Morgunblaðið - 17.08.2016, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.08.2016, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opið hús, spilað vist og brids kl. 13-16. Æfing í pútti og úti-botsía í og við púttvöllinn kl. 10.30-11.30. Boðinn Handavinnustofa opin. Dalbraut 18-20 Verslunarferð í Bónus kl. 14.40. Félagsheimili Gullsmára Ganga kl. 10, kvennabrids kl. 13, púttmót kl. 13.45. Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum. Garðabær Brids í Jónshúsi kl.13. Innritun á námskeið fyrir eldri borgara, haustönn 2016. Fimmtudaginn 18. ágúst er innritað í vatns- leikfimi kl.10. Föstudaginn 19. ágúst er innritað í línudans, qi gong, málun, trélist, glermótun og saum. Þriðjudaginn 23. ágúst er innritað í karlaleikfimi, kvennaleikfimi og botsía. Þátttakendur verða að mæta í Jónshús og skrá sig eða senda einhvern fyrir sig. Gjábakki Handavinna kl. 9, félagsvist kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30. Létt ganga um nágrennið kl. 14, kaffi kl. 14.30. Skráning í Borgarfjarðarferð miðvikudaginn 24. ágúst stendur yfir. Nánari upplýsingar á staðnum eða í síma 535-2720. Allir velkomnir. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, púttvöllurinn er opinn, síðdegiskaffi kl. 14.30. Ferð á Reykjanesið miðvikudaginn 31. ágúst. Allir velkomnir með óháð aldri og búsetu, nánar í síma 411-2790. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik- fimi kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl.11, félagsvist kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14, Bónusbíllinn kl. 14.40, heimildarmyndasýning kl.16. Selið, Sléttuvegi 11-13 Allir velkomnir á Sléttuveg óháð aldri og búsetu. Opið er kl. 10-14. Matur er afgreiddur kl. 11.30-12.30. Nánari upplýsingar og matarpantanir á opnunartíma í síma 568-2586. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum alla daga kl. 10.30. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Ath. Þeir sem skráðir eru í ferðina á morgun þá verður lagt af stað frá Skólabraut kl. 13. Vitatorg Dansað verður í dag með Vitatorgsbandinu kl. 14. Allir vel- komnir í dansinn. Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. Ragnheiður Guðmundsdóttir segir frá les- trarverkefni í Eþíópíu. Hugvekja: Karl Jónas Gíslason. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is IðnaðarmennByggingavörur TIL SÖLU Mótabitar / dokabitar: 1400m lítið notaðir 20x4,90 dokabitar Guðmundur sími 893-0003 Ýmislegt TILBOÐ - TILBOÐ - TILBOÐ Bjóðum þessa vönduðu dömu og herraskór með 30 - 40 % afslætti. Stakar stærðir. Margar fleiri gerðir og litir. Komið og gerið góð kaup! Laugavegi 178 Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, Sendum um allt land Erum á Facebook. Vélar & tæki Vinnulyftur ehf. Eigum á lager nýjar skæralyftur frá Skyjack og bómulyftur frá Niftylift. eyvindur@simnet.is, sími 774 2501. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsviðhald mbl.is alltaf - allstaðar Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift Elsku afi okkar. Það er með miklum söknuði sem við skrif- um þessi orð en á sama tíma er yndislegt að rifja upp þær góðu stundir sem við átt- um saman. Jafn djúpan viskubrunn var erfitt að finna. Einhvern veginn hafðir þú alltaf svör við öllum þeim spurningum sem á okkur brunnu. Þú hvattir okkur áfram í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, hvort sem það var í leik eða starfi. Settist niður með okk- ur í rólegheitum og fórst yfir mál- in. Það verður erfitt að hafa ekki afa á Hjallabrautinni til að fá okk- ur kaffi með og spjalla um lífið og tilveruna. Á þeim stundum var ekki langt í gulu kökuna góðu og hina ljúffengu Werthers Original- brjóstsykursmola. Það sem þú hafðir gaman af Patreki Þór og Tómasi Inga, lang- afastrákunum þínum, er ómetan- Magnús Ingi Sigurðsson ✝ Magnús Ingi Sig-urðsson fæddist 6. september 1930. Hann lést 31. júlí 2016. Útför Magn- úsar fór fram 9. ágúst 2016. legt. Þeir eru heppnir að hafa kynnst þér og höfðu þeir alltaf jafn gaman af því að hitta langafa Magnús. Sunnudagsmat- urinn hjá mömmu og pabba verður ekki sá sami án þín, elsku afi. Þín barnabörn, Magnús Ingi, Mar- grét Ásta, Sveinn og Þórhildur María. Með þessum orðum langar mig að minnast Magnúsar Inga Sig- urðssonar mágs míns. Ég kynnt- ist Magnúsi þegar ég og Benedikt bróðir hans stofnuðum heimili okkar. Magnús var tvíkvæntur. Það var mikið áfall þegar hann missti fyrri konu sína, Margréti Herthu Friðriksdóttur, fædd Reiss, frá þrem ungum dætrum. Einn son, nokkurra mánaða gamlan, höfðu þau misst. Seinni kona Magnúsar var Ásta Sveinsdóttir og gekk hún dætrum hans í móður stað og sýndi hún þeim mikla ást og kær- leika. Hún var ekkja og átti þrjár uppkomnar dætur sem Magnús reyndist afar vel. Ásta dó árið 2010 og var það honum mikill missir. Það var alltaf ánægjulegt að koma til Magnúsar og Ástu, því bæði voru þau höfðingjar heim að sækja. Nær allan hluta starfsævi sinn- ar var hann framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækisins Sigurður Elíasson hf. Rúmlega sextugur gekkst hann undir mikla hjarta- aðgerð og var það kraftverk að hann lifði hana af. Hin síðustu ár hafa verið Magnúsi erfið og hafa dætur hans annast hann af mikilli elsku. Hann fann og mat mikils umhyggju þeirra allra, dætra og stjúpdætra. Magnús var góður og réttsýnn maður. Hann var vel lesinn og átti mikið og gott safn bóka, hafði yndi af klassískri tónlist og mik- inn áhuga á sögu og raungreinum. Þeir bræður, Magnús og Bene- dikt, áttu oft langar samræður um sameiginleg áhugamál og er þess- ara stunda saknað. Nú þegar sumarið skartar sínu fegursta hefur hann farið í sína hinstu för. Ég þakka Magnúsi Inga alla elskusemi hans í minn garð. Hans verður sárlega sakn- að. Ég sendi dætrum hans og stjúpdætrum og fjölskyldum þeirra og eftirlifandi systkinum hans og öðrum ættingjum mína dýpstu samúð. Hvíldu í Guðs friði, kæri mág- ur. Ólöf Sif. ✝ Sigvaldi Hlöð-ver Gunn- arsson fæddist í Skjaldartröð á Hellnum, Breiða- víkurhreppi, Snæ- fellsnesi 15. sept- ember 1934. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. mars 2016. Foreldrar hans voru Gunnar Ing- ólfur Kristófersson, bóndi í Skjaldartröð, f. 28. júní 1901, d. 17. júlí 1987, og Málfríður Einarsdóttir frá Þórodds- stöðum í Ölfusi, Árnessýslu, f. 30. mars 1900, d. 12. apríl september 1944. 3) Kristófer, f. 24. september 1937, kvænt- ur Theódóru Aldísi Sigurðar- dóttur, f. 22. apríl 1939. 4) Magnea, f. 2. maí 1940, gift Sigurði Garðari Gunnarssyni, f. 24. júlí 1938. 5) Sigurvin Gestur, f. 27. mars 1945. Upp- eldisbróðir systkinanna var Hinrik Eiríksson, f. 30. sept- ember 1921, d. 15. október 1992. Kona hans var Kristín Jónsdóttir, f. 14. júní 1923, d. 8. júlí 1995. Eftirlifandi sambýliskona Sigvalda er Ingibjörg Að- alheiður Jónsdóttir, f. 27. september 1927. Sonur þeirra er Halldór Guðni, f. 20. des- ember 1966, rafeindavirki og kennari í Tækniskólanum. Útför Sigvalda fór fram frá Lágafellskirkju 12. apríl sl. að viðstöddum nánustu ætt- ingjum. 1971. Sonur Mál- fríðar var Einar Valberg Sigurðs- son, f. 9. febrúar 1930, d. 14. febr- úar 2003. Kona Einars var El- ísabet Ottesen Magnúsdóttir, f. 28. október 1929, d. 15. nóvember 1986. Alsystkini Sigvalda eru: 1) Hermann Áskell, f. 15. sept- ember 1934, kvæntur Guð- björgu Grétu Bjarnadóttur, f. 28. júní 1940. 2) Hjálmar, f. 23. september 1937, kvæntur Guðrúnu Erlu Melsted, f. 18. Sigvaldi hefur kvatt okkur. Hann fór að heiman 15 ára gam- all, hugurinn stefndi til sjós. Þá réð hann sig á bát frá Ólafsvík og var þar á fleiri bátum í fimm ár. Á þeim tíma fór hann í Vélskólann og náði sér í vélstjóraréttindi fyr- ir fiskibáta. Síðan lágu leiðir Sig- valda víða. Á togurunum Heima- skaga og Bjarna Ólafssyni frá Akranesi, Austfirðingi og Júlí. Á þessum árum sigldu togararnir með aflann á markað í Bretlandi og Þýskalandi. Hann fékk samt nóg af þessum togaratúrum og fór aftur til Ólafsvíkur. Árið 1958 réð hann sig sem vélstjóra á bátinn Glað. Síðan fór hann á nýjan 80 tonna bát, Stein- unni, sem var smíðaður á Akur- eyri og fóru þeir beint á síldar- veiðar. Árið 1960 fór Sigvaldi í Stýrimannaskólann og tók þar fiskimannapróf. Hann var svo áfram á Steinunni sem vélstjóri til ársins 1963 en þá fór hann í Iðnskólann og lærði húsgagna- og innréttingasmíði. Meistari hans var Jón S. Sigurðsson. Næstu árin vann hann við iðn- grein sína, mest við það að gera við gömul húsgögn sem þurfti að slípa og pólera og gera sem ný. Síðan fór hann að vinna í Völundi við hurðaframleiðslu. Árið 1975 fór Sigvaldi að finna fyrir þeim sjúkdómi sem gerði honum erfitt að stunda vinnu en það var vöðvarýrnunarsjúkdóm- urinn MND. Lét hann þá gamlan draum rætast sem hafði blundað með honum frá því hann var að snúast í kringum meistarana Ás- grím og Kjarval í fjörunni á Hellnum. Hann keypti trönur, pensla og liti og fór að mála. Margar myndir frá sömu stöðum og meistararnir höfðu notað. Á uppvaxtarárum Sigvalda og okk- ar bræðranna var fjaran aðalleik- svæðið. Þangað var farið strax að morgni. Vorum við að veiða, klífa í klettum, ná í egg og róa árabát- um meðfram ströndinni. Einn morgun kallaði Kjarval á okkur en hann var þá að mála í Hellna- fjöru. Vildi hann hafa okkur með á mynd sem hann var að byrja á. Hann stillti okkur upp í röð með Valasnösina í baksýn og þar stóð- um við fjórir bræður ásamt ein- um frænda okkar mestan part úr degi. Þessi mynd var síðar ljós- prentuð og er víða sýnileg á op- inberum stöðum. Kjarval nefndi myndina „Það er gaman að lifa“. Það kom snemma í ljós hvað Sigvaldi var vandvirkur og lag- hentur. Hann smíðaði úr rekavið bæði skipa- og flugvélamódel. Síðar, eftir að Halldór sonur hans var búinn að læra rafeindavirkj- un, smíðuðu þeir feðgar stærri flugmódel með mótor og fjarstýr- ingu, fundu svo heppilegan stað fyrir utan borgarmörkin. Þar létu þeir módelin fljúga og nutu þessa sameiginlega áhugamáls. Fyrir þremur árum greindist Sigvaldi með alzheimersjúkdóm- inn sem sífellt ágerðist. Þá gat verið erfitt að ræða við hann um líðandi stund, hann sagði ekki mikið, en æskustöðvarnar voru honum enn ofarlega í huga. Já, Sigvaldi hefur kvatt okkur. Hann lést á Hrafnistu 29. mars eftir að hafa barist nokkra daga við skæða lungnabólgu. Fyrir hönd okkar systkinanna og fjölskyldna sendum við Heiðu og Halla innilegar samúðarkveðj- ur. Kristófer Gunnarsson. Sigvaldi Hlöðver Gunnarsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.