Morgunblaðið - 17.08.2016, Page 1

Morgunblaðið - 17.08.2016, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 7. Á G Ú S T 2 0 1 6 Stofnað 1913  191. tölublað  104. árgangur  MIKIL UPP- BYGGING Á GARÐSKAGA GLEÐITÓNLIST CHURCHILL TIL ÍSLANDS FYRIR 75 ÁRUM FYRSTA PLATAN 30 UPPRIFJUN 10KAFFIHÚS 12 Morgunblaðið/Ómar Ferðamenn Viðskiptaráð Íslands telur vel hægt að örva vöxt annarra greina.  Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Ís- lands (VÍ), sem út kemur í dag, kemur fram að vöxt í fjárfestingu má nær eingöngu rekja til aukinna umsvifa í ferðaþjónustu á síðustu árum. En á sama tíma hafa aðrar greinar hins vegar lítið tekið við sér í þeim efnum. Formaður VÍ, Katrín Olga Jó- hannesdóttir, segir að ráðið hafi ráðist í útgáfu skýrslunnar til að varpa ljósi á þróun efnahagsmála og framvindu úrbóta í kjölfar út- gáfu hinnar svokölluðu Íslands- skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið McKinsey gaf út árið 2012. Viðskiptaráð telur að hægt sé að grípa til aðgerða til að örva vöxt annarra greina en ferðaþjónust- unnar. »16 Fjárfesting meiri í ferðaþjónustu en öðrum greinum Losun fjármagnshafta » Nýtt frumvarp verður lagt fram á Alþingi í dag, sem er lið- ur í afléttingu fjármagnshafta. » Formaður VG segir lögin varfærnisleg og að stefnt sé að því að sátt verði um málið við meðferð þess í þinginu. » Þingmaður Pírata var ekki tilbúinn til að tjá sig efnislega fyrr en að loknum yfirlestri á frumvarpinu. Andri Steinn Hilmarsson Jón Birgir Eiríksson Lagafrumvarp um afnám fjár- magnshafta verður lagt fyrir Al- þingi í dag, en megindrættir þess voru kynntir í fjármálaráðuneytinu í gær. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynntu frumvarpið, sem felur í sér rýmkun á höftunum annars vegar við gildistöku laganna og hins vegar um næstu áramót. Fjármálaráðherra segir skrefið sem stigið verði með frumvarpinu færa ástandið aftur til eðlilegs horfs. Enn ekki fullt afnám hafta „Við sjáum ekki enn fram á full- komið afnám hafta. Það eru enn inni í hagkerfinu rúmir 200 milljarðar eftir útboðið sem var í sumar, svo það verður einhver bið á því. Það sýnir best hversu flókið verkefni þetta hefur reynst vera. Við höfum lagt áherslu á að halda nokkuð góðri sátt um málið,“ segir Katrín Jak- obsdóttir, formaður Vinstri grænna. Hún segir að líklega verði málinu greidd leið gegnum þingið og að við fyrstu sýn líti út fyrir að með frum- varpinu sé stigið varfærnislegt skref. Helgi Hrafn Gunnarsson, þing- maður Pírata, sagðist í gærkvöldi ánægður með að menn teldu sig geta tekið næstu skref í haftamál- um. Hann gæti þó ekki tjáð sig strax með efnislegum hætti um að- gerðina. Hann væri þó ánægður með að þetta frumvarp fengi þing- lega meðferð, ólíkt því þegar frum- varp um losun haftanna var síðast lagt fram, á síðasta ári. Rýmkun hafta í vændum  Skref í losun fjármagnshafta kynnt í gær  Færir ástandið til eðlilegs horfs að sögn fjármálaráðherra  Formaður VG segir aðgerðina varfærnislega við fyrstu sýn MNæsta skrefið… »2 Morgunblaðið/Golli Fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson segir frumvarpið færa ástandið í eðlilegt horf, en áhrifanna verður að hluta til vart strax við gildistöku þeirra. Makríll Vel hefur veiðst að undan- förnu og gengið vel að selja afurðir. „Heilt yfir lítur þetta mun betur út en í fyrra og ekki líkur á að menn sitji eins lengi með birgðir og þá,“ sagði Hermann. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Pelagic, í gær, spurður um markaði fyrir mak- rílafurðir. Lönd í Vestur-Afríku hafa verið stór markaður fyrir makríl í ár en einnig Evrópulönd og Japan. Hermann segir að heill makríll fari og seljist jafnóðum. Erfiðara hafi reynst að fá viðunandi verð fyrir hausaðan makríl, en verðið sé þó talsvert hærra en það fór lægst á síðasta ári í ringulreiðinni sem skap- aðist við lokun Rússlandsmarkaðar. Þá hafi verð á mjöli og lýsi verið gott. Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU, sagði síðdegis í gær að fínasta veiði hefði verið síðustu daga austur af Hvalbak og skipum fjölgað á Austfjarðamiðum. Í síðasta túr fengu þeir á Hoffelli 900 tonn á sólarhring í fimm hölum, en fjögurra tíma sigling er inn til Fáskrúðsfjarð- ar. Bergur sagði að makríllinn væri vel haldinn og mikil ferð væri á hon- um í norðausturátt. Lítið hefði orðið vart við síld í aflanum þar til í fyrri- nótt að síld var um 20% aflans. »6 Sala á makríl lítur mun betur út en á síðasta ári  „Baráttunni hjá okkur er hvergi nærri lokið. Það er ekki búið að henda okkur út og það er ekki bú- ið að ganga að okkur, eigendum skýlanna,“ segir Sigurður Ingi Jónsson, hluthafi í flugklúbbnum Þyt. En kröfu eigenda 13 flugskýla á Reykjavíkurflugvelli um ógildingu á deiliskipulagi flugvallarins var hafn- að. Þeir segja hefðarrétt nú hafa myndast og neita að gefast upp. »4 Eigendur flugskýla neita að gefast upp Braut Flugvöllurinn er í Vatnsmýri. „Það er mikil mannekla í stéttinni, ekki bara hér á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig úti á landi,“ segir Jón Pétursson, formaður fagdeildar slökkviliðsmanna hjá Landssam- bandi slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna, og vísar í máli sínu til þeirrar erfiðu stöðu sem slökkviliðs- menn standa nú frammi fyrir sökum mikils niðurskurðar að undanförnu. Jón segir slökkviliðsmenn nú berj- ast fyrir því að fimm manna áhöfn sé á slökkviliðsbílum, þ.e. bílstjóri, varðstjóri, stjórnandi reykkafara og tveir reykkafarar. Í dag er hins veg- ar staðan sú að slökkviliðið þarf oftar en ekki að senda jafnvel þrjá slökkvi- liðsbíla frá jafnmörgum stöðvum í brunaútkall til þess eins að ferja starfhæfa áhöfn á vettvang. „Þegar við förum fimm saman þá situr stjórnandi reykkafara á milli þeirra aftur í. Hans hlutverk er að fara yfir búnað reykkafaranna, þ.e. hvort menn séu ekki örugglega klár- ir í að fara inn á þennan lífshættu- lega vettvang. En í dag kemur stjórnandinn sjaldnast með reykköf- urum á vettvang,“ segir Jón og bætir við að ástandið sé því mjög erfitt. »4 Marga bíla þarf til að manna starfhæfa áhöfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.