellirigndi hvort sem var, herra Jón. Jón Steinar skrifaði seint á 20. öldinni um þá réttarrannsókn sem gerð var þegar Bólu-Hjálmar var sakaður að ósekju um sauðaþjófn- að. Jón Steinar sýndi fram á að þetta hefðu verið sýndarrétt- arhöld, enda fannst ekkert sak- næmt. Samt sem áður var Bólu- Hjálmar látinn greiða sak- arkostnað. Séra Hjálmari rann blóðið til skyldunnar og þakkaði fyrir forföður sinn með þessari vísu: Lært þú hefur lagakverið og léttir margra neyð. Ó, að þú hefðir uppi verið á öldinni sem leið! Halldór Blönal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á golfvelli og hugleiðingar eftir sumarsólstöður Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ÉG KREFST RÉTTINDA MINNA! MEÐ SÚKKULAÐI- SÍRÓPI! SLAPPAÐU AF, HEPPNI EDDI! VIÐ EIGUM EKKI AÐ BERJAST FYRR EN EFTIR AÐ MENNIRNIR BORÐA MATINN SEM ÞÚ BJÓST TIL! SEGÐU ÞEIM ÞAÐ! „ÓKEI – OG HVAÐ GERÐIST ÞÁ?“ „HÖFUM VIÐ VERIÐ GIFT Í 50 ÁR, 60 ÁR EÐA 70 ÁR?“ ... allt það dásamlega í einum pakka oj Hræð ilegt Víkverji samgleðst hestamönnummeð glæsilega aðstöðu á Hólum í Hjaltadal undir landsmót og kennslu í hestamennsku. Ekki er annað að heyra en að glymjandi gleði sé með hvernig landsmótið tókst til og tekur Víkverji undir hugmyndir heima- manna um að Hólar verði gerðir að þjóðarleikvangi íslenska hestsins. x x x Víkverji tekur einnig undir hvertorð í grein Guðna Ágústssonar, sem birtist í Morgunblaðinu um helgina, um að hefja Hólastað og há- skólann þar til sóknar. Sagði Guðni hestamenn loksins hafa eignast leik- vang íslenska hestsins og hvatti hann hestamenn, Hólamenn og Skagfirð- inga að hefja undirbúning að nýrri stefnumörkun um Hólastað. x x x Víkverji væri meira en til í að eigasæti í starfshópi um slíka stefnu- mörkun, þó að hann hafi aðeins einu sinni um ævina stigið á bak hesti, þá eingöngu til að ná af því mynd og síð- an var stigið á fasta jörð aftur. Mynd- in er til innrömmuð og ber þess vitni að sem betur fer lagði Víkverji ekki hestamennsku fyrir sig. x x x En Víkverji er vanur ökumaður ogfagurkeri í umhverfismálum. Ef hann fengi sæti í svona starfshópi myndi hann mæta með fullmótaðar tillögur á fyrsta fund um hvernig mætti fegra umhverfi Hólastaðar. Þannig mætti t.d. rífa gamla fjósið og endurreisa það með nýju notagildi, byggja nýja sundlaug, slá túnið í kringum kirkjugarðinn, byggja yfir fornleifauppgröftinn og koma þar upp sýningu, fegra umhverfi nem- endaíbúðanna og svo mætti lengi telja. x x x Brýnasta verkefnið er hins vegar aðlagfæra veginn heim að Hólum. Hann er hreint út sagt skelfilegur og hæðóttari en Vatnsdalshólarnir, ekki einu sinni hægt að drekka bauk á leiðinni án þess að allt fari út um allt. Með ólíkindum að Vegagerðin hafi ekki lagfært veginn fyrir landsmótið. Nú syngja menn hátt og snjallt í Hjaltadal: Hoppum heim til Hóla! vík- verji@mbl.is Víkverji „Þér skuluð ekki heldur láta kalla yð- ur leiðtoga, því einn er leiðtogi yðar, Kristur.“ (Matt. 23:10) HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 VERSLAÐU Á WWW.GÁP.IS ÚTSALA! 20.490,- 14.343,- 5.990,- 4.493,- 9.990,- 6.993,- 7.490,- 5.992,- 13.900,- 10.493,- -30% -25% -30% -20%-25% 10%-50% AFSLÁTT UR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.