Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2015, Side 22

Ægir - 01.07.2015, Side 22
22 Þarna er einnig að finna skrif- borð föðurafa Péturs sem gert hefur verið upp af natni og virð- ingu. Hann minnist á föður- missinn í öllu þessu mikla um- breytingaferli. „Það hefði verið gaman fyrir pabba að sjá fyrir endann á þessu öllu því hann studdi þá ákvörðun okkar heils- hugar að ráðast í þessar breyt- ingar.“ Þegar Pétur er beðinn um að rekja aðdragandann að þessum miklu breytingum aðeins betur stendur ekki á svörum. Hann segir saltfiskmarkaðinn mjög góðan mælikvarða á þróunina en Vísir hf. er stór framleiðandi saltfisks. Hann segir að á síð- ustu misserum fyrir hrun hafi saltfiskverð verið í hæstu hæð- um. Svo kom bankahrunið 2008. Birgðahald færist til framleiðenda „Við hrunið stöðvaðist sala af- urða á einu bretti. Við seldum nánast ekkert í heilt ár og birgðir hlóðust upp. Við urðum að gera eitthvað. Við ákváðum t.d. að taka 500 tonn af besta línufiskinum okkar, skárum hann í sneiðar og seldum þurrkaðar til Nígeríu. Við hengdum einnig helling upp í skreið og gerðum allt sem við gátum til þess að bæta ekki í birgðir,“ segir Pétur. Mikið verðfall varð á mörk- uðum árið 2009 þegar birgjar og milliliðir losuðu um upp- safnaðar birgðir. Verðið steig svo aftur í seint á árinu 2009 þegar eftirspurn jókst á ný. „Næstu árin voru nokkuð stöð- ug en sú grundvallarbreyting hafði orðið að enginn vildi halda birgðir. Það ástand varir enn. Það kom því í hlut fram- leiðenda að stýra birgðunum algjörlega einir. Þetta var nýr veruleiki fyrir okkur en um leið ein af forsendunum fyrir þeim breytingum sem við höfum lagt út í.“ Pétur segir að þrátt fyrir að sala afurða hafi gengið ágæt- lega hafi stjórnendum fyrirtæk- isins verið orðið það ljóst árið 2012 að rekstrarumhverfið krafðist meiri sveigjanleika og afhendingarhraða ef framlegð ætti að vera ásættanleg. „Árið 2013 hófst eins en við ákváðum að bíða til haustsins í þeirri von að þá færi að rætast úr. En það gerðist bara ekkert og við sáum hvergi nein merki þess að breytinga yrði vart,“ segir Pétur. Tvö fiskhús í stað fjögurra „Við urðum að breyta til að mæta vaxandi eftirspurn eftir ferskum fiski og auknum hraða í afgreiðslu og við þurftum enn- fremur að mæta auknum gæðakröfum. Eina leiðin til að ná þessu öllu var að færa alla vinnslu í tvö hús sem væru hlið við hlið. Nálægð við alþjóða- flugvöllinn réði því að Grinda- vík varð fyrir valinu. Endanleg ákvörðun um það var tekin í ársbyrjun 2014. Við höfum á hálfu öðru ári farið úr því að vera með fjögur vinnsluhús, þar sem ekkert þeirra stóðst nú- tímakröfur yfir í að vera með einhver tvö bestu vinnsluhús landsins, hvort á sínu sviði. Í stað þess að vinna 16.000 tonn í fjórum húsum ætlum við að vinna 20.000 tonn í tveimur húsum með miklu meiri sveigj- anleika í framleiðslu,“ segir Pét- ur. Vísir hefur unnið náið með Marel að uppsetningu búnaðar í nýrri ferskfiskvinnslu fyrirtæk- isins. Pétur segir nýja kynslóð bitaskurðarvéla Marel vera álíka byltingu og flökunarvélarnar voru á sínum tíma. „Þessar nýju vélar skapa okkur möguleika á að þróa vinnsluna skrefinu lengra og framleiða bita í til- búna rétti. Tölva myndar flakið á sekúndubroti og reiknar hvernig hægt er að ná bestri nýtingu úr því. Við samanburð höfum við séð að tölvusýnin getur fært okkur 10% meira verðmæti úr nákvæmlega sama flakinu en ef það væri skorið með gamla laginu. Þetta er í raun alveg nýr heimur.“ Leiðandi í nýsköpun Vaxandi áhugi hefur á undan- förnum árum verið innan sjáv- arútvegsins á nýsköpun og þró- un ýmissa hliðarafurða úr hrá- efni sem áður var lítið eða jafn- Starfsmenn í vinnslusal Vísis.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.