Ægir

Volume

Ægir - 01.12.2015, Page 36

Ægir - 01.12.2015, Page 36
Víkingur AK 100 kemur að bryggju á Akranesi í fyrsta skipti nú laust fyrir jól. Mynd: HB Grandi / Kristján Maack Nýjum Víkingi AK 100 fagnað á Akranesi Það var mikið um dýrðir á Akranesi þann 22. desember þegar nýju uppsjávarskipi HB Granda hf., Víkingi AK 100, var fagnað en þetta er síðara skipið af tveimur samskonar skipum sem fyrirtækið lét smíða í Celiktrans Denitz skipasíðastöðinni í Tyrklandi. Þar með má segja að HB Grandi hafi lokið uppstokkun á uppsjávarskipaflota sínum en Ingunn og Faxi hafa verið seld og afhent nýjum eigend- um og Lundey er á söluskrá. Í stað þriggja skipa mun HB Grandi því gera út þessi nýju og öflugu skip, Víking AK 100 og Venus NS 150. Hið síðarnefnda kom til landsins í maí síðastliðnum en hvort skip um sig kostaði um 3,5 milljarða króna. Eins og tveir vatnsdropar! Víkingur AK er tæplega 3800 lestrir að stærð og er skipið búið til veiða með flottroll og nót. Það er 80 metra langt og 17 metra breitt. Í lestum getur það að hámarki borið tæplega 3000 tonna afla en 2300-2400 tonn þegar sjókælikerfi lestanna er keyrt á fullum afköstum. Aðalvél skipsins er 4500 Kw og er hún af gerðinni Wartsila sem Vélar og skip selja hér á landi. Sömuleiðis kemur skrúfu- búnaður og niðurfærslugír frá Wartsila. Ljósavélar eru frá Scania en umboðsaðili hér á landi er Klettur hf. Vindukerfið og fiskidælur eru af gerðinni Rapp Hydema og kranar og blakkir frá Triplex. Þessi búnað- ur er seldur hér á landi af Véla- sölunni. Af öðrum tækjabúnaði má nefna að frá Simrad kemur SH90 hátíðni og SU93 lágtíðni sónarbúnaður og frá Kongs- berg er viðvörunarkerfi, sam- keyrslukerfi rafala og fleira. Um- boðsaðili þessa búnaðar hér á landi er Simberg ehf. Sjón- varpsdiskur er af gerðinni In- tellian sem Friðrik A. Jónsson selur hér á landi. Þá er í skipinu N ý tt sk ip 36

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.