Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 ✝ Jón Guðbrands-son fæddist 18. mars 1929. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands á Selfossi þann 9. ágúst 2016. Foreldrar hans voru Sigríður Bjarnadóttir, hús- móðir, f. 23.1. 1911, d. 27.1. 2007, og Guðbrandur Jóns- son, Landsbókasafnsvörður, f. 30.9. 1888, d. 5.7. 1953. Systur Jóns samfeðra voru Kristín og Ragnheiður, maki Þórður Guð- johnsen. Albræður Jóns eru Bjarni, maki Guðrún Guðlaug Ingvarsdóttir, Logi, maki Krist- rún Kristófersdóttir og Ingi, maki Theodóra Hilmarsdóttir. Jón kvæntist 31. ágúst 1951 Þórunni Einarsdóttur, f. 15.5. 1931. Foreldrar hennar voru Einar Ólafsson, f. 1.5. 1896, bóndi í Lækjarhvammi í Reykja- vík, d. 15.7. 1991, og Bertha Ágústa Sveinsdóttir, f. 31.8. 1896, húsmóðir, d. 28.3. 1968. Börn Jóns og Þórunnar eru: 1) Bertha Sigrún, f. 22.5. 1953, maki: Pétur Guðjónsson, f. 24.9. 1958, eiga þau sex börn og níu barnabörn. 2) Sigríður, f. 5.1. 1955, maki: Hjörleifur Þór Ólafsson, f. 13.9. 1955, eiga þau fimm börn og sex barnabörn. 3) Einar, f. 28.1. 1958, maki: Guð- skólaprófi í dýralækningum frá Den Kongelige Veterinær- og Landbohøjskole í Kaupmanna- höfn 1957. Hann starfaði sem að- stoðardýralæknir hjá Jakoby Andersen í Bredsten á Jótlandi árið 1957. Þá fluttu Jón og Þór- unn heim þar sem hann starfaði sem forstöðumaður rannsókn- arstofu Mjólkursamsölunnar í Reykjavík frá 1958 til 1961 og sinnti dýralækningum með störfum sínum þar. Fjölskyldan flutti á Selfoss 1962. Þar tók hann við sem héraðsdýralæknir og gegndi því starfi til 30. nóv- ember 1999. Jón sat í hrepps- nefnd Selfosshrepps eitt kjör- tímabil. Einnig sinnti hann trúnaðarstörfum fyrir sveitarfé- lagið. Jón var formaður Sjálf- stæðisfélagsins Óðins á Selfossi í tvö ár og formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Árnes- sýslu í fjögur ár. Jón var gerður að heiðursfélaga í Óðni 1998. Hann var formaður og ritari Dýralæknafélags Íslands um árabil og varð heiðursfélagi þess 2004. Jón keypti Piper Cub tveggja sæta flugvél í félagi við annan mann, gerði vélina upp og fékk heiðursviðurkenningu fyr- ir. Hann var stofnfélagi í Flug- klúbbi Selfoss og sat í stjórn hans um árabil og var hvatamað- ur um gerð Selfossflugvallar. Jón gekk í Rotarýklúbb Selfoss 1964 og varð Paul Harris-félagi klúbbsins 2014. Útför Jóns Guðbrandssonar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 17. ágúst 2016, klukkan 13.30. finna Elín Ein- arsdóttir, f. 14.3. 1963, d. 29.12. 2013. Einar á fjög- ur börn og þrjú barnabörn. 4) drengur, f. 8.3., d. 9.3. 1960. 5) Ragnhildur, f. 8.3. 1961, maki: Anton Sigurjón Hartmannsson, f. 9.4. 1960, eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn. 6) Guðbrandur, f. 28.2. 1962, maki: Guðrún Edda Haralds- dóttir, f. 29.12. 1962, eiga þau þrjú börn. 7) Ingólfur Rúnar, f. 29.9. 1963, maki: Svanborg Berglind Þráinsdóttir, f. 1.1. 1970, eiga þau sex börn. 8) Sveinn Þórarinn, f. 10.9. 1965, maki: Selma Sigurjónsdóttir, f. 5.11. 1974, eiga þau þrjú börn. 9) Brynhildur, f. 8.7. 1969, maki: Guðjón Kjartansson, f. 27.8. 1964, eiga þau þrjú börn og fjög- ur barnabörn. 10) Matthildur, f. 11.1. 1976, maki: Hjörtur Bjarki Halldórsson, f. 23.2. 1976, eiga þau fjögur börn. Jón var fæddur í Finnboga- húsi við Kringlumýrarveg í Reykjavík og ólst hann þar upp til 13 ára aldurs. Eftir það flutti hann að Bjargarstíg 6 með móð- ur sinni, bræðrum, afa og móð- urbróður sínum Sverri. Jón varð stúdent frá MR 1950 og lauk há- Nú er komið að kveðjustund, elsku pabbi, og margs er að minn- ast. Þú sagðir okkur oft söguna af því þegar þú, 11 ára gamall, byrj- aðir í vinnumennsku hjá afa í Lækjarhvammi. Um að þú hefðir verið að hlaupa heim í Finnboga- hús þegar Einar afi kallar á þig og spyr hvort þú viljir vera snúninga- strákur hjá honum um sumarið. Þú játaðir því en sagðist þurfa að spyrja mömmu um leyfi. Talaðir þú oft um það að þetta hefði verið upphafið að okkur systkinum og lífshlaupi ykkar mömmu saman. Sagðist þú enn vera í vistinni hjá Tótu í Lækjarhvammi. Þú hafðir oft orð á því hvað þér fannst þú vera heppinn í lífinu. Að þú hefðir fæðst í Finnbogahúsi og fengið að alast þar upp í skjóli mömmu þinnar, afa og ömmu. Að þú hefðir endað sem vinnumaður í Lækjar- hvammi og náð í heimasætuna þaðan, sem þú elskaðir alla tíð. Eignast allan þennan krakkahóp sem þú sagðir hafa lukkast svo vel, svona nokkurn veginn óbrenglaðan, hvort heldur það voru börn, barnabörn eða tengda- börn. Einnig fannst þér þú vera heppinn að hafa fengið stöðu hér- aðsdýralæknis á Selfossi, orðið hluti af samfélaginu þar og sveit- unum í kring. Ekki síður fannst þér heppni að hafa verið með í frumkvöðlastarfi á uppbyggingu á Selfossflugvelli, sem var þitt hjartansmál og það að hafa gert upp flugvélina TF-DYR. Störf þín sem dýralæknir voru hluti af heimilislífinu á Reynivöll- unum. Þið mamma voruð gott teymi í þessu öllu saman. Við fór- um oft með þér í vitjanir hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Vorboðinn var þegar bændurnir komu með rollurnar í burðarhjálp og þú fékkst okkur til að aðstoða þig. Þú varst kletturinn í fjölskyld- unni og alltaf tilbúinn að vera í for- ystu fyrir okkur. Það var alltaf hægt að leita til þín sama hvert málefnið var, ef þú þekktir ekki til þá varstu tilbúinn að setja þig inn í málin. Varst ávallt til staðar og boðinn og búinn að aðstoða okkur í hverju því sem við tókum okkur fyrir hendur, hvort sem það var í námi eða starfi. Þér var mikið í mun að fræða okkur um öll heims- ins mál. Hvort sem það var um sögu lands og þjóðar eða ættfræði, þótti þér mikilvægt að við yrðum fróðari eftir samveru með þér. Þær voru ófáar stundirnar sem við eyddum saman í eldhúsinu á Reynó, hver man ekki eftir mynd- inni af gömlu Reykjavík sem þar hangir uppi á vegg og sögunum í kringum þá mynd? Það var mikið um gestagang á Reynó og þar komu ýmsir til þess að ræða við ykkur mömmu um landsins gagn og nauðsynjar, oftar en ekki var tekist á og ekki fannst þér það nú leiðinlegt. Elsku pabbi, þú varst alltaf að passa það að enginn færi sér að voða og að það sem við værum að gera væri ekki hættulegt. Það var þér líkt að fara fyrstur, til þess að undirbúa jarðveginn fyrir okkur öll þegar við komum á eftir. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur, þín verður sárt saknað. Þín börn, Bertha, Sigríður, Ragnhild- ur, Guðbrandur, Ingólfur, Sveinn, Brynhildur og Matthildur. Í dag verður pabbi minn, Jón Guðbrandsson, jarðsunginn frá Selfosskirkju. Pabbi var Reykvík- ingur þó hann væri alinn upp í sveit. Hann fæddist í Finnbogahúsi sem stóð við Kringlumýrarveg. Árið 1929 var sá hluti Reykjarvík- ur enn sveit. Rétt fyrir austan stóð reisulegur bær sem hét Lækjar- hvammur. Þar bjuggu myndarbúi Einar Ólafsson og Bertha Ágústa Sveinsdóttir ásamt dóttur sinni Þórunni. Pabbi átti þarna dásam- lega tíma og var endalaust að segja okkur sem heyra vildum frá þessu svæði. Fór hann snemma að venja komur sínar í Lækjarhvamm. Kom þar að Einar spurði strákinn úr Finnbogahúsi hvort hann væri ekki til í að koma til sín sem vinnu- maður. Þetta var sumarið 1940, pabbi var þá 11 ára. Fyrsta verk- efnið sem hann fékk hjá nýjum húsbændum var að fara niður í bæ og kaupa stígvél handa heimasæt- unni, Þórunni. Það var farið að þrengja að þeim í Kringlumýrinni þannig að Lækjarhvammshjónin voru nýbúin að festa kaup á jörð- inni Bæ í Kjós, og í Kjós fékkst aukið rými og auk þess gátu þau byrjað með kindur sem hafðar voru þar. Þetta var því nokkuð merkilegur búskapur sem stund- aður var á tveimur stöðum. Að sjálfsögðu fór pabbi með í Kjós. Þessi saga gat eiginlega ekki farið nema á einn veg, pabbi náði í heimasætuna, Þórunni og hafa þau verið par frá 16 ára aldri og eiga 65 ára brúðkaupsafmæli 31. ágúst. Haustið 1950 fór hann að læra dýralækningar í Kaupmannahöfn. Á þessum árum ferðaðist hann um á mótorhjóli og fór unga parið sumarið eftir í ferð um Þýskaland á þessu mótorhjóli með leður- hjálma á höfði, nokkuð flott. Dvöldu foreldrar mínir í Dan- mörku fram á árið 5́7 en fóru aftur utan haustið 5́8, þá fór hann í nám varðandi meðhöndlun á mjólk, komu síðan alkomin heim 5́9. Fékk hann héraðsdýralæknis- embættið á Selfossi og fluttumst við þangað 6́2. Var hann alltaf að hugsa um hvort ekki væri hægt að koma fyr- ir flugvelli hér á Selfossi. Að end- ingu var hann komin að niður- stöðu um hvar best væri að hafa hann. Fór svo að hann tók á leigu af bændum í Sandvíkurhrepp svæðið þar sem flugvöllurinn er í dag. Á sama tíma var athafnamað- urinn Einar Elíasson með sömu pælingar en þeir vissu ekki af hvor öðrum í fyrstunni. Stofnuðu þeir Flugklúbb Selfoss og eru þeir upphafsmenn að flugvellinum ásamt að sjálfsögðu fleirum. Svo skemmtilega vildi til að Einar varð síðar tengdafaðir minn þegar ég giftist dóttur hans, Guðfinnu Elínu. Ég hitti pabba um verslunar- mannahelgi í síðasta skiptið, þar sem ég bý á Akureyri um stund- arsakir. Var af honum dregið og það tók nokkra stund að komast á flug og að átta sig á hver var á ferðinni. Settist hann síðan upp og fékk kaffi og kökusneið og svo átt- um við dásamlega stund saman þar sem við teiknuðum upp sögu- sviðið í kringum Finnbogahús. Það sem pabbi var þakklátur fyrir sitt lífshlaup, þakklátur fyrir að hafa fengið stóru ástina í sínu lífi, þakklátur fyrir að þótt byrjunin lofaði kannski ekki góðu rættist vel úr. Vil ég að lokum votta mömmu mína dýpstu samúð því hún er að kveðja lífsförunaut til 70 ára. Fyrir mína hönd og barna minna kveð ég þig með gleði. Gleði yfir að hafa átt þig að, fyrir frá- bærar minningar um góðan föður og afa. Kveð þig með mikilli eft- irsjá. Hvíl í friði. Þinn sonur Einar. Meira: mbl./minningar Þegar ég hugsa um afa er þakk- læti fyrsta tilfinningin sem kemur upp, síðan stolt. Afi minn var frá- bær, við náðum vel saman. Hann hafði þörf fyrir og ánægju af því að miðla þekkingu og reynslu sinni og ég var tilbúinn að hlusta, oft á sama hlutinn aftur og aftur. Heimili afa og ömmu á Reynivöll- unum var nærri skólanum, sund- lauginni og íþróttahúsinu. Það varð fasti punkturinn í lífinu. Afi var mér mikilvægur og amma ekki síður. Ungur fékk ég að fylgja afa í vitjun í sveitina, kýr með doða eða hestur sem þurfti að gelda. Keis- araskurður í bílskúrnum, kjöt- skoðun í sláturhúsinu. Frábært hvernig maður fékk að taka þátt í lífi og starfi. Það var líka kíkt út á flugvöll, jafnvel fengið að fara með einn hring. Afi var nokkuð nýjunga- gjarn og fékk tölvu snemma og „Flight Simulator“. Þarna náðum við afi almennilega saman. Ég flaug og hann sagði mér til. Aftur og aftur og aftur. Það var aðallega aðflugið sem var honum nærri hjarta. Afi byggði upp flugvöll á Selfossi, hann byggði flugskýli og flugbrautir við annan mann en flaug ekki sjálfur. Á menntaskólaárunum sat ég gjarnan á Reynó og vann verkefn- in mín í tölvunni þar, þetta voru mörg og löng kvöld. Það var gam- an þegar afi settist hjá mér og for- vitnaðist um verkefnið, ræddi málin en skipti sér ekki af. Hann hafði engu gleymt frá sínum menntaskólatíma, hvort sem það var eðlisfræði eða saga. Horft til baka finnst mér nú sem þessar stundir hafi haft stærstan þátt í að ég valdi þá leið sem ég fór. Er ég honum afar þakklátur. Ég sagði honum aldrei þetta, var að hugsa um að skrifa bréf en á sama tíma veit ég að hann þurfti ekki á því að halda. Hann var mikill grúskari og það voru gjarnan nokkur lög af opnum bókum á skrifborðinu. Ættfræði, tækni, vísindi, saga. Hann var völundur á bæði málm og tré og kom gjarnan með lausnir sem voru til marks um verkvit og hugsun út fyrir rammann. Einu skiptin sem ég varð fyrir skömmum voru þegar honum fannst glannalega farið og var hann nánast ofverndandi við mína kynslóð, miðað við sögurnar voru þessar áhyggjur áunnar. Átti það til að fjúka í hann en það rann jafn hratt af. Voru gjarnan líflegar um- ræður um pólitík á Reynó og mannmargt þar í tíukaffinu. Afi var góður sögumaður, litaðist frá- sögnin af skemmtilegri kaldhæðni og naut ég þess að hlusta á sömu sögurnar aftur og aftur. Afi var hlýr og góður. Hann var trúr sér og hafði ekki áhyggjur af áliti ótengdra. Hann var óeigin- gjarn og hjálpsamur. Mikill fjöl- skyldumaður og hafði leyst stóru gátuna um tilganginn með lífinu. Sterka tengingin við ömmu óx með tímanum og leið honum best þegar hún var nálægt. Síðustu ár- in fór skammtímaminnið en í stað kvíða og vanlíðunar tók hann því með húmor og hélt gleðinni. Hann mundi gamla tímann og var skemmtilegur að umgangast. Ég þakka fyrir allt gott. Jón Þorkell Einarsson. Í dag kveðjum við afa á Reynó með söknuði en hlýjum minning- um. Afa, sem lærði heilu stærð- fræðibækurnar til að geta kennt þær ungunum sínum. Afa, sem söng hástöfum með okkur í bíln- um heim úr Kjósinni. Afa, sem tók orkublund í fjölskylduveislum enda leið honum best með fólkið sitt í kringum sig. Afa, sem var óþrjótandi uppspretta fróðleiks um sögu Reykjavíkur og forfeðra sinna. Afa, sem kenndi okkur á klukku. Afa, sem tók öllum vel, enda Reynó hálfgerð félagsmið- stöð. Afa, sem aldrei þreyttist á sögustundum og því að fræða ung- dóminn sinn. Afa, sem fylgdi okk- ur fyrstu dagana í dönskum skóla, tók fljótt yfir kennsluna og sendi kennarann í kaffi „med det samme“ enda afinn sprenglærður í dýralækningum í Danmörku og talandi dönsku eins og heimamað- ur. Afi er nú á betri stað, við mun- um sakna hans en vitum að nú líð- ur honum vel. Við eigum þeim ömmu ansi margt að þakka. Við sjáumst síðar, afi. Jón Guðbrandsson, Hjördís Olga Guðbrands- dóttir og Þórunn Sara Guðbrandsdóttir. Þegar Jón vinur minn er allur vil ég minnast hans með nokkrum virðingar- og þakkarorðum. Vin- átta okkar hefir varað í hálfa öld, en hún hófst þegar við báðir tók- um sæti í hreppsnefnd Selfoss- hrepps vorið 1974, Jón fyrir Sjálf- stæðisflokkinn en ég fyrir Alþýðubandalagið. Ég hafði þá löngu áttað mig á því að ágæti manna fer ekkert eftir því hvar þeir hafa skráð sig í pólitískan flokk heldur eftir því hvaða efnivið skaparinn hefði gefið mönnum til lífsgöngunnar. Þar var Jón Guð- brandsson vel nestaður. Þá kynnt- umst við hjónin fljótlega Þórunni konu Jóns og höfum við átt marga góða stund á heimili þeirra og þau endurgoldið þessar heimsóknir. Þar kom að við fórum saman í utanlandsferðir. Fyrst til Skot- lands og Englands. Þá fengum við okkur bílaleigubíl og ferðuðumst á eigin vegum suður um Lake Dist- rict og allt suður til Southampton. Í bakaleiðinni ókum við með Norðursjávarströndinni með við- komu í Grimsby og York. Við Jón ókum til skiptis, sinn daginn hvor, og tókst það með öllu áfallalaust þrátt fyrir vinstri umferð. Aðra ferð fórum við saman, fyrst til Kaupmannahafnar og síð- an með ferju til Þýskalands til Lü- beck, Hannover og fleiri staða í Þýskalandi. Síðan ókum við til Jótlands og þaðan yfir Fjón og aftur til Hafnar. Jón var vel kunn- ugur í Danmörku, hafði lært í kon- unglega dýralækna- og landbún- aðarháskólanum í Kaupmannahöfn. Þessar ferðir eru ógleymanlegar. Minnisstætt er mér þegar við Jón skoðuðum flugsögusafnið í London. Þá kom í ljós að Jón þekkti hverja einustu vél í safninu og ég fékk þvílíka leiðsögn í flugsögu að mér hefir dugað hún síðan. Jón var alla tíð áhugamaður um flug. Einhverntíma keypti hann Piper Cub, tveggja sæta flugvél. Hann gerði hana upp með þeim ágætum að hann fékk heiðursvið- urkenningu fyrir. Vélin er enn til og geymd á Selfossflugvelli en Jón var einn helsti forystumaður um gerð Selfossflugvallar. Það var einkenni á Jóni að hann var valinn til forystu í hverjum þeim félögum eða samtökum sem hann gekk í. Verður það ekki upptalið hér en okkur hjónum er efst í huga þakk- læti fyrir órofa vináttu og sameig- inlegar gleðistundir um langa tíð. Þar sem Jón vinur minn er nú kominn á annað tilverusvið finnst mér vel við hæfi að flugáhuga- manninum sé nú tileinkuð tilvitn- un í kvæði eftir breskan flugliðs- foringja sem fórst með flugvél sinni í desember 1941. Hann orti svo skömmu áður: Ég losnað hefi jarðarfjötrum frá í frelsi kannað leiðir himingeims. Mót sólu klifrað, klofið loftin blá og komist inn í fögnuð æðra heims Er hljóður sveif ég, hvergi eygði strönd um heilagleikans veldi engilfrjáls, ég út í loftið rétti hægri hönd og hafði snortið andlit drottins sjálfs. Fjölskyldu Jóns færum við innilegar samúðarkveðjur. Sigurjón Erlingsson. „Ég er Jón rándýri, sá gamli er Jón dýri,“ sagði Jón Guðbrands- son. Þetta var á fyrsta starfsdegi mínum í starfsþjálfun 1984. „Þannig aðgreina þeir okkur bændurnir,“ sagði hann, „mig og Jón Pálsson, fyrrverandi héraðs- dýralækni.“ Ég man ennþá glettn- ina í augum hans og brosið sem fylgdi frásögninni og öllum hinum sem sagðar voru þetta sumar, ekki var það síðra við eldhúsborð- ið hjá Tótu, þessi yndislegu hjón spóluðu hvort annað upp og skreyttu frásagnir hvort annars og alltaf fylgdi glettnin í augum þeirra beggja. Ég var svo lánsöm að kynnast Jóni sem barn í sveit á Stóra-Ár- móti, hann kom reglulega til að lækna dýrin og af því vildi ég aldr- ei missa. Hann hugsaði vel um dýr og menn, eitt sinn fór ég með Jóni bónda með á í keisaraskurð niður á Selfoss, ærin var sett upp á skurðarborð inni í bílskúr hjá Jóni dýralækni sem hafði útbúið þar aðstöðu til að skera upp dýr. Jón bóndi átti að halda ánni á skurð- arborðinu og ég, þá níu ára, átti að halda ullinni frá skurðinum á með- an dýralæknirinn framkvæmdi aðgerðina. Áhuginn var svo mikill að dýralæknirinn þurfti stöðugt að biðja barnið að færa höfuðið frá skurðinum. Ég gleymdi stað og stund og horfði agndofa inn í kindina, þvílíkt ævintýri. Allt í einu kallar dýralæknirinn „hérna, haltu þessu“ og rétti mér hálf- saumað legið, stökk til og greip Jón bónda rétt áður en hann skall náfölur í gólfið og var að draga ána af skurðarborðinu með sér niður í fallinu. Þarna er Jóni Guð- brandssyni dýralækni rétt lýst, hann fylgdist með öllu, var alltaf með góða yfirsýn og fljótur að bregðast við. Á þessari stundu vildi ég verða dýralæknir, þökk sé Jóni Guðbrandssyni. Ég átti eftir að kynnast því síð- ar að Jón var einstaklega fær dýralæknir og var ég himinlifandi þegar hann samþykkti að taka mig í starfsnám. Jón var mjög vilj- ugur og jákvæður maður, alltaf reiðubúinn að fara í vitjun og lækna dýrin, á hvaða tíma sólar- hringsins sem var, jafnt á virkum degi sem frídegi. Hann hafði góða þekkingu og hann hafði ætíð löng- un til að læra meira, hann gat bók- staflega allt sem tengdist dýra- lækningum fannst mér, hann var minn lærimeistari. Jón og Tóta opnuðu mér heimili sitt, það stóra og glaðværa heimili og er ég þeim ævarandi þakklát fyrir það. Miss- irinn er mikill og votta ég Tótu mína dýpstu samúð um leið og ég þakka fyrir samfylgd með Jóni Guðbrandssyni dýralækni sem hefur skilað miklu og góðu dags- verki, dýrum og bændum til heilla. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir. Fallin er frá einn okkar elsti, virtasti og vinsælasti dýralæknir, hann Jón Guðbrandsson. Hann var líka einn af mínum mikilvæg- ustu kennurum í öllu sem sneri að dýralæknastarfinu. Kynni okkar hófust árið 1970 þegar ég var í dýralæknanáminu og þurfti að safna mér reynslu með því að vinna með starfandi dýralæknum og fékk ég sérstakt leyfi hjá skóla mínum í Edinborg til að taka hluta þessa tíma hér á landi. Ég hafði fregnir af því að Jón Guðbrandsson • Skattaleg ráðgjöf • Skattauppgjör dánarbús og erfingja • Erfðafjárskýrslugerð • Önnur þjónusta Spekt ehf. • S. 587 7600 • Borgartúni 3 jon@spekt.is • petur@spekt.is Þjónusta við dánarbússkipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.