Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 201. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Hópurinn nauðgaði konunni aftur 2. Sex létust úr sjö manna fjölskyldu 3. Réðst að farþegum með öxi 4. Sagður hafa átt 73 ára gamlan … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Lagaflokkur Ingibjargar Azimu Guðlaugsdóttur við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur í Garði verður fluttur á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar í kvöld klukkan 20.30. Viðburð- urinn er hluti af sumartónleikaröð safnsins þetta árið og ber yfirskriftina Vorljóð á ýli. Á tónleikunum koma fram Margrét Hrafnsdóttir sópran, Gissur Páll Gissurarson tenór, Grímur Helgason, klarínett, Ave Kara Sillaots, harmónikka, Darri Mikaelsson, fagott, Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir, selló, og Gunnlaugur Torfi Stefánsson, kontrabassi. Morgunblaðið/Eggert Vorljóð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar  Á jazzkvöldi á Kex hostel í kvöld kemur fram kvintett píanóleikarans Árna Heiðars Karlssonar. Aðrir hljóð- færaleikarar eru Ed Sarath á flygil- horn, Joakim Berghall á saxófón, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Kvintettinn mun spila allt frá þekktum djassstandördum yfir í frumsamda tónlist. Ed Sarath, flygil- horn, er prófessor í djasstónlist í Há- skólanum í Ann Arbor í Michigan-ríki í Bandaríkjunum og hefur komið víða við á löngum ferli sínum og Joakim Berghall, baritón- og sópransaxó- fónn, er Íslendingum að góðu kunnur eftir komu sína á Jazzhátíð Reykja- víkur fyrir ári. Árna Heiðar píanóleik- ara, Valdimar Kolbein kontrabassaleikara, og Scott trommu- leikara þarf svo vart að kynna enda Ís- lendingum vel kunnir. Kvintett Árna Heið- ars Karlssonar á Kex Á miðvikudag Norðaustan 3-10 m/s. Dálítil rigning SA- og A- lands, en annars skýjað með köflum, en léttskýjað N-og NV-til. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast V-til. Á fimmtudag Norðlæg átt, 3-10 m/s, hvassast NV-til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Þykknar upp með rigningu S- og SA-lands seint í dag. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast inn til landsins. VEÐUR „Hann gerir þá hluti sem hann ætlar. Ég hef verið lengi í þessum bransa og var orðinn svolítið þreyttur. Ari sparkaði mér af stað í haust með því að benda mér á þjálfara sem honum fannst vitrænn – ungan breskan þjálfara sem hafði lært hjá einum virtasta núverandi frjálsíþróttaþjálfara heims,“ segir þjálfari Ara Braga Kárasonar, sprettharðasta manns Íslands. »4 Sparkaði þjálf- aranum af stað Frammistaða U20 ára landsliðsins í körfuknattleik karla í Evrópukeppn- inni sem nú stendur yfir í Grikklandi hefur vakið talsverða athygli. Sér- staklega þar sem íslenska liðið lagði Rússland að velli. „Það eru töluverð tíðindi að Ísland vinni Rússland en við höfum ekki mætt þeim oft í sögunni. Rúss- land hefur verið eitt af sigursæl- ustu liðum Evrópu eft- ir fall Sov- étríkjanna,“ segir Friðrik Ingi Rún- arsson. »1 Töluverð tíðindi að sigra Rússland í körfubolta Víkingur skoraði tvö mörk í uppbótar- tíma og tryggði sér með því sigur á Þrótti í uppgjöri Reykjavíkurliðanna í lokaleik fyrri umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Fossvoginum í gærkvöld. Allt stefndi í jafntefli þegar varamaðurinn Óttar Magnús Karlsson skoraði glæsilegt mark. Víkingur komst upp í miðja deild en Þróttur sit- ur eftir á botni deildarinnar. »3 Tvö Víkingsmörk í upp- bótartíma gegn Þrótti ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Margrét Frímannsdóttir, fv. þing- kona og forstöðumaður Litla- Hrauns og Sogns, byrjaði að vinna hjá Gróðrarstöðinni Storð í Kópa- vogi í mars síðastliðnum. Margrét er kunn fyrir áhuga sinn á garð- yrkju og fór stundum þegar hún var á þingi til vinnu hjá Gróðrar- stöð Ingibjargar í Hveragerði til að kúpla sig út, eins og hún segir sjálf. „Þetta er allt annað en það sem ég hef verið að gera. Ég var búin að vera í stjórnmálum og stjórn- unarstöðum í yfir 30 ár og mér fannst kominn tími á að hætta og gera eitthvað annað. Horfa öðru- vísi á lífið og ég sé ekki eftir því. Þótt það hafi verið frábært að vinna bæði á Litla-Hrauni og Sogni, með því frábæra starfsfólki sem er þar, þá taka þau störf sinn toll,“ segir hún. Margrét er ekki menntuð í garð- yrkju en það þarf ekki að tala lengi við hana um plöntur, garða eða runna til að heyra að hún veit hvað hún syngur. „Hún veit oft miklu meira en við garðyrkjufræðing- arnir,“ segir samstarfskona hennar sem gengur inn í kaffistofu Storðs. Sé alltaf eitthvað nýtt „Ef ég væri aðeins yngri myndi ég skella mér í Garðyrkjuskólann þó að það sé mjög góður skóli að vinna hér,“ segir Margrét. „Hér fær maður góða leiðsögn. Eftir vinnu fer ég heim í garðinn minn. Ég sé alltaf eitt- hvað nýtt á hverju sumri sem hægt er að prófa eða gera. Mað- ur er alltaf að búa til pláss, færa til og grúska. Svo skoða ég mikið, eins og í Lystigarðinum á Akureyri eða hér á höfuðborgar- svæðinu, og einnig frælista og jafn- vel panta að utan. Það er alltaf jafnspennandi að sjá hvað lifir á vorin og hvernig hefur til tekist.“ Notaleg tilfinning Margrét segist hlakka til að mæta til vinnu á hverjum degi og vakna upp með bros á vör. Áhuga- málið sé orðið að vinnu og ábyrgð- in sé minni en áður. Þá sé tíminn sem hún geti nú nýtt með fjöl- skyldunni dýrmætur. „Þetta er of- boðslega notaleg tilfinning. Ég ræð mér sjálf og get núna sinnt börn- um og barnabörnum og fjölskyld- unni mun meira en áður.“ Áhugamálið varð að vinnu  Grænir fingur Margrétar Frímannsdóttur Morgunblaðið/Þórður Möggubrá Margrét Frímannsdóttir fyrir framan svokallaða Möggubrá sem er glæsilegt sumarblóm. Nú er tíma sumarblóma að ljúka og við tekur tími runna og trjáa sem Margrét og Gróðrarstöðin vita allt um. „Við erum heppin með það að íslenskir garðyrkjubændur eru frábærir. Þeir rækta góðar plöntur og eru ekki að selja fólki neitt rusl. Yfir höf- uð þá eru garðyrkjubændur mjög vandaðir og leggja metnað sinn í vöruna. Ég þekki vel til og það er metnaður að skila frá sér fyrsta flokks vinnu, það er enginn afsláttur af því,“ segir Margrét sem líkar vel að vinna í Gróðrarstöðinni Storð. „Hér er gott að vinna og ég held að gróðrarstöð sé góður vinnustaður. Það eru engin illindi hér. Það er tilhlökkun að mæta til vinnu á hverjum degi og ég er að gera núna það sem mér finnst skemmtilegast. Það er heilmikil líkamsrækt að vinna í gróðrarstöð því það er alltaf eitthvað að gera, hvort sem það er að hlaupa um eða bera þung tré. Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera.“ Leggja metnað sinn í vöruna GÆÐIN ERU MIKIL HJÁ ÍSLENSKUM GARÐYRKJUBÆNDUM Margrét Frímannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.