Ægir

Volume

Ægir - 01.12.2015, Page 21

Ægir - 01.12.2015, Page 21
Múlavegur 18 / 625 Ólafsfjörður Njarðarnes 2 / 603 Akureyri Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegrar jólahátíðar og gæfu á komandi ári velfag.is Glófaxi VE-300 á veiðum. skráveifu. „Við vorum fyrstir til að veiða skötusel í net fyrir um hálfum öðrum áratug. Í upphafi sendum við gamla Glófaxa til Færeyja og létum útbúa hann til þessara veiða, en Færeyingar höfðu stundað þessar veiðar í nokkur ár og þekktu vel til þeirra. Eftir að ég seldi eldri bát- inn héldu nýir eigendur áfram skötuselsveiðunum og við héldum þeim sömuleiðis áfram á þeim Glófaxa sem við eigum í dag. Við höfum því verið sam- fleytt á skötuselsveiðum í um fimmtán ár. Ef úthlutun á kvóta í skötusel hefði verið eðlileg miðað við aflareynslu hefðum við átt að vera með um 225 tonna kvóta í skötusel í dag en í stað þess er hann milli 60 og 70 tonn. Og það er alveg sama hversu mikið við kaupum af skötuselskvóta og bætum við okkur, þetta er skorið niður jafnharðan sem mér finnst al- veg makalaust. Og þennan nið- urskurð fáum við ekkert bætt- an. Upphaflega tók Jón Bjarna- son af okkur skötuselskvóta og færði hann yfir í sitt kjördæmi. Þetta kallaði hann „potta“. Hann úthlutaði 3.700 tonnum af skötusel umfram ráðgjöf Hafró, sem fór mjög illa með stofninn. Þess vegna hefur hann verið í lægð að undan- förnu. Og það sem verra er að hann er lítið sem ekkert rann- sakaður lengur.“ Enginn munur á kommunum á Norðfirði og íhaldinu í Eyjum! 21

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.