Morgunblaðið - 17.08.2016, Síða 30

Morgunblaðið - 17.08.2016, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 22. ágúst NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Sigrún Sigurðardóttir Sími: 569 1378 sigruns@mbl.is Heilsa & lífstíll fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 26. ágúst SÉRBLAÐ Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og lífstílsbreytingu haustið 2016. –– Meira fyrir lesendur Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Þetta er gleðitónlist sem er gaman að gera góð skil,“ segir Andri Ólafs- son, meðlimur hljómsveitarinnar Secret Swing Society, sem hefur nú gefið út sína fyrstu hljómplötu sem ber heitið Keeping the Secret, en þar geta áheyrendur fengið far aft- ur til fortíðar því að tónlistin er í ætt við þá sem var í hávegum höfð á millistríðsárunum. Hljómsveitin leikur og syngur gamaldags sveiflutónlist eða gleði- djass eins og hún kallar hana sjálf. Lögin eru bæði frumsamin og ættuð frá flytjendum og höfundum á borð við Duke Ellington, Gershwin- bræður, Louis Armstrong, Mills- bræður, Louis Prima, Django Rein- hardt og Fats Waller. Er þetta fyrsta plata sveit- arinnar, sem hefur þó spilað saman síðustu sex ár á tónleikum um allan heim. Hún hélt útgáfutónleika plöt- unnar í fyrradag á Jazzhátíð Reykjavíkur og uppskar góð við- brögð. „Þetta gekk svakalega vel og það voru eitthvað yfir 400 manns sem komu að hlusta,“ segir Andri, en sveitin spilaði einnig á KEX í gærkvöldi. Hljómsveitina skipa Andri Ólafs- son, sem spilar á kontrabassa og syngur, Grímur Helgason, á tromp- et og söng, Kristján Tryggvi Martinsson, á píanó, harmónikku og söng, Dominykas Vysniauskas, á trompet og söng, og Guillaume Heurtebize, á gítar, banjó og söng. Á plötunni er einnig eitt lag þar sem söngvarinn Björgvin Halldórsson syngur aðalröddina, en hann hafði sýnt áhuga á að syngja með sveit- inni eftir að hafa heyrt hana spila. Vilja hljóma gamaldags „Við vildum halda okkur við kjarnann í tónlistinni og hljóma gamaldags á sama tíma,“ bætir hann við, en platan var öll tekin upp í einni töku á hljóðnema í anda þeirra sem notaðir voru á uppruna- legum tíma tónlistarstefnunnar. „Þetta er skemmtileg tilbreyting frá nútímastúdíóinu þar sem nostrað er við allt eftir á,“ segir hann, en upp- tökunum svipar því meira til upp- töku á tónleikum. Þessi aðferð við upptökurnar leiddi til þess að skemmtileg stemn- ing myndaðist í stúdíóinu. „Við not- uðum bara tvo gamaldags hljóð- nema og röðuðum okkur í kringum þá í hæfilegri fjarlægð og þetta var bara tekið upp eins og það kom úr kúnni,“ segir hann, en þegar þurft hafi að hækka eða lækka í ein- hverjum söngvara sveitarinnar hafi sá hinn sami þurft að færa sig nær eða fjær eftir því hvað átti við. „Það urðu því til skemmtileg dansspor í miðjum lögum eftir því hver var í forgrunni,“ segir Andri léttur í bragði. Upptökur sem þessar skila frá sér þéttari og mattari tóni, en í staðinn þarf að gera fjölda mála- miðlana enda margt sem ekki næst á svo gamaldags upptökum miðað við nýjustu tæknina. Fá viðbrögð úti á götum Hljómsveitin Secret Swing So- ciety var stofnuð í Amsterdam árið 2010 þegar meðlimir hennar stund- uðu tónlistarnám þar í borg. Hljóm- sveitin hefur ekki slegið slöku við síðan og spilað bæði í tónleikasölum og á götum úti, á mörkuðum og við síki borgarinnar. Hún hefur ferðast í þessum erindagjörðum til borga í Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Litháen, Íslandi og austurströnd Bandaríkjanna – ým- ist til að spila á djasshátíðum, tón- leikum eða úti undir berum himni. Þetta kemur fram í lýsingu Jazzhá- tíðar Reykjavíkur á sveitinni. „Það er alltaf skemmtilegt að fylgjast með því hvernig fólk tengir við tónlistina, í hvaða lagi það stopp- ar og fylgist með. Það er gaman að nýta sér það að geta spilað óraf- magnað þannig þetta stendur al- gjörlega fyrir sínu,“ segir Andri, en sveitin sé þó jafnvíg að spila innan- dyra og úti. Nú þegar platan sé komin í hús sé gott að hafa eitthvað í höndunum þegar fólk stoppi við úti á götu, eins konar nafnspjald. Spurður hvort viðbrögð fólks úti á götu við tónlist sveitarinnar hafi valdið einhverjum breytingum á lögunum segir hann svo vera að vissu leyti. „Það eru ákveðin lög sem hafa algjörlega fest sig í sessi vegna þess hvernig þau slógu alltaf í gegn úti á götu,“ segir hann, en einnig hafi verið aukið við sönginn í lögunum því fólk virðist tengja bet- ur við það en hreinan hljóðfæraleik. Lögin á plötunni eru öll á ensku nema eitt, en Andri segir ástæðu þess vera þá að sveitin spili afar mikið erlendis og hafi gert fram til þessa. „Enskan er sameiginlega tungumálið okkar en við syngjum allir í lögunum.“ Lögin hafa þó allt eins fallið í kramið hjá Íslendingum. Leika og syngja „gleðidjass“ í gamal  Hljómsveitin Secret Swing Society gefur út plötuna Keeping the Secret  400 manns sóttu útgáfutónleikana Spilað í 6 ár Hljómsveitina skipa þeir Andri Ólafsson, Grímur Helgason, Guil- laume Heurtebize, Dominykas Vysni- auskas og Kristján Tryggvi Martinsson. Þeir gefa út plötuna Keeping the Sec- ret, sem tekin er upp á gamla mátann. Pete’s Dragon Árum saman hefur gamli smið- urinn Mr. Meacham (Robert Red- ford) skemmt börnum bæjarins með ævintýralegaum sögum um skelfilegan dreka sem búi í ná- lægum skógi. Grace, dóttir hans (Bryce Dallas Howard), sem starf- ar sem skógarvörður hefur ávallt litið á sögurnar sem tilbúning þar til hún kynnist hinum mun- aðarlausa Pete (Oakes Fegley). Pete er dularfullur 10 ára strákur sem heldur því fram að hann hafi búið í skóginum ásamt stórum grænum dreka sem nefnist El- liott. Eftir lýsingum Pete að dæma virðist Elliott vera drekinn úr sögum gamla smiðsins. Grace einsetur sér að komast að því hvaðan Pete komi og hvort eitt- hvað sé til í frásögnum hans um drekann. Leikstjóri myndarinnar er David Lowery og auk ofan- greindra fara með hlutverk þau Karl Urban, Wes Bentley og Oona Laurence. Rotten Tomatoes: 86% Metacritic: 72/100 Lights Out Þegar Rebecca (Teresa Palmer) flutti að heiman var hún sannfærð um að hún gæti skilið ótta sinn eftir á æskuslóðum. Þegar hún var að vaxa úr grasi var hún aldrei viss um hvað væri raun- verulegt og hvað ekki af því sem leyndist í myrkrinu. Þegar yngri bróðir hennar, Martin (Gabriel Bateman), fer að upplifa sömu óútskýrðu martraðarkenndu sýn- irnar og hún lifði við eru góð ráð dýr. Hryllingsmyndin Lights Out er fyrsta kvikmynd leikstjórans Davids F. Sandberg, en hún er byggð á samnefndri styttmynd sem hann gerði árið 2003. Í aðal- hlutverkum eru, auk ofan- greindra, þau Alexander Di- Persia, Billy Burke og Maria Bello. Rotten Tomatoes: 77% Metacritic: 57/100 Sausage Party Eins og allan annan mat í stór- markaðnum dreymir pylsuna Frank um að einhver kaupi hann og fari með hann heim þar sem hann geti, helst með pyslubrauð- inu Brenda, lifað áhyggjulausu lífi þar til þau renna út. En eins og allir með reynslu vita er þetta misskilningur hjá Frank. Hann á því eftir að fá sjokk þegar heim er komið og hann áttar sig á því hvað gert er við matinn. Sausage Party er ein af fáum Dreki, myrkfælni og pylsupartí Bíófrumsýningar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.