Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 12
Getty Images/iStockphoto Í útlöndum er ekkert skjól - eða hvað? Íslendingar hafa margir hverjir ferðast til landa nær og fjær á eigin vegum sem og undir leiðsögn fararstjóra. Efalítið koma flestir heim með upplifun og ferðasögur í farteskinu. Fjórir fararstjórar segja sínar farir ekki sléttar. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 Þeir sem stunda útivist finnavel fyrir jákvæðum áhrifumþess að vera úti í náttúrunni og anda að sér fersku lofti. Vitin fyllast ilmi af gróðri og þorstanum er svalað með fersku fjallavatni. Það er sælutilfinning að standa á tindinum eftir erfiðið og njóta út- sýnisins. Þessar tilfinningar og fleiri upplifir mannfólkið þegar það kemur út í náttúruna. Að vera úti í náttúrulegu um- hverfi hefur áhrif á fólk, bæði lík- amlega og andlega. Skilningarvitin vakna og við för- um að taka eftir hlutum í umhverf- inu sem við tókum ekki eftir áður. Hugsanirnar frelsast frá hvers- dagslegu amstri og einbeitingin miðast við stað og stund. Margir finna fyrir róandi áhrif- um náttúrunnar á taugarnar og ákveðin streitulosun á sér stað. Eftir að inn er komið er jafnvel auðveldara að slaka á og takast svo á við þau verkefni sem bíða. En það er ekki þannig að maður verði að vera stórkostlegur fjalla- garpur til þess að stunda útivist. Útivist er fyrir alla, hver og einn þarf að finna sína leið og sínar for- sendur fyrir útivistinni. Það þarf ekki að fara langt til þess að njóta náttúrunnar sem landið hefur upp á að bjóða. Gönguferðir um fjöruna, almenningsgarða eða önnur nálæg útivistarsvæði eru tilvaldar til að komast í snertingu við náttúrulegt umhverfi og njóta útiveru. Það Útivist fyrir alla Starfsfólk á fjölskyldutjaldsvæðinu við Úlfljótsvatn gefur góð ráð fyrir útileguna Útivist hressir, bætir og kætir Gaman úti Það er ekki bara gaman að fara út í náttúruna við og við, það hefur líka góð áhrif á sál og líkama. Skátahornið Inga Ævarsdóttir 1.Fyrsta ferð mín til útlanda var sem fimm ára pjakkur aðheimsækja ættingja í Kaupmannahöfn. Í raun er ótrúlegt hve margt situr manni í minni þótt svo langt sé um liðið, einmitt vegna þess að þetta var eitthvað nýtt fyrir manni. Frá sjálfum ferðadeginum man ég t.d. hve flugstöðin gamla í Keflavík var þunglyndisleg, þegar gengið var um borð í Boeing-727 vél Flug- leiða undir stélinu og hve veitingarnar um borð voru veglegar (ljósár frá því sem nú þekkist!). Svo þurfti að millilenda í Glas- gow áleiðis til Danmerkur. 2.Berlín, Buenos Aires, Barcelona, Bombay … og þetta erubara bé-in. Í raun þyrfti viðkomandi samfélag fyrst og fremst að virka örvandi á skilningarvitin, auka í senn víðsýni og þekkingu. Fyrstnefnda borgin hefur ákveðna sérstöðu en það land sem hefur djúpstæðust áhrif á mig er Indland. Og það er mín reynsla að á við um marga Íslendinga, enginn verður sam- ur að koma þangað. 3.Fyrir átta árum var ég í fararstjórateymi með alls 240 Ís-lendinga í Kína. Ég man að hópnum var raðað niður á sex rútur og Kínverjarnir sem aðstoðuðu okkur á vettvangi ráku upp stór augu þegar ég benti þeim á að í þessum bifreiðum væru samankomin tæplega 0,1% íslensku þjóðarinnar. Í miðri ferðinni var okkur tilkynnt að síðasta áfangastaðnum, Tíbet, hefði verið lokað fyrir ferðamenn og buðum við í staðinn upp á siglingu á ánni Yangtze. Með í för var Árni Johnsen og að sjálf- sögðu vopnaður gítar og gleymi ég aldrei hvernig glumdi í gljúfrum árdalsins þegar Íslendingar sungu fullum rómi um kartöflugarðana í Þykkvabænum! 4.Næsta ferð er á vegum ferðaskrifstofunnar Farvel til Ind-lands í lok september. Farið verður yfir „gullna þríhyrn- inginn“ Delhi, Agra og Jaipur og svo endað í hinni stórkostlegu Varanasi. Verður einstök upplifun! Pétur Hrafn Árnason sagnfræðingur og fararstjóri Enginn samur eftir Indland – með morgunkaffinu Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is 1. 2. 3. 4. Hvað fannst þér skemmtilegast og/eða leiðinlegast í fyrstu ferð þinni til útlanda? Ef þú þyrftir að búa annars staðar en á Íslandi, hvaða land væri þitt fyrsta val? Hefur þú lent í óheppilegum uppákomum á ferðum þínum með Íslendinga? Hvert er ferð þinni heitið? STORMUR EHF | KLETTHÁLSI 15 | S: 577 1717 | WWW.STORMUR.IS Verð 1.990.000 kr. án vsk. 1.605.000 kr. Til á lager Sportman® 570 EPS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.