Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 10
Náttúrufræðingurinn 102 að meðaltali meiri en gerist í öðrum sýslum á landinu en hins vegar er forystufjáreign ekki almenn. Á Miðnorðurlandi (Eyjafirði og Skagafirði) var forystufjáreign miklu dreifðari en í Húnaþingi en margar kindurnar eru ein eða tvær í hjörð. Í Suður-Þingeyjarsýslu var forystufé að finna á mörgum búum en yfirleitt fremur fátt í hverri hjörð. Í Norður- Þingeyjarsýslu var fleira forystufé en í nokkurri annarri sýslu og féð dreift á mörg bú. Þar voru allmargir af stærstu hópum forystufjár í landinu og umtalsverður hluti forystuhrúta í landinu. Í Norður- Múlasýslu var flest forystuféð í Vopnafirði og á Jökuldal norðan Jökulsár, og stendur ræktun þess á þessum svæðum á gömlum merg. Einstakar forystukindur sunnar í sýslunni eru aðkeyptar eftir fjárskipti á svæðinu. Á svæðinu frá Egilsstöðum og suður og vestur um að Markarfljóti er lítil forystufjáreign. Á þessu svæði og á Vestfjörðum er forystufé langstrjálast hér á landi. Í Rangárvallasýslu vestanverðri og í Árnessýslu var allnokkuð um forystufé en yfirleitt fremur fátt á hverju búi. Athygli vekur hve hátt hlutfall af sauðastofninum var að finna á þessu svæði (4. mynd). Á búi í Rangárvallasýslu var að finna svolitla hjörð forystusauða. Aldursdreifing fjárins Á 5. mynd er sýnd aldursdreifing fjár í rannsókninni og flokkun eftir kyni. Hrútarnir voru yngstir að jafnaði eða 2,5 ára. Hjá sauðunum og ánum er meðalaldurinn hins vegar 4,4 ár. Meirihluti hrútanna, 70%, voru lambhrútar eða vetur- gamlir hrútar. Sauðir á þessum aldri eru hins vegar aðeins um 45% sauðastofnsins en margir af hrútunum eru geltir eftir notkun sem lambhrútar. Á súluritinu um aldursdreifingu ánna sést hátt hlutfall af veturgömlum ám og er það vísbending um að forystufé fari fjölgandi. Ekki eru til neinar nýlegar tölur um hliðstæða aldursdreifingu hjá ám af öðru fé en vitað er að forystuær eru að jafnaði látnar lifa 4. mynd. Forystuféð á Brúnastöðum í Flóa fer fyrir fjárhópnum að vori um 1980. Fremstur er vaninhyrndur sauður. – The leadersheep on Brúnastaðir Farm in Flói, S.-Iceland, leading the flock in the spring, around 1980. The first one is a leaderwether with trained horns, practiced on some farms. Ljósm./Photo: Valdimar Ágústsson. Svæði District Bú Flocks Hrútar Rams Ær Ewes Sauðir Wethers Samtals Total sheep Meðalfjöldi gripa á búi Mean number in flock Gullbr. og Kjósars. 3 1 8 1 10 3,33 Borgarfjarðarsýsla 15 6 49 2 57 3,80 Mýrasýsla 11 3 49 1 53 4,82 Snæf. og Hnappads. 17 6 48 3 57 3,35 Dalasýsla 19 6 60 3 69 3,63 Barðastrandarsýslur 7 3 25 0 28 4,00 Ísafjarðarsýslur 4 1 11 0 12 3,00 Strandasýsla 10 0 37 1 38 3,80 V.-Húnavatnssýsla 15 5 65 8 78 5,20 A.-Húnavatnssýsla 19 8 89 2 99 5,21 Skagafjarðarsýsla 37 6 99 14 119 3,22 Eyjafjarðarsýsla 34 9 73 9 91 2,68 S.-Þingeyjarsýsla 61 11 133 22 166 2,72 N.-Þingeyjarsýsla 45 20 179 8 207 4,60 N.-Múlasýsla 33 7 85 3 95 2,88 S.-Múlasýsla 11 1 27 1 29 2,64 A.-Skaftafellssýsla 8 2 20 1 23 2,88 V.-Skaftafellssýsla 7 1 11 4 16 2,29 Rangárvallasýsla 16 0 41 18 59 3,69 Árnessýsla 43 11 81 24 116 2,70 Samtals / Total 415 107 1190 125 1422 3,43 2. tafla. Dreifing forystufjár um landið. Ásett fé haustið 2008. – The distribution of leadersheep by districts in the autumn of 2008. NFr_3-4 2015_final.indd 102 30.11.2015 16:34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.