Morgunblaðið - 17.08.2016, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.08.2016, Qupperneq 13
skoðun að við eigum að vinna saman að uppbyggingu í ferðaþjónustu, að það sé samstarf í samkeppninni, enda vísa ég gestum oft á annan rekstur í bæjarfélögunum hér í kring,“ segir Sigurður. Þær sýningar sem opnaðar verða í nýja vita á næstu vikum eru Norðurslóðasýning RAX, ljósmynd- arans Ragnars Axelssonar, hvalasýn- ing með teikningum Jóns Baldurs Hlíðberg og vitasýning með ljós- myndum og frásögum af vitum Suð- urnesja og þeim helstu á landsbyggð- inni. Önnur hús sem verða og eru nýtt nú þegar eru vitavarðarhúsið, sem enn um sinn er bara vinnusvæði, fjós- ið og hlaðan, sem hýsa Byggðasafnið í Garði, en í enda hlöðunnar verður norðurljósahvelfing. „Í stóra sal safnahússins verður sett upp safn hafsins, þar sem lögð verður áhersla á að segja þá sögu sem var hér, hvernig lífsbaráttan var, ára- bátarnir sem voru að farast hér, einn- ig vinnan og vinnslan, þannig að fólk sem kemur hingað skilji þennan þátt í sögunni. Þegar bátarnir voru vél- væddir jukust líkurnar á því að menn lifðu róðurinn af og kæmust í land og það er í raun okkar iðnbylting. Í þessu sambandi er hægt að tengja við véla- safn Guðna Ingimundarsonar í Byggðasafinu,“ segir Sigurður. Norðurljós á himni eða í kvikmynd í hvelfingu Til viðbótar við norðurljósa- hvelfinguna verður norðurljósasafn og segir Jóhann verða bása sem fólk verði leitt í gegnum. „Í annarri hlið aðalsalarins verður saga norðurljós- anna rakin, þ.e. hvernig þau verða til, sólin, sólvindarnir, litir norðurljós- anna og hvernig þetta allt gerist og svo hvolf þar sem hægt verður að horfa á flottar kvikmyndir af æðisleg- um norðurljósum. Vonandi úti líka. Þetta verður mjög skemmtilegt, ekki síst á sumrið þegar engin eru norður- ljósin,“ segir Jóhann. Sigurður bætir því við að séu engin norðurljós að vetri geti fólk byrjað í norðurljósa- hvelfingunni, en það síðan látið vita um leið og norðurljós birtast á himni og fengið þannig meira út úr heim- sókninni. Búið er að stækka veitinga- aðstöðuna frá því sem áður var, hún verður nú á allri efri hæðinni en á stórum hluta neðri hæðarinnar, sem skapaðist við breytingar á húsinu, er hugmyndin að hafa móttöku og minjagripaverslun. Styrkur fékkst úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að byggja ný salerni, svo þeim verður fjölgað og aðgengi verður að salernum utan frá. Að auki verður sal- ernishúsið, sem hefur þjónað tjald- svæði og gestum, lagfært. Þá stendur til að opið verði á öllu svæðinu allt ár- ið, þó að kanna þurfi hvort það borgi sig að hafa kaffihúsið opið á veturna á í gamla vita. „Við þurfum að láta rekstur þess ráðast af eftirspurn. Við sjáum jafnvel fyrir okkur að leigja vit- ann út til minni hópa ef eftirspurn verður eftir slíku,“ segir Jóhann. Í lok samtalsins má heyra að Jó- hann og Sigurður búa yfir marg- víslegum hugmyndum um annan rekstur svæðisins, sem bæði tengist göngustígum sem fyrir eru, hlaðna steingarðinum sem sveitarfélagið dregur nafn sitt af, bílastæðum og svæðisskipulaginu eins og það er í dag. Inngangur Áfast við gamla vita er hús sem var nýtt sem varðhús fyrir vitavörðinn. Um tíma bjó þar 5 manna fjölskylda en nú er húsnæðið inngangurinn í vitann og stærsta rými kaffihússins. Framtíðin Gestir horfa yfir svæðið og þau hús sem munu hýsa sýningar, söfn og veitingastaði. Þeir sem nota þjónustu kaffihússins geta farið upp í vitann, en annars þurfa gestir að borga. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 Q3 vekur eftirtekt HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is Nýr Audi Q3 er vel útbúinn, lipur og svipmikill. Hann er skilvirkur og sportlegur, á sama tíma rúmgóður að innan en smágerður að utan. Audi Q3 er byggður fyrir nýjar væntingar. Verð frá 6.190.000 kr. Gamli vitinn er næstelsta steinsteypuhús landsins, byggður 1897 og einnig næstelsti viti landsins. Hann er merkilegur í sögu Sveitarfé- lagsins Garðs og prýðir merki þess. Fyrir tilkomu hans var hlaðin varða til leiðarvísis sjófarendum, eins og segir í sögu Garðs, Undir Garð- skagavita: „Bygging vitans var merkisviðburður, sem ber hátt í hugum þeirra Garðbúa sem þess minnast …] Ljós Garðskagavita sló bjarma á nágrennið, þar sem menn notuðust við ófullkomin olíuljós og lýsis- lampa og utanhússlýsing var engin.“ Nýi vitinn var byggður árið 1944 vegna ágangs sjávar við gamla vit- ann sem olli því að fór að grafast undan honum sem skapaði hættu fyrir vitavörð. Síðar var fuglarannsóknarstöð komið á fót í gamla vitanum að tilhlutan Náttúrugripasafnsins, enda svæðið auðugt að fuglalífi. Um- hverfið hans var þá lagað og hefur það verið gert margoft síðan. Ljós- húsið var tekið niður þegar gamli vitinn hætti að þjóna sem leiðarvísir sjófarenda. Nýi vitinn hefur undanfarið verið nýttur í alls kyns viðburði, m.a. á listahátíðinni Ferskir vindar í Garði og stutt er síðan tónlistarfólk tók þar upp lag. Í bígerð er að opna þrjár sýningar í vitanum. Nýi Garð- skagaviti er hæsti viti landsins. Ljóshús var sett á gamla vitann fyrr á árinu fyrir atbeita Vitafélags- ins, sem er áhuga- og grasrótarfélag um íslenska strandmenningu og var vitanum þar með komið í fyrra útlit. Merki sveitarfélagsins UM GARÐSKAGAVITA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.