Morgunblaðið - 27.08.2016, Page 46

Morgunblaðið - 27.08.2016, Page 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 | www.saltkaup.is Fjölbreytt vöruúrval Strekki- filmur glærar Bóluplast 1,5 m br. 100 m á rúllu Kíktu á heimasíðunawww.saltkaup.is Bóluplast 1,2 m br. 100 m á rúllu Bylgjupappír Ruslapokar svartir Ruslapokar glærir Umbúða- pappír Límbönd Mini strekki- filmur Strekkifilmur svartar BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Sú sjón að sjá þunglamalegan hest draga plóg á franskri vínekru virðist við fyrstu sýn vera tímaskekkja. Svo er þó ekki en hundruð vínræktenda hafa snúið baki við nútíma ræktunar- tækni og tekið upp að nýju aldagaml- ar vinnuaðferðir á ökrum sínum. „Þetta er eins og póstkort að sjá,“ segir vínfræðingurinn Gilles de Re- vel. Hann segir afturhvarfið til for- tíðar hafi byrjað fyrir um áratug er vínræktendur leituðu leiða til að gera vín sín fágaðri. Dráttarklárar eru „kraftbirting nýjustu strauma og stefna í lífrænni vínræktun“ segir De Revel, en hann er yfirmaður vín- fræðadeildar háskólans í Bordeaux. Helsti frumkvöðull þessarar þró- unar er ræktandi að nafni Dominique Leandre-Chevalier. Vart hafði hann hlotið vínrækt föður síns í arf árið 1985 er hann tók hestana í notkun. Vínekran og vínhús hennar, Chateau Le Queyroux, kom til sögunnar árið 1895, en þá höfðu vínræktendur ekki um önnur tól að velja en dráttar- hesta, eins og verið hafði frá því á sextándu öld. Vínræktin Chateau Le Queyroux liggur við ósa fljótsins Gi- ronde, skammt frá bænum Anglade og gegnt hinu fræga vínhéraði Me- doc. Hún á einnig spildur á Patiras- eynni í miðju hinu skipgenga fljóti og þangað eru hrossin flutt á pramma þegar á þeim þarf að halda þar. Eftir að faðir hans beið bana í slysi í vín- gerðarhúsinu ákvað Leandre- Chevalier að endurvekja hinar gömlu hefðir, eða eins og hann sagði við AFP-fréttastofuna, „endurreisa sóma þekkingar forfeðra minna“. Fara betur með jarðveginn Helsti ávinningurinn af notkun dráttarklára við vínyrkju er að „fót- spor“ þeirra er mun léttara en drátt- arvéla og því þétta þeir jarðveginn miklu minna. „Þetta eru ekki mikil vísindi, jarðvegurinn fær að anda bet- ur minna þéttur,“ segir De Revel. Hinn 53 ára gamli Leandre- Chevalier einbeitir sér að ræktun á þremur hekturum lands, sem er ein- ungis fjórðungur upprunalegu land- areignar fjölskyldunnar. Hann ákvað jafnframt að planta vínviðnum 10 sinnum þéttar en áður og kemur þannig fyrir allt að 33.000 plöntum á hektara í stað um 3.500 áð- ur. Þéttleikinn hjá mörgum frægum víngerðum er yfirleitt um 11.000 plöntur á hektara. „Þetta var gert á undanförnum öldum, með fáum berjaklösum á hverri plöntu, aðeins tveimur eða þremur, til að vernda kraft þeirra og orku,“ segir Leandre- Chevalier, sem framleiðir um 66.000 flöskur af rauðvíni, hvítvíni og rósa- víni á ári. Vínin hans má m.a. finna á matseðlum fínna veitingahúsa Par- ísar og í Asíu, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Sviss. Er hann hófst handa við að endurplanta vínviðnum tók hann til þess óvenjulega ráðs – og myndræna – að gróðursetja hann í sammiðja hringi á hverjum skika. Hrossin bila ekki Hundruð annarra vínræktenda á bæði Bordeaux-svæðinu, Búrgúndí og í Lurudal (Loire) hafa nú tekið dráttarklára í þjónustu sína. Ýmist til að plægja hluta vínskikanna eða að öllu leyti. Í vínræktarhéraðinu Chi- non í Lurudal leigir breski ræktand- inn Fiona Beeston meri sem heitir eftir fornegypsku frjósemisgyðjunni Ísis, til að plægja Clos des Capucins- ekrurnar tvær sem samtals eru þrír hektarar. Þær keypti hún árin 2010 og 2012. Sú friðsæld sem því fylgdi að brúka hross í stað traktora „var mikil uppgötvun,“ segir Beeston við AFP- fréttastofuna. Við að ganga á eftir plógnum er langt í eyru klársins en aðeins þurfi að hvísla „til vinstri, eitt skref aftur á bak“ og merin heyrir allt og framkvæmir skipunina sam- stundis og það með framúrskarandi þýðleik. Hin sextuga ræktarkona segir að dráttarvélar þétti ekki einungis jarð- veginn heldur skaða þær einnig ræt- ur vínviðarins með titringi sínum. Við það styttist líftími plantanna. „Og hrossin bila ekki,“ bætir hún við hlæj- andi. Mannfákur Jafnvel fræg víngerðarhús brúka núorðið dráttarklára, að minnsta kosti á hluta óðalanna. Má þar til að mynda nefna Chateau Latour í Pauil- lac, handan fljótsins frá búgarði Leandre-Chevalier að sjá. Hann hef- ur einnig horfið aftur til fortíðar með því að brúka hinar litlu Verdot-þrúg- ur í sum rauðvín sín. Þær eiga upp- runa sinn frá því fyrir vínlúsarplág- una miklu sem lagði stór frönsk vínræktarsvæði í rúst á 19. öld. Hann hefur orð á sér fyrir að vilja ganga nokkuð gegn straumum og stefnum í vínyrkju, en sjálfur kveðst Leandre- Chevalier fyrst og síðast upptekinn við að framleiða vín með sérkennandi eiginleika heldur en að uppfylla kröf- ur upprunavottorða á borð við „AOC“. Fjögur vína hans státa reyndar af þeim eftirsótta stimpli en þau bestu sendir hann á markað sem fábrotin „Vins de France“ – borðvín – undir hortugum heitum á borð við 100% ProVocateur (ögrarinn) og L’Homme Cheval (mannfákurinn). Leandre-Chevalier hefur öðlast frægð sem frumkvöðull í notkun hesta við vínyrkju nú til dags. Svo einkennilega vill til, að nafnið hans endurómar rætur orðanna maður og hestur. Aftur til fortíðar á vínekrunum Ljósmynd/AFP Dásemd Franski vínræktandinn Dominique Leandre-Chevalier er frumkvöðull að notkun dráttarklára við vínyrkju seinni tíma og notast hann m.a. við ungan akur á eynni Patiras í Gironde-fljóti. Hér sést hann bragða á víni sem er að þroskast í tunnum í vínkjallara hans í Frakklandi. Ljósmynd/AFP Vínyrkja Þetta er fremur algeng sjón á frönskum vínekrum víða um Frakkland, en hér er verið að plægja akurinn. Ljósmynd/AFP Fullþroskað Fallegur og safaríkur merlot vínberjaklasi á vínvið. Ljósmynd/AFP Vínræktandi Dominique Leandre-Chevalier plægir ungan akur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.