Ægir

Volume

Ægir - 01.12.2015, Page 8

Ægir - 01.12.2015, Page 8
Sjávarútvegshúsið var byggt fyrir starfsemi Hafrannsóknastofnunar og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og afhent þeim í febrúar 1966. Jón Jónsson, forstjóri 1965-1984. Jakob Jakobsson forstjóri 1984- 1998. Á vormánuðum árið 1965 var ákveðið með lögum frá Alþingi að Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans, sem starfrækt hafði verið frá árinu 1937, skyldi renna í sjálfstæða stofnun, Haf- rannsóknastofnunina. Sú stofn- un hefði sérstakt skilgreint hlutverk í þágu sjávarútvegs- ins. Á þessum 50 árum hefur sjávarútvegur verið burðarás atvinnulífsins, þó margt fleira hafi komið til, einkum síðari ár. Á þessu tímabili háðu Íslend- ingar stríð í tengslum við út- færslu landhelginnar, síðast ár- ið 1976, sem leiddi til viður- kenningar 200 sjómílna efna- hagslögsögunnar með Hafrétt- arsamningnum árið 1982. Þar voru vísindaleg rök Hafrann- sóknastofnunar leiðarljósið í kröftugum málflutningi stjórn- valda. Þá urðu gríðarlegar tækniframfarir í sjávarútvegi, þróun skilvirks fiskveiðistjórn- unarkerfis og ýmiss konar hag- ræðing í atvinnugreininni, sem stuðlaði að velsæld. Í dag get- um við Íslendingar því státað af fiskveiðum og sjávarútvegi, sem horft er til sem fyrirmyndar um víða veröld. Frá því að Hafrannsókna- stofnun komst á legg hafa vel á annað þúsund starfsmenn lagt hönd á plóg. Þeir sem leitt hafa starfið þessi 50 ár eru forstjór- arnir þrír, Jón Jónsson, Jakob Jakobsson og sá sem þetta skrifar. Á Hafrannsóknastofnun hefur ávallt verið að störfum af- ar samstillt sveit fagmanna. Ár- ið 1965 voru starfsmenn Haf- rannsóknastofnunar í landi um 30 talsins, þar af 13 sérfræðing- ar. Síðustu ár hafa starfsmenn verið á bilinu 140-150, hátt í 100 háskólamenntaðir, þar af tæplega 60 með meistara- eða doktorspróf. Nokkur samdráttur hefur orðið síðustu ár, en mest- ur var fjöldi starfsmanna árið 2005, um 170 manns. Mikill stórhugur ríkti á fyrstu árum stofnunarinnar þrátt fyrir nokkra efnahagslega lægð. Strax var hafist handa um hús- byggingu við Skúlagötu 4, Sjáv- arútvegshúsinu, sem afhent var Hafrannsóknastofnun og Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins í febrúar 1966. Snemma árs 1966 var afráðin smíði á nýju rann- sóknaskipi sem hlaut nafnið rs. Árni Friðriksson og var afhent ári síðar. Árið 1970 kom svo rs. Bjarni Sæmundsson nýr til landsins. Það var síðan árið 2000 að nýr Árni Friðriksson var byggður og þeim eldri skipt út í hans stað. Auk þessara skipa voru tvö minni skip nefnd Dröfn um skeið í eigu stofnun- arinnar og tvö fiskiskip sem báru nafnið Hafþór. Nýsmíði rannsóknaskipanna þriggja var fjármögnuð með Haf- og fiskirann- sóknir í hálfa öld T ím a m ót Höfundur er Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar 8

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.