Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku, er staddur íÞrándheimi í Noregi á ráðstefnunni Nor-Fishing. „Þessi sýn-ing er haldin annað hvert ár og hin árin er sýningin AquaNor sem snýst um eldi en þessi lýtur meira að hvítfiski og útgerð. Við höfum sótt þessar sýningar undanfarin ár. Framkvæmdastjóri Völku í Noregi er búinn að bjóða mér út að borða í tilefni dagsins og það væri gott ef við myndum krækja okkur í kúnna með, en það á eftir að koma í ljós. Við stofnuðum fyrirtækið Valka AS hér í Noregi árið 2014 og það hefur gengið mjög vel. Við seljum heilmikið til Noregs og lítur vel út með framhaldið.“ Valka hefur lagt áherslu á að framleiða vatnsskurðarvélar, annars vegar í skip og hins vegar fyrir fiskvinnslu í landi og þá gjarnan sem hluta af heildarlausnum. Helgi stofnaði fyrirtækið árið 2003 og nú starfa um 40 hjá því. Valka hóf að vinna að vatnsskurðarvélum árið 2009 og seldi sína fyrstu vél árið 2012. „Þær hafa reynst mjög vel og það er heilmikil þróun í þessari tækni. Á sýningunni erum við að bjóða vinnslukerfi og þar eru mikil tækifæri. Það hafa orðið miklar breyt- ingar með vatnsskurðarvélunum, áður skáru menn beingarðinn í höndunum en nú er þetta gert í vélum og við getum uppfyllt kröfur viðskiptavina um nákvæmar bitastærðir.“ Helgi spilar fótbolta í Old Boys með Breiðabliki, en hann lék nokkra leiki með meistaraflokknum á árum áður. „Íslandsmótið er að fara á skrið aftur. Þetta er búið að vera mikið fótboltasumar, ég náði þrem- ur leikjum á EM og yngstu dæturnar kepptu á USA Cup en þær eru í 4. flokki með Breiðabliki.“ Eiginkona Helga er Guðrún Ísberg, sem er sjúkraþjálfari að mennt en sinnir hönnun hjá Völku. Börn þeirra eru Eyþór 17 ára, Eydís og Hugrún sem eru 14 ára en fyrir átti Helgi Hrefnu sem er 26 ára. Framkvæmdastjórinn Helgi Hjálmarsson stofnaði Völku árið 2003. Vatnsskurðarvélar í mikilli framþróun Helgi Hjálmarsson er fimmtugur í dag H ildur Jana Gísladóttir fæddist 17. ágúst 1976 í Reykjavík og ólst þar upp. Hún bjó lengst af á Leifs- götu og síðar á Seilugranda. „Æskuslóðir mínar voru þó einnig í Ólafsfirði þar sem ég dvaldi löngum stundum hjá afa og ömmu í góðu yfirlæti. Ég spilaði handbolta með KR og er hátindur íþróttaferilsins án efa þegar við tryggðum okkur Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki kvenna undir stjórn Örnu Steinsen þar sem systir hennar, Brynja Steinsen, skoraði úr víti þegar leiktímanum var lokið. Þetta er augnablik sem ég gleymi aldrei.“ Náms- og starfsferill Hilda Jana fór í Laugarnes- skóla, Melaskóla, Hagaskóla, Kvennaskólann í Reykjavík, Verk- menntaskólann á Akureyri og að lokum Háskólann á Akureyri þar sem hún kláraði B.Ed-gráðu árið 2002 og er því menntaður grunn- skólakennari. „Þrátt fyrir að hafa sinnt fjöl- breyttum störfum sem ung kona, m.a. sett límmiða á sjampóbrúsa og starfað við forvarnafræðslu, þá hefur kennarastarfið sem og störf í fjölmiðlum verið minn helsti starfsvettvangur.“ Hilda Jana byrjaði á N4 2009 eftir að hún hafði verið á RÚV og er núna framkvæmda- og sjónvarpsstjóri, var ráðin á kvennadeginum, 19. júní, í fyrra. „Núna erum við á fullu að undir- búa haustdagskrána og erum í fyrsta sinn að fara í samvinnu við RÚV sem er að taka upp Akureyr- arvöku. Þeir sjá um hljóðið en við um mynd. Við vorum síðan að klára okkar stærsta verkefni sem var að taka upp tónleikana á Fiskideginum á Dalvík en 17 manns komu að því verkefni.“ Hilda Jana hefur tekið þátt í ýmsu félagsstarfi í gegnum tíðina og m.a. sat hún í verkefnisstjórn um Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð (2002-2004) og var formaður List- hlaupadeildar Skautafélags Akur- eyrar, þegar dóttir hennar æfði listhlaup. Hilda Jana var formaður Félags stúdenta við Háskólann á Akur- eyri og sat í háskólaráði fyrir hönd stúdenta. Sjónvarpsþættir sem Hilda Jana Hilda Jana Gísladóttir, framkvæmda- og sjónvarpsstjóri N4 Í Skíðadal Hilda Jana með börnunum sínum og fjölskyldu bróður síns í sumarbústað tengdaforeldranna. Spennandi tímar á N4 Á Akureyri Hópurinn sem stóð á bak við „Að“-seríurnar á N4 síðastliðinn vetur – Að norðan, Að sunnan, Að austan og Að vestan. Tinna Steinþórsdóttir og Aðalheiður Kristín Ragnarsdóttir söfnuðu 2.449 kr. með því að selja dót við Nettó á Salavegi. Framlagið gáfu þær svo til Rauða krossins á Íslandi. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Hrein samviska í 25 ár Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is B ra n d e n b u rg |s ía

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.