Morgunblaðið - 17.08.2016, Page 11

Morgunblaðið - 17.08.2016, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is VANDINN LIGGUR OFT HJÁ OKKUR SJÁLFUM. SAMÞYKKIR ÞÚ KYNFERÐISOFBELDI? Fallegir bolir, peysur og kjólar. Mikið úrval Ný sending Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin TAX FREE af öllum snyrtivörum út ágúst Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ríflega helmingur framtalinna húsnæðisskulda landsmanna er hjá hjónum og sambýlisfólki og einhleyp- um sem eru yfir 45 ára aldri. Tæplega 7 þúsund fjölskyldur sem eru yngri en 35 ára bera hins vegar um 18% af hús- næðisskuldunum og skulda samtals um 145 milljarða króna skv. skatt- framtölum við álagningu í sumar. Þetta kemur fram í frumvarpi fjár- málaráðherra um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, sem er hluti aðgerða stjórnvalda til að auð- velda ungu fólki fyrstu íbúðakaup. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að þessar yngstu fjölskyldur, sem eru undir 35 ára aldri og bera skuldir vegna húsnæðiskaupa, hafa að meðaltali 11 milljónir króna í heild- artekjur á ári eða rúmlega 900 þús- und kr. samanlagðar fjölskyldutekjur á mánuði. Meðal-veðsetningarhlutfall húsnæðisskulda þessa hóps er 77%. Við kynningu á aðgerðum ríkis- stjórnarinnar kom fram að á árunum 2005 til 2014 jókst hlutfall ungs fólks á leigumarkaði verulega, úr 12% í 31%. Jafnframt er fólk á aldrinum 25-29 ára mun líklegra til að búa í foreldra- húsum nú en fyrir áratug. Greiðslumat og hámarkslán Í frumvarpinu er mælt fyrir um undanþágur frá almennum takmörkunum sem setja á á láns- tíma verðtryggðra jafngreiðslulána umfram 25 ár. Ungu fólki og tekjulág- um, og ef veðsetningarhlutfallið er lágt, verður heimilt að taka áfram verðtryggð jafngreiðslulán til 40 ára. Í greinargerð frumvarpsins eru tekin dæmi um greiðslubyrði lána eft- ir fjárhæð þeirra og lengd. Greiðslu- byrði þeirra sem hyggjast taka ný, verðtryggð jafngreiðslulán og falla ekki undir undanþáguákvæðin frá takmörkunum á lengd verðtryggðra lána mun hækka um 17% ef lánið er til 25 ára í stað 40 ára að því er þar kemur fram. „Þannig er greiðslubyrði 25 millj. kr. láns til 25 ára rúmlega 132 þús. kr. á mánuði en rúmlega 112 þús. kr. ef lán- ið er til 40 ára,“ segir þar. Einnig er stillt upp dæmum um há- markslán sem standa til boða miðað við greiðslugetu viðkomandi. Þar kemur m.a. fram að ef greiðslugeta samkvæmt greiðslumati er 125 þús. kr. á mánuði er mögulegt há- markslán 28 millj. kr. sé lánstíminn 40 ár en 23,5 millj. kr. ef lánstíminn er 25 ár. „Höfuðstóll óverðtryggðra lána greiðist hraðar niður og það hefur já- kvæð áhrif á lántaka vegna hraðari eiginfjármyndunar og lægri heildar- vaxtakostnaðar. Einnig eru minni lík- ur á því að lántakar reisi sér hurðarás um öxl í fasteignakaupum og skuld- setning heimilanna ætti að öðru jöfnu að minnka. Á móti koma neikvæð áhrif, sem eru þau að greiðslubyrði óverð- tryggðra lána er töluvert þyngri í upphafi, vaxtahækkanir hafa meiri skammtímaáhrif á greiðslubyrði og kröfur um greiðsluhæfi aukast og því erfiðleikum bundið fyrir tekjulægri heimili að komast út á fasteignamark- aðinn,“ segir þar. Lán lífeyrissjóða aukast mikið Miklar breytingar hafa orðið á hlutdeild verðtryggðra og óverð- tryggðra lána heimilanna á seinustu árum. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að um seinustu áramót voru óverðtryggðar íbúðaskuldir með veði í fasteign rúmlega 200 milljarðar kr. en í árslok 2009 var fjárhæð óverð- tryggðra íbúðalána aðeins um 2%. Lánveitingar lífeyrissjóðanna hafa stóraukist og kemur fram að um mitt þetta ár voru verðtryggð lán heim- ilanna sem tekin höfðu verið hjá líf- eyrissjóðum komin í tæplega 188 milljarða króna og höfðu aukist um 16 milljarða frá seinasta ári. Óverð- tryggð lán lífeyrissjóðanna voru tæp- lega 11 milljarðar um mitt þetta ár og höfðu aukist um rúma 10 milljarða frá í fyrra. Verðtryggð lán bankanna hafa aukist um tæpa 26 milljarða frá í fyrra. Yfirlit yfir hrein ný útlán við- skiptabanka og sparisjóða á þessu ári sýnir að hrein ný verðtryggð útlán hafa tekið stökk upp á við á umliðnum mánuðum en dregið hefur úr veitingu nýrra óverðtryggðra útlána á umliðn- um mánuðum. Miklu munar á greiðslu- byrðinni eftir lánstíma  Hlutur verð- tryggðra lána vax- andi að undanförnu Greiðslubyrði lána í kr. eftir lengd og fjárhæð Forsendur: Fyrsta greiðsla, 20% eigið fé, breytilegir vextir 25 m.kr. 30 m.kr. 35 m.kr. 40 m.kr. 40 ár 112.396 134.823 157.250 179.677 35 ár 116.874 140.197 163.519 186.842 30 ár 123.074 147.638 172.200 196.763 25 ár 132.042 158.399 184.755 211.112 Hámarkslán miðað við greiðslugetu Heimild: Greinargerð með frumvarpi um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu Forsendur: 3% verðbólga, 20% eigið fé 40 ár 35 ár 30 ár 25 ár 100.000 22.000.000 21.500.000 20.500.000 19.000.000 125.000 28.000.000 26.500.000 25.500.000 23.500.000 150.000 33.500.000 32.000.000 30.500.000 28.000.000 Greiðslu geta á mánuði Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Gjaldtaka fyrir bílastæði á Þingvöll- um hófst fyrri hlutann í júní í sum- ar, en upphaflega átti hún að hefjast 1. maí. Gjald er tekið á þremur svæðum/stæðum: á Haki við gesta- stofu, á Valhallarreit og við Efri velli, þar sem brautin úr Al- mannagjá endar. Þetta var gert í áföngum. „Eins og við var að búast hefur þurft að leysa ýmis úrlausnarefni, sum voru fyrirséð en önnur komu í ljós á fyrstu vikum, þ. á m. að net- tenging og rafmagn gat ekki annað því álagi sem fylgdi gjaldmælunum. Enn fremur þurftu viðskiptavinir og gestir þjóðgarðsins að átta sig á þessu nýja fyrirkomulagi,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðs- vörður. Ólafur Örn segir að kostnaðurinn við þessi verkefni liggi ekki fyrir, en hver gjaldmælir kosti vel á aðra milljón króna. „Gjaldmælarnir eru alls átta talsins. Ráða þurfti starfs- fólk til þess að sjá um gjaldtökuna en verkefni þeirra er fyrst og fremst að taka vel á móti gestum, leiðbeina þeim og aðstoða við greiðsluna. Þessir starfsmenn sinna jafnframt öðrum verkefnum, svo sem að halda umhverfinu hreinu og minniháttar lagfæringum“ segir Ólafur Örn. Samkvæmt lögum fari gjald fyrir þessa þjónustu, þ.e. bílastæða- gjaldið, til verkefna sem tengist bílastæðunum og þjónustu við gesti sem þar stansa, þ. á m. umferðar- stjórn, leiðbeiningum, miðlun upp- lýsinga, merkingum, umhverf- ismálum og vetrarþjónustu s.s. mokstri, sandburði og saltdreifingu. „Í júní var kostnaður meiri en tekjur en allt bendir til að júlí skili tekjum sem standa undir veittri þjónustu. Tölur fyrir júlímánuð liggja ekki fyrir,“ segir Ólafur Örn. Þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki heimild, lögum samkvæmt, til þess að sekta þá gesti Þingvalla sem ekki greiða fyrir notkun bílastæða var Ólafur Örn spurður hvort mikil brögð væru að því að menn greiddu ekki fyrir notkunina. „Nei,“ svaraði Ólafur Örn. Morgunblaðið/RAX Þingvellir Líklegt að rekstur bílastæða á Þingvöllum muni standa undir sér. Líkur á að stæðin standi undir sér  Fá dæmi um að menn borgi ekki Nefnd á vegum innanríkisráðherra hefur lagt til að stofnuð verði sér- stök netbrotadeild lögreglu þar sem brot gegn rétthöfum höfundarrétt- arvarins efnis njóti forgangs. Þetta kemur fram á minnisblaði sem innanríkisráðherra kynnti á rík- isstjórnarfundi í gær. Markmið nefndarinnar var að gera úttekt á umfangi ólöglegs nið- urhals á netinu á höfundarrétt- arvörðu efni hér á landi og hvort ís- lensk lagaumgjörð veitti slíku efni nægjanlega vernd. Tilgangurinn var að greina stöð- una og setja fram tillögur um úrbæt- ur. Formaður nefndarinnar, Brynjar Níelsson, lagði fram drög að skýrslu nefndarinnar en ekki náðist full sátt um þau. Engar ákvarðanir voru teknar á ríkisstjórnarfundinum. Ekki þörf á nýrri deild „Það er mat innanríkisráðherra að nauðsynlegt sé að styrkja tölvu- brotadeild lögreglu með því að fjölga stöðugildum og bæta tæknimenntun þeirra lögreglumanna sem sinna tölvuglæpum. Ekki sé þörf á að stofna nýja deild. Aðrar tillögur sem settar eru fram í drögum nefnd- arinnar og eru á forræði innanrík- isráðuneytisins verða skoðaðar nán- ar,“ sagði í minnisblaði innanríkis- ráðherra. Ráðlagt að stofna netbrotadeild  Ráðherra kýs að efla tölvubrotadeild Ljósmynd/Michal Rojek Niðurhal Ráðherra vill styrkja tölvubrotadeild lögreglunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.