Morgunblaðið - 17.08.2016, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.08.2016, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 „Það er okkar reynsla að þetta fell- ur í kramið hjá öllum aldurs- hópum.“ Dreifast út um allan heim Meðlimir hljómsveitarinnar dreif- ast um heiminn þegar þeir eru ekki saman að spila, en Kristján og Guill- aume halda til í Amsterdam og Dominykas býr í Litháen. Hinir eru á Íslandi en þeir starfa allir í tón- listinni á sínum vettvangi. Kristján og Guillaume eiga þó fjölskyldur hér á landi og koma því oft í fríum og þá grípur sveitin oftar en ekki í hljóðfærin saman. Hún fer einnig utan að spila; hefur til að mynda farið í þrjár tónleikaferðir til Litháen þar sem Dominykas er á heimavelli. „Það er alltaf hægt að finna út úr þessu og hittast – þetta er góð leið til að halda hópinn að námi loknu,“ segir Andri. Tónleikar GAMA í kvöld Í kvöld heldur einn meðlimur sveitarinnar tónleika á Rosenberg kl. 21 undir listamannsnafninu GAMA, en það er Guillaume Heurtebize. Hann fær aðstoð Andra og Kristjáns, sem spila munu á kontrabassa og harmonikku á með- an Guillaume spilar á gítar. Miða- verð er 1.500 krónur. Þar hyggst Guillaume sýna trúba- dorshliðarsjálf sitt, eins og segir í tilkynningu, en hann mun leika lög af fyrstu plötu sinni, La Pieuvre, og leiða áhorfandann í súrrealískan flótta undan kolkrabba tímans, en eftir honum er platan nefnd. Á leið- inni til tunglsins bregður fyrir geislavirkum spámanni, sofandi börnum og einmana samloku og greina má rakspíralykt af Boris Vi- an, Jean Cocteau og Django Rein- hardt, segir í lýsingu á tónleikunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guillaume spilar á Íslandi en hann hefur þó aldrei komið fram undir nafninu GAMA áður. „Ég hef þrýst á hann í svolítinn tíma að frumflytja þetta – hann er svo hógvær og hefur ekki komið sér í að spila þetta hér á Íslandi áður,“ segir Andri léttur í bragði en tón- listin sé frábær og því hafi hann lagt hart að honum að boða til tón- leika. „Þetta er mjög súrrealískt á köflum og skemmtilegt – tónlistin er aðgengileg og fjölbreytt.“ Hægt er að nálgast plötu Secret Swing Society á netinu, þ.e. á Spotify-tónlistarveitunni og annars staðar, ásamt helstu hljómplötu- búðum á landinu. Plötu Guillaume má einnig nálgast á Spotify. dags búningi Morgunblaðið/Eggert teiknimyndum sem hafa verið bannaðar innan 16 ára, en fram- leiðendur myndarinnar segja hana alls ekki hugsaða fyrir börn. Leikstjórar eru Greg Tiernan og Conrad Vernon, en meðal leikara eru Seth Rogen, Kristen Wiig, Jo- nah Hill, Bill Hader, Michael Cera, James Franco, Edward Norton, Paul Rudd og Salma Ha- yek. Rotten Tomatoes: 82% Metacritic: 67/100 Hell or High Water Bræður tveir ákveða að ræna nokkra banka til þess að bjarga fjölskyldubýli sínu í Texas. Lög- regluyfirvöld eru ekki ánægð með tilburði tvímenninganna og reyna allt til þess að handsama þá. Leik- stjórn er í höndum David Macken- zie en með aðalhlutverk fara Jeff Bridges, Chris Pine, Ben Foster og Gil Birmingham. Rotten Tomatoes: 83% Metacritic: 86/100 Ævintýri Pete’s Dragon segir sögu af dularfulla drekanum Elliott. Gróf Sausage Party er bönnuð börnum innan sextán ára. Allskonar ást er viðfangs-efni bókarinnar Ást-arsögur íslenskra kvennasem inniheldur 48 frá- sagnir úr raunveruleikanum, eins og stendur framan á bókarkápu. Sögurnar eru sagðar af konum á öllum aldri, þær gerast á mismun- andi tímum og aðstæðurnar eru af- ar ólíkar. Til dæmis kemur stefnumóta- forritið Tinder nokkuð við sögu, ein sagan hefst með kynnum pars á Einkamál.is, önn- ur byrjar í Leifs- stöð. Skemmt- analíf og sveitasæla, Litla- Hraun og Papa- ball á Nasa. Svo er það sjómað- urinn úr Eyjum, ástralski hermað- urinn og maðurinn sem gúffaði í sig flennistórri marengstertusneið á fyrsta stefnumóti. Ef einhver rauður þráður er gegnumgangandi í þessum ólíku sögum þá er það að ástin býr í öllum aðstæðum. Hún þekkir engin landamæri og getur kviknað hvar sem er. Bara sisona. Annað sem segja má að einkenni allar sögurnar er hversu miklir gerendur sögukon- urnar eru í sínum ástarsam- böndum. Ef sögurnar gefa raun- sæja mynd af því hvernig íslenskar konur haga sér í sínum ástarsam- böndum, þá er nokkuð ljóst að goð- sögnin um stelpuna sem situr heima og bíður eftir að strákurinn hringi í hana er steindauð. Þær María Lilja Þrastardóttir og Rósa Björk Bergþórsdóttir söfnuðu sögunum saman og haft var eftir þeim í blaðaviðtali að þær hefðu átt úr vöndu að ráða, þeim hefðu bor- ist svo margar sögur. Þeim hefur tekist býsna vel til við að velja fjöl- breyttar sögur í bókina þar sem raddir sögukvennanna fá algerlega að njóta sín. Í einhverjum tilvikum hefði gjarnan mátt búa sögurnar betur til útgáfu, því sumar þeirra eru ekki nógu lipurlega skrifaðar. En það heyrir til undantekninga því allflestar eru prýðlegar aflestr- ar. Þetta er skemmtileg hugmynd að bók sem gengur alveg ágætlega upp. Hverjum finnst annars ekki gaman og gott að lesa um ástina? Ást Bókin Ástarsögur íslenskra kvenna er eftir þær Maríu Lilju Þrastardóttur og Rósu Björk Bergþórsdóttur. Tinder-ást, marengs- tertuást og ást á Hrauninu Frásagnir Ástarsögur íslenskra kvenna. mn Eftir: Maríu Lilju Þrastardóttur og Rósu Björk Bergþórsdóttur. Veröld, 2016. 223 blaðsíður. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.