Ægir

Volume

Ægir - 01.12.2015, Page 50

Ægir - 01.12.2015, Page 50
ing af menntuninni,“ segir Nanna Bára en óhætt er að segja að umræddur 13 manna útskriftarhópur sé fjölbreytileg- ur, bæði hvað aldurssamsetn- inguna varðar og ekki síður bakgrunn og störf. Í hópnum voru einstaklingar sem aldrei höfðu nálægt fiskvinnslu komið og byrjuðu á tveggja ára námi í fisktækni áður en þeir luku gæðastjórnuninni. Aðrir unnu jafnframt náminu við fisk- vinnslu og einn nemendanna var góðan hluta af náminu í starfi um borð í frystitogara við Afríkustrendur og notaðist oft við netið til að fylgja kennslunni eftir. Líkt og margir samnem- enda hans gerði hann sitt loka- verkefni á vinnustaðnum, þ.e. að byggja upp gæðakerfi um borð. Námsframboðið enn fjölbreyttara Fisktækniskóli Íslands var stofn- aður árið 2009 en kennsla hófst á vordögum 2010. Nanna Bára segir að í undirbúningsferlinu hafi aðilar úr sjávarútvegi verið fengnir að borðinu og rýnt yfir hvaða þekkingu fisktæknar þurfi að búa. Á þeim grunni byggir námið og ofan á það hefur verið kennt áðurnefnt þriðja ár í gæðastjórnun, tveggja anna nám í Mareltækni var í fyrsta skipti reynt síðasta vetur og enn verður bætt í á ár- inu 2016. „Já, nú er opið hjá okkur fyrir umsóknir um tveggja anna nám, bæði Mareltæknina og í gæðastjórnunina og hefst kennsla í janúar. Því til viðbótar stefnum við einnig að því að hefja á sama tíma í fyrsta skipti tveggja anna nám í fiskeldis- fræðum sem við stöndum að í samvinnu við fiskeldisbrautina á Hólum í Hjaltadal þannig að ef þetta gengur eftir þá verður fjölbreytni í námsframboði hjá okkur á árinu 2016 sú mesta frá stofnun skólans,“ segir Nanna Bára. Mikil reynsla og fjölbreytt var samankomin í þessum fyrsta nemendahópi í gæðastjórnun. Hér eru nemendurnir ásamt skólastjórnendum og kenn- urum Fisktækniskóla Íslands. 50

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.