Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 Opið mán - fös 8:30 - 17:00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Veit á vandaða lausn NJÓTTU LÍFSINS Heilbrigðissvið Fastus býður upp á heildarlausnir í endurhæfingar-, hjúkrunar- og hjálpartækjum. Sérhæft starfsfólk leggur metnað sinn í að finna réttu rafskutluna fyrir þig. Hafðu samband við Svövu iðjuþjálfa í síma 580 3911 og fáðu frekari upplýsingar. AMBASSADOR ER GÓÐ OG MEÐFÆRILEG RAFSKUTLA MEÐ EINFÖLDUM STILLINGUM AMBA SSAD OR TILBO ÐSVE RÐ 556.7 50 m. vsk . Tilboðið gildir á meðan birgðir endast. Donald Trump lætur fleiraflakka en flestir aðrir í banda- rískri stjórnmálabaráttu. Lengi vel virtist þetta hömluleysi gagnast honum bærilega, en hefur nú snúist í höndum hans.    Hin vinstri-sinnaða fjöl- miðlaslagsíða í Bandaríkjunum hef- ur gert snarpa at- lögu að Trump fyrir ummæli sem hún túlkaði svo, að Trump væri að hvetja byssueig- endur til að láta vopn sín tala gegn Hillary Clinton.    Og þegar Trumptók að staðhæfa ítrekað að Obama forseti og Hillary Clinton væru „stofnendur“ hins svokallaða Ríkis íslams (ISIS) var fréttahauk- um öllum lokið. Frægur stjórnandi sjónvarpsþáttarins „Hardball“ á NBC, Chris Matthews, brást ókvæða við, og sagðist „aldrei hafa heyrt aðra eins fullyrðingu“.    En þá festist hann í netinu, semengu gleymir. Því fyrir tveim- ur árum tilkynnti Matthews sjálfur hver væri hinn raunverulegi stofn- andi ISIS og raunar Al Kaída líka.    Hinn 10. september 2014 varaðiChris Matthews við ummæl- um Cheney, fyrrum varforseta Bandaríkjanna, og sagði: „Please do not listen to Dick Cheney,“ „He’s the one that crea- ted Al Qaeda by taking over the holy land in Saudi Arabia...“. „He created ISIS, and he’s coming back again with more advice.“    Í þetta sinn má því bara sakaTrump um ófrumlegheit og brot gegn höfundarrétti Matthews. Donald Trump Veiðið net STAKSTEINAR Chris Matthews Veður víða um heim 16.8., kl. 18.00 Reykjavík 13 súld Akureyri 17 skýjað Nuuk 9 heiðskírt Þórshöfn 12 heiðskírt Ósló 25 heiðskírt Kaupmannahöfn 19 heiðskírt Stokkhólmur 19 heiðskírt Helsinki 14 rigning Lúxemborg 30 heiðskírt Brussel 26 heiðskírt Dublin 22 heiðskírt Glasgow 23 léttskýjað London 23 heiðskírt París 29 léttskýjað Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 21 heiðskírt Berlín 21 alskýjað Vín 24 léttskýjað Moskva 18 léttskýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 33 léttskýjað Barcelona 27 rigning Mallorca 25 alskýjað Róm 29 heiðskírt Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 21 heiðskírt Montreal 18 alskýjað New York 30 léttskýjað Chicago 27 alskýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:28 21:37 ÍSAFJÖRÐUR 5:20 21:55 SIGLUFJÖRÐUR 5:02 21:38 DJÚPIVOGUR 4:54 21:10 Fjórir umsækjendur voru um embætti prests í Vestmanna- eyjaprestakalli, Suðurprófasts- dæmi. Þetta kemur fram á vef Þjóðkirkj- unnar. Emb- ættið veitist frá 1. september næstkomandi. Umsækjend- urnir eru Anna Þóra Paulsdóttir guðfræðingur, María Rut Bald- ursdóttir guð- fræðingur, sr. Ursula Árnadóttir og Viðar Stefánsson guðfræð- ingur. Frestur til að sækja um emb- ættið rann út 15. ágúst. Kjörnefnd prestakallsins er skipuð 13 ein- staklingum auk prófasts sem leiðir störf nefndarinnar. Biskup Íslands skipar í embættið í samræmi við niðurstöðu kosningar kjörnefnd- arinnar. Í Vestmannaeyjaprestakalli er ein sókn, Ofanleitissókn, með rúm- lega 4.000 íbúa og eina kirkju, Landakirkju. Sóknarprestur er Guðmundur Örn Jónsson og hefur Ursula Árnadóttir verið starfandi prestur. sisi@mbl.is Fjórir vilja þjóna Eyja- mönnum Landakirkja Borgarskákmótið fer fram í dag, miðvikudaginn 17. ágúst, og hefst það kl. 16 með því að S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, set- ur mótið og leikur fyrsta leiknum. Mótið fer fram venju samkvæmt í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa Taflfélag Reykjavíkur og Skák- félagið Huginn að mótinu. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar taki þátt í því. Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Þetta er í 31. sinn sem mótið fer fram og er þetta iðulega eitt best sótta skákmót hvers árs. Borgarskákmótið var fyrst hald- ið á afmælisdegi Reykjavík- urborgar, 18. ágúst 1986, en þá fagnaði höfuðborgin 200 ára af- mæli sínu. Mótið hefur síðan verið haldið á afmælisdegi borgarinnar eða einhverjum næstu daga á und- an. Til að byrja með var mótið úti- skákmót á Lækjartorgi en eftir að mótið rigndi einu sinni niður var það fært í hús. Fljótlega eftir það fékk mótið inni í Ráðhúsi Reykja- víkur. Í fyrra sigraði Jón Viktor Gunnarsson, sem þá tefldi fyrir Malbikunarstöðina Höfða. Sig- ursælastur skákmanna á Borg- arskákmótinu er Arnar Gunn- arsson með fjóra sigra. Næstir eru Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Ólafsson, Jón Viktor Gunnarsson og Þröstur Þórhallsson með þrjá sigra. sisi@mbl.is Sterkir skákmenn setjast að tafli  Borgarskákmótið fer fram í 31. sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag Ráðhúsið Ungir sem aldnir tefla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.