Morgunblaðið - 17.08.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.08.2016, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Fagurt Flösin kaffihús, The Old Lighthouse Cafe, er í fögru umhverfi. Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Jóhann Ísberg og SigurðurÞorsteinsson gerðu á vordög-um samning við Sveitarfélag-ið Garð varðandi uppbygg- ingu á Garðskaga. Svæðið er eitt hið allra vinsælasta á landinu fyrir fugla- skoðun, sjósund og útivist af ýmsum toga. Fáttítt er að svæði sem þessi bjóði upp á salernisaðstöðu, en sú er raunin við Garðskaga og því engan sóðaskap að finna þar. Fyrirhugað er að byggja upp frekari salernisaðstöðu við nýtt veitingahús, sýningarsali og Byggðasafn. Það sem hefur verið tekið í notk- un nú er kaffihús í gamla vitanum, þar sem veggir halda vel utan um gesti. Innanmál veggjanna er ein- ungis 3,35 metrar og stigi er við alla veggi sem tekur sitt pláss. Kaffihúsið er á fjórum hæðum og á þremur þeirra er einungis rými fyrir eitt borð og fjóra stóla við hvert þeirra. Þess má geta að eldhúsið er ekki nema 5,5 fermetrar. Þeir sem ekki treysta sér eða komast ekki í bratta stigana sem liggja alveg upp í ljóshús geta setið úti við á góðviðrisdögum. Mikil vinna hefur farið í endur- bætur á vitanum sem var í mikilli nið- urníðslu en er nú mikil prýði. Und- irbúningi er lokið fyrir uppsetningu þriggja sýninga í nýja vita, veitinga- hús fer í gang á næstu vikum og framkvæmdir eru að hefjast við sýn- ingarrými fyrir sögusýningu og norð- urljósasýningu. En hvernig hófst þetta ævintýri? „Þetta hófst eiginlega fyrir rúm- lega 10 árum þegar ég þróaði, ásamt tveimur öðrum, tækni við að kvik- mynda norðurljósin alveg eins og þau eru, sem ekki hafði verið hægt fram að því. Upp úr því varð til markaðs- verkefnið „Seljum norðurljósin“ þar sem einblínt var á Evrópu en margir hristu hausinn yfir og sögðu að það væri ekki hægt að selja eitthvað sem ekki sést. Í dag eru norðurljósin helsta söluvaran í íslenskri ferðaþjón- ustu. Svo þegar bæjarstjórnin og sveitarstjóri hér fóru að huga að því hvað ætti að gera við þetta svæði hér, sem m.a. er mikið sótt í til að skoða norðurljós, þá æxluðust málin þannig að við tókum að okkur að gera stefnu- mótun fyrir sveitarfélagið,“ segir Jó- hann. Sögur úr Garði viðbót við kaffisopann Tvö ár eru síðan Jóhann og Sig- urður byrjuðu á stefnumótuninni og þá komu fram hugmyndir um hvernig þeir vildu nýta húsin, svæðið og norð- urljósin við Garðskaga. Rætt var við nokkra aðila um aðkomu að rekstr- inum því ekki þótti skynsamlegt að bjóða reksturinn út heldur vildu menn frekar einblína á að þeir sem tækju verkið að sér hefðu þekkingu á verkefninu. Fór á endanum svo að þeir félagar tóku verkefnið upp á sína arma, enda fullir af hugmyndum um möguleika svæðisins. Samningar þess efnis voru undirritaðir fyrr á árinu og þá hófust framkvæmdir. Fram- kvæmdum við kaffihús í gamla vita er lokið og það er komið í notkun og hef- ur fengið frábærar viðtökur. Bæði heimamenn og gestir eru ánægðir með framtakið. „Þegar fólk kemur hingað og sest svo niður og fær sér kaffi þá segj- um við því oft sögur héðan úr Garði. Fólki finnst þetta mjög gaman og þetta gerir ferðalagið skemmtilegra. Ég lít þannig á að þessi viðbót í ferða- þjónustu eigi eftir að styrkja allt svæðið, ekki bara Garð. Það er mín Fjögurra hæða kaffi- hús í Garðskagavita Mikil uppbygging er fyrirhuguð á Garðskaga. Fyrr í sumar var opnað kaffihús í gamla vitanum og á næstu vikum og mánuðum heldur uppbyggingin áfram. Sýn- ingar verða opnar í nýja vitanum, norðurljósasýning, sögusýning og veitingahús í félagi við Byggðasafnið í stóru húsnæði í nálægð nýja vitans. Restraraðilar Garðskaga Jóhann Ísberg og Sigurður Þorsteinsson í ljós- húsinu á toppi vitans með Þórðarflös í baksýn. Eldhúsið Öllu er haganlega fyrir komið. Notalegt Þröngt mega sáttir sitja – Notaleg stund í kaffihúsinu. Hvað er molta? Hvernig get ég nýtt greinarusl og illgresi til að bæta jarð- veginn í garðinum? Mega allir mat- arafgangar fara í safnhauginn? Hvernig notar maður ánamaðka í moltugerð? Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað kl. 19.30 í kvöld, miðvikudag 17. ágúst, í Grasagarði Reykjavíkur í fræðslu- göngunni „Margt býr í moltunni – Moltugerð og ánamaðkar“. Jóna Valdís Sveinsdóttir yfirgarð- yrkjufræðingur og Svavar Skúli Jóns- son, garðyrkjufræðingur hjá Grasa- garðinum, leiða gönguna, svara spurningum og kenna þátttakendum réttu handtökin við moltugerðina. Fræðsla á kvöldgöngu í Grasagarði Reykjavíkur Margt býr í moltunni Fræðsla Hvað býr í moltunni? Þeir sem halda utan um stigatalninguna í spilamennsku verða oft að halda vel á spöðunum til að geta greint kappsömum og oft óþreyjufullum meðspilurum frá stöðunni, stundum í miðju spili. Stigateljarar þurfa vitaskuld að taka sér tíma og vanda vel til verka. Meðan á talningunni stendur halda hinir oft niðri í sér andanum af spenningi og stara á þá stífum augum – sem getur verið afar taugatrekkjandi. Þetta hlutskipti getur verið erfitt og þeir sem taka að sér að telja stigin fá ekki endilega miklar þakkir fyrir. En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott eins og komið hefur á daginn með appinu Rounds, sem stigateljurum ætti ekki að vera skotaskuld úr að hlaða niður í snjallsímann eða spjaldtölvuna sína. Að því búnu þurfa þeir aðeins að slá inn nöfn þeirra sem taka þátt í spilinu og birt- ist þá skífa á skjánum með nöfnunum og einnig neðst í hægra horni. Á myndinni sést að þær stöllur Margrét, Guðrún og Björg eru að spila spil saman, skrafl að þessu sinni, en þær spila reyndar alls konar spil. Fái Margrét 12 stig þá leggur sá sem sér um stigagjöfina fingurinn á nafn hennar og færir hann annaðhvort upp eða niður með- fram skífinni eftir því hvort hún hefur fengið plús- eða mín- usstig. Í næstu umferð er sömu aðferð beitt til að telja stigin, og bætast nýju stigin þá við eða dragast frá. Einfalt og þægi- legt. Með Rounds getur stigateljarinn einbeitt sér að spila- mennskunni þótt hann þurfi að upplýsa meðspilara sína annað slagið um hvernig leikar standa. Rounds er ókeypis app í Google Play Store og aðeins að- gengilegt fyrir þá sem nota Android-stýrikerfið að svo stöddu. Rounds er ókeypis app á Google Play Store fyrir þá sem nota Android-stýrikerfið Stigatalningin verður leikur einn App Rounds til að telja stigin í spilum. Skrafl Oft getur verið flókið að telja stigin í skrafli. Morgunblaðið/Kristinn Gestum Laugardalslaugar býðst að fara í jóga í vatni á fullu tungli við nýtt tónlistarflæði frá DJ Yamaho kl. 19-20 í kvöld, miðvikudag 17. ágúst. Í lokin verður hugleiðsla í grunnu lauginni þar sem fólk tekur inn heillandi tóna gongsins undir berum himni. Allir eru velkomnir, ungir sem aldnir og byrjendur sem reyndir jógaiðkendur. Endilega … … prófið jóga í vatni á fullu tungli Tungl Jóga í vatni og gonghugleiðsla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.