Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 45

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 45
137 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags leysti var frumframleiðnin um margt óvenjuleg miðað við önnur ár. Þessi breytileiki milli ára var ekki talinn hafa áhrif á heildarframleiðni, heldur frekar á það hvernig næringarefnaforðinn var nýttur.10 Árið 2007 hófst vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns á vegum Umhverfisstofnunar, Lands- virkjunar, Orkuveitu Reykja víkur og Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Verk- efnið nær til efna- og eðlisfræðilegra þátta og lífríkis svifsins. Í saman- tekt á niðurstöðum áranna 2007 til 2011 er sýnt fram á að vatnið hafi hlýnað umtalsvert frá fyrra rannsóknartímabili. Með hlýnuninni verða mun skarpari hitaskil í efsta hluta vatnsins að sumri en áður þekktust. Ísa leggur seinna um vetur en áður og ísalög vara styttra en þekkt var á síðustu öld, ef vatnið leggur yfirhöfuð. Magn þörungasvifsins, mælt sem blaðgræna, var talið meira en í fyrri rannsóknum, sér í lagi að hausti.13 Breytinga eða sveiflna varð einnig vart í styrk næringarefna. Breytingar á styrk kísils, fosfórs og niturs í vatninu gætu tengst breytingum á magni þörunga.14 Á 5. mynd má sjá fjölda A. islandica í sýnum sem safnað var á árabilinu 2007 til 2010.15,16,17,18 Greina má vor- og hausttoppana í gagnasafninu og lágmarkið um sumarið og frávik frá því (samanber 3. mynd). Mikilvægustu upplýsingar myndarinnar í þessu samhengi er þó hinn mikli munur sem virðist geta verið milli ára í maí- og októbermælingunum. Þetta getur annaðhvort verið vísbending um raunverulegan mun í hámarksfjölda milli ára, eða vísbending um að vaxtartopparnir (samanber 3. mynd) geti hliðrast til í tíma. A. subarctica sýnir sambærilegan mun á milli ára. Sumarframleiðsla Aulacoseira-tegunda á botni Nitella opaca C. Agardh er kransþörungur sem myndar þétt gróðurbelti á 10 til 18 m dýpi í Þingvallavatni. Fyrstu sprotarnir vaxa upp frá botninum í byrjun maí og gróðurbeltið hefur náð 70– 80 cm hæð í september–október. Lítið er um eiginlega ásætuþörunga á kransþörungnum, en þekja grots og botnfallinna þörunga úr svifinu leggst á plönturnar og allt gróðurbeltið. Aulacoseira- tegundirnar mynda verulegan hluta botnfallsins. Þetta laustengda set kísilþörunga stendur undir um þriðjungi frumframleiðslunnar í þessu samfélagi og er uppi staða í fæðu smádýra.19 Það á væntanlega einnig við á krans þörungalausum svæðum á botni þar sem nægilegt ljós er til frumframleiðslu. Báðum Aulacoseira-tegund un um hefur verið lýst sem tegundum sem vaxa sem svif þörungar en geta einnig vaxið eða dvalist skemmri eða lengri tíma á botni.20, 21 Vetrarframleiðsla Aulacoseira-tegunda í svifinu Hátt hlutfall grots á krans þörunga- beltinu er talið benda til þess að bylgjuhreyfingar vegna vinda haldi uppi hringrás efnisflutninga á milli botns og vatnsbolsins, og eftir botninum, þannig að reglulega skolist lífverur (þörungar) og dautt lífrænt efni af botni og flytjist til vegna róts og strauma.22 Þetta efni berst út í vatnsbolinn eða fellur aftur til botns. Í desember 1985 hafði gróðurbelti kransþörunga fallið eða losnað upp í vetrarstormum og kransþörungaflyksur voru algengar í vatninu. Má gera ráð fyrir að mikið magn efnis hafi skolast af botni og borist í vatnsbolinn.23 Ebbe Lastein11 skilgreinir tvö mikilvirk tímabil í árlegri frumframleiðslu Þingvallavatns. Annars vegar er það vorið þegar uppsafnaður næringarefnaforði vetrarins er tekinn upp og nýttur við framleiðslu á lífrænu efni. Á meðan á því stendur gerir Lastein ráð fyrir botnfalli 2–3% frumframleiðslunnar á dag. Hins vegar er það haustið, þegar öflug blöndun skapar grundvöll fyrir nýtt vaxtartímabil. Frumframleiðslan að hausti til á sér stað samhliða miklu niðurbroti lífræns efnis sem hefur safnast upp í vatninu yfir sumarmánuðina.11 Niðurbrotið losar á ný um næringarefnaforðann sem er bundinn í lífmassanum. Vetrartilveru Aulacoseira-tegunda í svifinu í Þingvallavatni má vafalaust skýra með lóðréttri blöndun í vatnsbolnum og upp- 5. mynd. Aulacoseira islandica. Fjöldi frumna í þúsundum frumna í lítra eftir mánuðum árin 2007 til 2010 á stöð sem staðsett er á miðju Þingvallavatni (stöð 2) og í útfalli vatnsins 2010. Hver súla sýnir geómetrískt meðaltal allra taldra sýna hvern mánuð, hvert ár.15,16,17,18 – Cell number (*1000) of Aulacoseira islandica, each sampled month during the sampling period 2007–1010. Each column represents the geometric mean of all data sampled the respective month and year. 15,16,17,18 NFr_3-4 2015_final.indd 137 30.11.2015 16:34

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.