Morgunblaðið - 27.08.2016, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 27.08.2016, Qupperneq 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 | www.saltkaup.is Fjölbreytt vöruúrval Strekki- filmur glærar Bóluplast 1,5 m br. 100 m á rúllu Kíktu á heimasíðunawww.saltkaup.is Bóluplast 1,2 m br. 100 m á rúllu Bylgjupappír Ruslapokar svartir Ruslapokar glærir Umbúða- pappír Límbönd Mini strekki- filmur Strekkifilmur svartar BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Sú sjón að sjá þunglamalegan hest draga plóg á franskri vínekru virðist við fyrstu sýn vera tímaskekkja. Svo er þó ekki en hundruð vínræktenda hafa snúið baki við nútíma ræktunar- tækni og tekið upp að nýju aldagaml- ar vinnuaðferðir á ökrum sínum. „Þetta er eins og póstkort að sjá,“ segir vínfræðingurinn Gilles de Re- vel. Hann segir afturhvarfið til for- tíðar hafi byrjað fyrir um áratug er vínræktendur leituðu leiða til að gera vín sín fágaðri. Dráttarklárar eru „kraftbirting nýjustu strauma og stefna í lífrænni vínræktun“ segir De Revel, en hann er yfirmaður vín- fræðadeildar háskólans í Bordeaux. Helsti frumkvöðull þessarar þró- unar er ræktandi að nafni Dominique Leandre-Chevalier. Vart hafði hann hlotið vínrækt föður síns í arf árið 1985 er hann tók hestana í notkun. Vínekran og vínhús hennar, Chateau Le Queyroux, kom til sögunnar árið 1895, en þá höfðu vínræktendur ekki um önnur tól að velja en dráttar- hesta, eins og verið hafði frá því á sextándu öld. Vínræktin Chateau Le Queyroux liggur við ósa fljótsins Gi- ronde, skammt frá bænum Anglade og gegnt hinu fræga vínhéraði Me- doc. Hún á einnig spildur á Patiras- eynni í miðju hinu skipgenga fljóti og þangað eru hrossin flutt á pramma þegar á þeim þarf að halda þar. Eftir að faðir hans beið bana í slysi í vín- gerðarhúsinu ákvað Leandre- Chevalier að endurvekja hinar gömlu hefðir, eða eins og hann sagði við AFP-fréttastofuna, „endurreisa sóma þekkingar forfeðra minna“. Fara betur með jarðveginn Helsti ávinningurinn af notkun dráttarklára við vínyrkju er að „fót- spor“ þeirra er mun léttara en drátt- arvéla og því þétta þeir jarðveginn miklu minna. „Þetta eru ekki mikil vísindi, jarðvegurinn fær að anda bet- ur minna þéttur,“ segir De Revel. Hinn 53 ára gamli Leandre- Chevalier einbeitir sér að ræktun á þremur hekturum lands, sem er ein- ungis fjórðungur upprunalegu land- areignar fjölskyldunnar. Hann ákvað jafnframt að planta vínviðnum 10 sinnum þéttar en áður og kemur þannig fyrir allt að 33.000 plöntum á hektara í stað um 3.500 áð- ur. Þéttleikinn hjá mörgum frægum víngerðum er yfirleitt um 11.000 plöntur á hektara. „Þetta var gert á undanförnum öldum, með fáum berjaklösum á hverri plöntu, aðeins tveimur eða þremur, til að vernda kraft þeirra og orku,“ segir Leandre- Chevalier, sem framleiðir um 66.000 flöskur af rauðvíni, hvítvíni og rósa- víni á ári. Vínin hans má m.a. finna á matseðlum fínna veitingahúsa Par- ísar og í Asíu, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Sviss. Er hann hófst handa við að endurplanta vínviðnum tók hann til þess óvenjulega ráðs – og myndræna – að gróðursetja hann í sammiðja hringi á hverjum skika. Hrossin bila ekki Hundruð annarra vínræktenda á bæði Bordeaux-svæðinu, Búrgúndí og í Lurudal (Loire) hafa nú tekið dráttarklára í þjónustu sína. Ýmist til að plægja hluta vínskikanna eða að öllu leyti. Í vínræktarhéraðinu Chi- non í Lurudal leigir breski ræktand- inn Fiona Beeston meri sem heitir eftir fornegypsku frjósemisgyðjunni Ísis, til að plægja Clos des Capucins- ekrurnar tvær sem samtals eru þrír hektarar. Þær keypti hún árin 2010 og 2012. Sú friðsæld sem því fylgdi að brúka hross í stað traktora „var mikil uppgötvun,“ segir Beeston við AFP- fréttastofuna. Við að ganga á eftir plógnum er langt í eyru klársins en aðeins þurfi að hvísla „til vinstri, eitt skref aftur á bak“ og merin heyrir allt og framkvæmir skipunina sam- stundis og það með framúrskarandi þýðleik. Hin sextuga ræktarkona segir að dráttarvélar þétti ekki einungis jarð- veginn heldur skaða þær einnig ræt- ur vínviðarins með titringi sínum. Við það styttist líftími plantanna. „Og hrossin bila ekki,“ bætir hún við hlæj- andi. Mannfákur Jafnvel fræg víngerðarhús brúka núorðið dráttarklára, að minnsta kosti á hluta óðalanna. Má þar til að mynda nefna Chateau Latour í Pauil- lac, handan fljótsins frá búgarði Leandre-Chevalier að sjá. Hann hef- ur einnig horfið aftur til fortíðar með því að brúka hinar litlu Verdot-þrúg- ur í sum rauðvín sín. Þær eiga upp- runa sinn frá því fyrir vínlúsarplág- una miklu sem lagði stór frönsk vínræktarsvæði í rúst á 19. öld. Hann hefur orð á sér fyrir að vilja ganga nokkuð gegn straumum og stefnum í vínyrkju, en sjálfur kveðst Leandre- Chevalier fyrst og síðast upptekinn við að framleiða vín með sérkennandi eiginleika heldur en að uppfylla kröf- ur upprunavottorða á borð við „AOC“. Fjögur vína hans státa reyndar af þeim eftirsótta stimpli en þau bestu sendir hann á markað sem fábrotin „Vins de France“ – borðvín – undir hortugum heitum á borð við 100% ProVocateur (ögrarinn) og L’Homme Cheval (mannfákurinn). Leandre-Chevalier hefur öðlast frægð sem frumkvöðull í notkun hesta við vínyrkju nú til dags. Svo einkennilega vill til, að nafnið hans endurómar rætur orðanna maður og hestur. Aftur til fortíðar á vínekrunum Ljósmynd/AFP Dásemd Franski vínræktandinn Dominique Leandre-Chevalier er frumkvöðull að notkun dráttarklára við vínyrkju seinni tíma og notast hann m.a. við ungan akur á eynni Patiras í Gironde-fljóti. Hér sést hann bragða á víni sem er að þroskast í tunnum í vínkjallara hans í Frakklandi. Ljósmynd/AFP Vínyrkja Þetta er fremur algeng sjón á frönskum vínekrum víða um Frakkland, en hér er verið að plægja akurinn. Ljósmynd/AFP Fullþroskað Fallegur og safaríkur merlot vínberjaklasi á vínvið. Ljósmynd/AFP Vínræktandi Dominique Leandre-Chevalier plægir ungan akur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.