Ægir

Volume

Ægir - 01.12.2015, Page 9

Ægir - 01.12.2015, Page 9
sérstöku gjaldi á sjávarútveginn og með stuðningi atvinnu- greinarinnar. Takmarkað úthald og aldur rannsóknaskipanna hamlar nú rekstri og fram- kvæmd mikilvægra verkefna. Mikil þörf er á því að sett verði fram áætlun um endurnýjun rannsóknaskipa og tækjabún- aðar. Hyggilegt væri að setja hluta þeirra gjalda sem sett hafa verið á sjávarútveg í dag til hliðar, til að tryggja eðlilegt við- hald og endurnýjun rannsókna- skipa og búnaðar í takt við tækniframfarir, enda er það forsenda öflugs rannsókna- starfs og eðlilegrar þróunar at- vinnugreinarinnar. Árið 1974 var fyrsta útibú Hafrannsóknastofnunar sett á laggirnar á Húsavík, en nú eru útibú og starfsstöðvar á Ólafs- vík, Ísafirði, Skagaströnd, Akur- eyri, Höfn í Hornafirði og Vest- mannaeyjum. Útibúin gegna þýðingarmiklu hlutverki við gagnasöfnun og öflun upplýs- inga um gang veiða í hinum ýmsu landshlutum og auka tengsl stofnunarinnar við sjáv- arútveginn. Auk þess rekur Haf- rannsóknastofnun tilraunaeld- isstöð að Stað í Grindavík. Viðfangsefnin í hálfa öld Þegar hálfrar aldar saga Haf- rannsóknastofnunar er skoðuð má merkja ýmiss konar þróun í viðfangsefnum, aðstæðum og stöðu rannsóknanna. Tilkoma rannsóknaskipanna á fyrsta ára- tug starfseminnar og ný og full- komin rannsóknaaðstaða að Skúlagötu 4 voru forsendur þess að rannsóknirnar stórefld- ust og hægt var að halda úti markvissum rannsóknum og vöktun á fiskistofnum og um- hverfisaðstæðum. Ljóst er að viðfangsefnin liðna hálfa öld breyttust veru- lega. Árin 1965-’75 einkenndust af fiskileit sem beindist m.a. að síld, karfa og loðnu, en líka að hryggleysingjum, svo sem rækju og humri. Þá markaðist tímabilið af hruni síldveiðanna, hafísárunum og rannsóknum sem beindust að því að skýra hrunið og að kanna áhrif um- hverfisþátta þar á. Á þessum ár- um komu fiskifræðingar á stofnuninni að undirbúningi út- færslu efnahagslögsögunnar í 50 sjómílur árið 1972 og síðar í 200 sjómílur árið 1976, þar sem fiskvernd var meginstefið. Næstu tíu árin má segja að hafi verið tími örra breytinga, þar sem höfuðverkefnið var að rannsaka afrakstur nytjastofna og leggja fram tillögur um tak- markanir á veiðum til að tryggja sjálfbærni þeirra. Áfram var Haf- rannsóknastofnun kjölfestan í málflutningi stjórnvalda varð- andi útfærslu landhelginnar. Og með útkomu „svörtu skýrsl- unnar“ árið 1976 var svo hinn alvarlegi tónn gefinn, þar sem stofnunin lagði til mikinn sam- drátt botnfiskveiða vegna allt of þungrar sóknar. Þegar ekki lengur var við að etja ofveiði er- lendra fiskiskipa þurfti nú að takast á við vandann innan- lands, takmarka eigin veiðar. Óhætt er að segja að þá hafi deilur risið um stjórn fiskveiða af fullum þunga. Á árunum 1985-1995 tóku við mikil átök um fiskifræðileg málefni. Það reyndist erfitt að draga saman afla og í ofanálag bættust við deilur um afla- markskerfið sem án efa gáfu efasemdarmönnum um fræði- legan grunn ráðgjafar byr undir báða vængi. Umræðan var mikil og áköf þar sem stofnunin var oft bitbein átaka um það hvern- ig auðlindunum væri skipt sanngjarnlega og hverjir væru best til þess fallnir að sækja aflann. Mikið bar þar á vantrausti til vísindastarfsins. Eitt af því sem Hafrannsóknastofnun hafði þá frumkvæði að, til að auka á trúnað og traust á vísindastarf- inu og aðila á milli, var í sam- starfi við atvinnugreinina að efna til „togararallsins“ svokall- aða, stofnmælingar botnfiska í mars ár hvert. Rallið hefur nú verið framkvæmt í meira en 30 ár og er óháð stofnmæling eða vöktun fiskistofnanna með beinni aðkomu sjómanna. Upp- haflega var samstarfið m.a. hugsað sem n.k. „sáttargjörð“ vísindamanna og sjómanna, sem hefur í raun síðar lagt grundvöll að fiskirannsóknum og ráðgjöf um sjálfbærar veiðar. Á þessum árum var líka efnt til fjölstofnarannsókna, átaks í vistfræðirannsóknum og þá leiddu hvalveiðideilurnar til stóreflingar hvalarannsókna á vegum Hafrannsóknastofnunar þar sem leitast var við með góðum árangri að draga fram mikilvægi þessara stóru lífvera í lífríki hafsins. Umræðunni um fiskifræðileg álitaefni var engan veginn lokið á árabilinu 1995-2005. Til þess að ræða og útskýra vísindin að Rannsóknaskipin Bjarni Sæmundsson byggður 1970 og „nýi“ Árni Friðriksson byggður árið 2000. Fiskirannsóknir. 9

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.