Morgunblaðið - 17.08.2016, Page 14

Morgunblaðið - 17.08.2016, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Tveir breskir þingmenn, þau Kevin Foster og Rupa Huq, eru stödd á landinu og eru hér í boði IFAW, eða Alþjóða dýraverndunarsjóðsins, sem einbeitir sér nú að verndun hvala. Samtökin voru stofnuð í Massachusetts í Bandaríkjunum árið 1968 og eru stærstu verkefni þeirra í Afríku, þar sem reynt er að vernda fíla, á Indlandi að vernda tígrisdýr og í Rússlandi að vernda bjarndýr. Á Íslandi hafa þau einbeitt sér að verndun hvala allt frá árinu 1990. Hluti af baráttunni er að fá ferðamenn til að hætta að borða hvalkjöt á veitingastöðum í von um að minnka þannig eftirspurnina eftir hvalkjöti. Ein herferðin sem er enn í gangi nefnist Meet us dońt eat us eða Horfðu á okkur en ekki eta okkur. Þeirri herferð var ýtt úr vör árið 2010 og hafa hátt í 500 sjálfboðaliðar tekið þátt í henni. Fulltrúi Alþjóða dýravernd- unarsjóðsins á Íslandi er Sigur- steinn Másson. Hann segir sam- tökin vinna diplómatískt og leggja áherslu á að vinna jákvætt í sinni baráttu. Finna grundvöll fyrir sam- ræðu. „Það er kjarninn í þessu hjá okkur,“ segir Sigursteinn og bætir við að hann hefði ekki lagt samtök- unum lið nema vegna þess að hann væri viss um að markmið þeirra færi saman við hagsmuni Íslands og Íslendinga. „Hrefnan sem lif- andi dýr er miklu verðmætari en dauð. Það eru 350 þúsund manns sem fara í hvalaskoðun á þessu ári, þetta er næststærsta afþreying- argrein ferðaþjónustunnar á Ís- landi. Hvalveiðimenn segja að þeir nái einni milljón króna út úr hval sem þeir drepa, það eru miklu fleiri krónur að koma út úr hvaln- um sem fær að lifa í Faxaflóanum. Svo má ekki gleyma því að það var gerð talning 1928 á hvölum, fyrsta alþjóðlega talningin sem talað er um. Það er nokkuð óumdeilt að hval hefur fækkað um 90% síðan sú talning var gerð. Ekki út af okkur. Auðvitað helst út af því hversu stórtækir Bandaríkjamenn og Ástralar og fleiri voru í Kyrra- hafinu og sléttbaknum var útrýmt af Íslandsmiðum af öðrum en okk- ur.“ Ensku þingmennirnir sammála Kevin Foster er þingmaður fyrir Íhaldsflokkinn í Devon, sem er í suðvesturhluta Englands, þekktu íhaldshéraði þar sem grínþættirnir Fawlty Towers gerast og margar sögur Agöthu Christie enda var hún þaðan. Hann er grjótharður í andstöðu sinni við hvalveiðar og segir að sú skoðun gangi þvert á flokka í Bretlandi. Bæði hægri- menn og vinstrimenn séu sammála því. „Það var alls konar úrtölufólk um að þetta bann hefði slæm áhrif á vistkerfið en sú hefur ekki verið raunin. Hvalveiðar hafa verið bann- aðar í Bretlandi meira og minna frá 1986.“ Rupa Huq er þingmaður Verka- mannaflokksins frá London og líð- ur illa þegar hún sér hvalveiðibát- ana við höfnina rétt hjá hvalaskoðunarbátunum. „Þetta á ekki saman,“ segir hún. „Aðeins eru stundaðar hvalveiðar í þremur löndum í dag; í Japan, Noregi og á Íslandi. Þetta er ekki einu sinni menningarlega mikilvægt hér á Ís- landi, því þið byrjuðuð ekki að veiða hval fyrr en á fimmta áratug síðustu aldar. Þetta skiptir engu máli fyrir íslensku þjóðina en hvalaskoðun skiptir máli fyrir Ís- lendinga. Það eru mest ferðamenn sem kaupa hvalkjöt og borða það. Við viljum reyna að hafa áhrif til að þeir hætti því og skoði þá frek- ar.“ Þá bætir Kevin við: „Það er magnað að vera niðri á bryggjunni hérna og horfa á fortíðina annars vegar, það er hvalveiðibátana, þar sem enginn maður er uppi á dekki. Og hins vegar horfa á framtíðina, það er hvalaskoðunarbátana, þar sem er fullt af fólki að versla og allt að gerast. Staðreyndin er sú að hvalurinn er mikilvægur viðskipta- lífinu lifandi en gerir afskaplega lítið í bitum inní frystihúsi.“ En hvað veld- ur því að breskir þingmenn hafa áhuga á þessu, nýkomnir úr kosn- ingum um Brexit og mörgu öðru mikilvægu? Rupa Huq verður til svars: „Brexit var mikilvægt, við Kevin vorum bæði á móti því en það fór eins og það fór. En staðreyndin er sú að dýravernd skiptir Englend- inga miklu máli. Þegar umræðan um refaveiðar náði hámarki, en það eru orðin mörg ár síðan við bönn- uðum þær, þá fékk ég fleiri tölvu- pósta út af því en út af Brexit.“ Dýravernd skiptir miklu máli  Tveir breskir þingmenn eru hér á landi til að berjast fyrir verndun hvala  Þeir vilja hafa áhrif á ferðamenn um að borða ekki hvalkjöt  Þeir segja málefnið snerta almenning í Bretlandi Morgunblaðið/Þórður Ólík Bresku þingmennirnir eru frá ólíkum héruðum og úr andstæðum flokkum, Íhaldsflokknum og Verka- mannaflokknum, en þau eru algjörlega sammála um verndun hvala bæði hér og annars staðar. » Herferðinni Meet us dońt eat us eða Horfðu á okkur ekki eta okkur var ýtt úr vör á Íslandi árið 2010 af samtökunum IFAW. Síðan þá hafa hátt í 500 sjálfboðaliðar tekið þátt í henni og yfir 80 þúsund póstkortum með undirskriftum ferðamanna verið safnað saman og þau send utanríkisráðuneytinu. » Síðan árið 2004 hafa IFAW reglulega fengið Gallup til að fram- kvæma fyrir sig könnun um hversu margir Íslendingar borða hvalkjöt. Ár- ið 2013 sögðust aðeins 3% Íslendinga hafa borðað hvalkjöt það árið oft- ar en sex sinnum. Yfir 82% þeirra höfðu aldrei nokkurn tímann borðað það. Herferð IFAW fyrir verndun HVALAVERND Á ÍSLANDI ER MEÐ ÖFLUGAN STUÐNING Sigurður Ægisson sae@sae.is Um síðustu helgi færðu systurnar Anna Sigríður, Alda, Halldóra og Þórdís Jónsdætur Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði að gjöf skúlptúr úr smiðju Aðalheiðar S. Eysteins- dóttur listakonu. Verkið er gefið í minningu foreldra þeirra, Sig- urlaugar Davíðsdóttur, sem saltaði síld í 42 sumur, og Jóns Þorkels- sonar skipstjóra, síldarmatsmanns og verkstjóra hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins. Afkomendur þeirra Jóns og Sigurlaugar voru saman komnir í Bátahúsinu ásamt vinum, vandamönnum og starfsfólki Síldarminjasafnsins við athöfn þeg- ar verkið var formlega afhent. Síld- arstúlkan situr þar á bryggjunni, í örstuttri pásu, með sígarettu í hendi, eins og ekki var óalgengt í þá daga, og mun um ókomna tíð standa vörð um minningu, störf og heiður allra þeirra kvenna sem unnu í síldinni. Síldarminjasafnið fékk síldarstúlku Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Skúlptúr Síldarstúlkan situr í pásu á Síldarminjasafninu á Siglufirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.