Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.07.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 BAKSVIÐ Skúli Halldórsson sh@mbl.is Árlegur leiðangur vísindamanna til Surtseyjar hófst í gær undir forystu Borgþórs Magnússonar, plöntuvist- fræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Leiðangurinn stendur fram á föstudag en hópinn skipa sjö vís- indamenn, þar af tveir prófessorar frá háskólum í Svíþjóð. Með í för var Þórdís V. Bragadótt- ir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á sviði náttúru. Þegar Morgunblaðið náði sam- bandi við Þórdísi í gær var hún á leið um borð í þyrlu Landhelgisgæsl- unnar, sem ferjaði hana ásamt hópn- um til Surtseyjar. Að hennar sögn er misjafnt eftir árum hvort notast sé við þyrlu eða bát til ferðarinnar. „Það fer í raun eftir því hvaða fararskjóti er tiltækur,“ segir Þórdís. Ævar vísindamaður tekur upp Auk hennar og vísindamannanna verða einnig í eynni tveir sjálf- boðaliðar á vegum Surtseyjarfélags- ins, í þeim tilgangi að hreinsa rusl úr fjörum hennar. Þá munu starfsmenn Veðurstofunnar sömuleiðis koma þar við í vikunni, til að sinna reglulegu viðhaldi veðurstöðvar og vefmynda- vélar sem þar eru. Því til viðbótar mun Ævar Þór Benediktsson fara ásamt tökuliði út í eyjuna í september, til að taka upp efni fyrir sjónvarpsþáttinn Ævar vís- indamann. Ljóst er því að einhver fjöldi fólks mun leggja leið sína um eyjuna í ár. Að sögn Þórdísar er fjöldinn þó svip- aður og verið hefur síðustu árin. Ekkert salerni að finna í eynni Strangar reglur gilda um klæðnað og farangur þess fólks sem sækir Surtsey heim, svo landnám og þróun lífs eigi sér stað án tilstuðlan manns- ins. Þórdís segir að þeim sé venju samkvæmt framfylgt í þaula. „Fólk þarf náttúrulega að þrífa vel allan fatnað og búnað áður en farið er út í eyju, til að koma í veg fyrir að það flytji með sér lífverur og plöntuleif- ar.“ Umhverfisstofnun gefur út sérstök fararleyfi fyrir þá sem hafa hug á að skoða Surtsey. Athygli vekur að þar er þess getið að óheimilt sé að „vökva“ plöntur í Surtsey, þar sem þvag virki sem áburður og geti þann- ig haft áhrif á vöxt gróðurs. Þá er þess ávallt getið, við veitingu leyfanna, að ekkert salerni sé að finna í eyjunni og því þurfi gestir að gera viðeigandi ráðstafanir. „Það passar,“ segir Þórdís létt í bragði, spurð um þetta atriði. Þá seg- ir hún það ekki hafa verið til umræðu að koma upp varanlegri salern- isaðstöðu á eyjunni, sem nýst gæti þeim sem þangað kæmu. „Það þyrfti náttúrulega að tæma það og það er ekki hægt, nema það sé hreinlega tæmt uppi á landi.“ Ferðafólk getur þó tekið með sér ferðasalerni, en þá gildir slíkt hið sama, flytja þarf það aftur upp á land að loknum leiðangrinum, með öllu því sem til hefur fallið. „Alltaf gaman að komast út“ Þórdís hefur undanfarin fimm ár haft umsjón með hópum sem heim- sækja Surtsey. „Þetta er hluti af sumarrútínunni hjá mér. Það er að minnsta kosti ein ferð út í Surtsey á hverju ári og mér finnst alltaf gaman að komast þarna út,“ segir Þórdís og bætir við að breytingar megi sjá í hvert sinn. „Hafið er alltaf að brjóta af eyjunni og móta tangann á nýjan leik. Strandlínan breytist því alltaf ár frá ári.“ Alltaf megi þó finna þar kyrrð og ró, og enn fremur engan hávaða af mannavöldum. „Maður hlustar á garg mávanna í varpinu og dyninn í öldunum sem falla á tanganum. Svo fer maður nið- ur í gígana þar sem ríkir algjört logn og þú heyrir ekki einu sinni niðinn í vindinum.“ Hópur fólks gistir Surtsey  Sjö vísindamenn verða í eynni til föstudags auk umsjónarmanns, tveggja starfsmanna Veðurstofu og tveggja sjálfboðaliða  Bannað að „vökva“ gróður Ljósmynd/Þórdís V. Bragadóttir Pálsbær Hópurinn sem fór á síðasta ári út í eyjuna, á 50 ára afmæli friðlýsingar hennar, til að sinna nauðsynlegu viðhaldi á Pálsbæ. Húsið hýsir þá sem heimsækja eyjuna en Surtseyjarfélagið hafði umsjón með verkinu. Ljósmynd/Borgþór Magnússon Rusl Frá norðurtanga eyjarinnar í júlí árið 2014. Tveir sjálfboðaliðar verða í eynni fram á föstudag til að tína rusl sem rekið hefur á fjörur hennar. Sumarið 1969 starfaði Ágúst Bjarnason hjá Surtseyjarfélag- inu við að fylgjast með land- námi plantna í Surtsey. Fyrir rúmu ári upplýsti hann um atvik sem þá kom upp en legið hafði í þagnargildi alla tíð. Í grein Ágústs kveðst hann hafa fengið skilaboð þetta sum- ar um að fundist hefði sér- kennileg planta í Surtsey og að hann skyldi hraða för sinni út í eyna. „Ég fann plöntuna eftir skamma leit. Miðað við fyrri lýs- ingu hafði hún vaxið ótrúlega hratt. Fyrst stóð ég agndofa yfir þessari sérkennilegu plöntuteg- und, sem minnti frekast á kart- öflugras. Ég beygði mig niður og velti frá tveimur hraun- hellum, sem lágu upp að plönt- unni hvor sínu megin. Þar undir var einkennileg hrúka, sem var mjög lin, þegar potað var í hana. Allt í einu varð mér ljóst, hvað þarna var á ferð. Einhver hafði gengið örna sinna undir hraunsnefi í skjóli fyrir suðaustanáttinni og upp úr saurnum óx þessi fagurlega tómatplanta, um 15 sm á hæð.“ Mokaði hann þá öllu upp í plastpoka og hnýtti vandlega fyrir. Ekkert mætti jú spilla náttúrulegu landnámi. Sérkennileg planta fannst ÓNÁTTÚRULEGT LANDNÁM Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is RENAULT MASTER DCI100 L2H2 nýskr. 2013, eknir +/- 50 þ.km, diesel (101 hö), 6 gíra. Fjarstýrðar samlæsingar, bakkskynjarar, armpúði, hliðarklæðning. L=555cm, B=207cm, H250cm. Verð 3,0mkr. + vskFJÓRIRMEISTARAR Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is „Ég get ekki neitað því að auðvitað er ánægjulegt að finna að maður hefur stuðning og það gildir einu hvort maður er í stjórnmálum eða annars staðar, stuðningur er alltaf hjartfólginn,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, en stuðningsmenn hans létu gera könn- un sem sýndi að hann nyti meiri stuðnings meðal sjálfstæðismanna í efsta sæti listans í Suðurkjördæmi en núverandi oddviti flokksins, Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra. Elliði segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram í næstu þingkosningum, en þrýstingurinn aukist með niðurstöðu svona könnunar. Niðurstöðu geti verið að vænta á Þjóðhátíð í Eyjum. Maskína gerði könnunina á netinu og úrtakið var 529 kjósendur í Suðurkjördæmi. Spurt var annars vegar hvort fólk vildi að Elliði eða Ragnheiður leiði lista flokksins í næstu kosningum. Hins vegar var spurt hvort fólk væri líklegra eða ólíklegra til að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn ef Elliði leiddi listann en ekki Ragnheiður. Prófkjörið skiptir mestu Samkvæmt niðurstöðunum vildi 61% þeirra sem afstöðu tóku að El- liði myndi leiða listann og 67,5% að- spurðra voru líklegri til að kjósa flokkinn ef Elliði væri oddviti. Ragnheiður Elín sagði á mbl.is í gær að menn notuðu mismunandi aðferðir til að koma sér í umræðuna. Prófkjör flokksins væri sú könnun sem mestu máli skipti. Elliði Vignisson Ragnheiður Elín Árnadóttir Nýtur meiri stuðnings en ráðherra  Elliði hefur ekki gert upp hug sinn Björgunarskipið Gunnar Friðriks- son sótti slasaðan ferðamann í Aðalvík á Hornströndum síðdegis í gær. Ferðamaðurinn var með höfuðáverka eftir fall og var hann fluttur til Ísafjarðar til aðhlynn- ingar. Þetta kom fram í frétta- tilkynningu frá Landsbjörgu en frekari upplýsingar lágu ekki fyrir í gærkvöldi um líðan mannsins. Ferðamaður féll á Hornströndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.