Morgunblaðið - 12.09.2016, Page 6

Morgunblaðið - 12.09.2016, Page 6
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Þegar það eru svona deildar mein- ingar um ákvarðanir sem eru teknar fara ekki allir himinlifandi heim. Við viljum vera í stöðugu sambandi við félagsfólk. Vonandi skapast nú ein- hver ró um starfið og það verður hægt að byggja upp heilstæða stefnumótun,“ segir María Helga Guðmundsdóttir, sem var kjörin for- maður Samtakanna 78 á átakafundi í gær. María Helga hlaut 184 atkvæði en Kristín Sævarsdóttir hlaut 152 at- kvæði. Benedikt Traustason var kosinn gjaldkeri og Júlía Margrét Einarsdóttir ritari. Fjölmenni var á aðalfundinum, en á fjórða hundrað manns mættu á hann. Vanalega hafa um 30 manns mætt á aðalfund samtakanna. Mikil átök hafa verið vegna umsóknar BDSM Ísland um aðild að samtök- unum. Á aðalfundinum var kosið um aðild BDSM Ísland og kusu 179 fé- lagsmenn með aðildinni og 127 kusu gegn henni. Fór vel fram Féllu þung orð á fundinum? „Mér fannst fundurinn fara vel fram. Mjög ánægjulegt að það skyldu koma svona margir. Að menn skyldu gefa sér tíma í að taka þátt í svona gjörningi sem aðalfundur er.“ Gátu BDSM-félagar tekið þátt í kosningunni? „Allir sem eru félagar í Samtök- unum 78 gátu tekið þátt í kosning- unni. Það er margt fólk í BDSM sem hefur verið í samtökunum í langan tíma. Aðrir eru nýir á vettvangi.“ BDSM fékk aðild að Samtökunum 78  Á fjórða hundrað manns á aðalfundi Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Sýking Júgur margra hreinkúa á svæði 2 hafa verið undirlögð af smitinu. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Leiðsögumenn með hreindýraveið- um hafa áhyggjur af sjúkdómi sem leggst á júgur hreinkúa á veiðisvæði 2. Það nær m.a. yfir Fljótsdalshrepp og hluta Fljótsdalshéraðs. Á svæði 2 er t.d. griðland hreindýranna við Snæfell og Vesturöræfi. Þeir óttast helst að sjúkdómurinn geti haft áhrif á viðkomu hreindýranna á næstu ár- um. Ekki hefur verið staðfest hver sjúkdómurinn er en talið að um sé að ræða svonefnda kindabólu (orf), eða sláturbólu, að því er kom fram í Morgunblaðinu á laugardaginn var. Veirusjúkdómurinn er útbreiddur í sauðfé hér á landi. Ljóst er að hann er mjög smitandi. Líklega smitast hann á milli kálfs og júgurs. Meirihluti kúnna sýktur Sigurður Aðalsteinsson, leiðsögu- maður með hreindýraveiðum, segir að meirihlutinn af kúm sem felldar hafa verið á svæði 2 í haust hafi verið sýktur. Sjúkdómurinn virðist leggj- ast misilla á kýrnar. Sumar fá líkt og vont exem en á öðrum eru júgrin sundurgrafin og ónýt. „Það er stóralvarlegt ef júgrin eyðileggjast því þá koma kálfarnir sem þessar kýr bera á næsta ári til með að drepast úr hungri,“ sagði Sigurður. Veiðimenn með honum hafa veitt þrjár mylkar kýr á svæði 2 í haust sem allar voru smitaðar og tvær með ónýt júgur. Tvær voru geldar og sást ekkert á júgrum þeirra. Sigurður sagði ekkert hægt að gera við þessu. Hann hafði heyrt að einnig hefðu veiðst kýr sem virt- ust vera að lagast af sjúkdómnum. Strax gert viðvart „Ég sá þetta 8. ágúst á tveimur fyrstu kúnum sem veiddar voru und- ir minni leiðsögn á svæði 2 í haust,“ sagði Reimar S. Ásgeirsson, leið- sögumaður með hreindýraveiðum. „Ég lét vita af þessu og skilaði júgr- unum til Umhverfisstofnunar til greiningar á því hvað þetta væri. Ég bað um að fá að vita hvað þetta væri en hef ekki fengið neitt svar við því ennþá og veit ekkert hvað þetta er.“ Veiðimenn sem Reimar hefur fylgt í haust hafa veitt alls átta hrein- kýr á svæði 2 og voru sjö þeirra mis- jafnlega mikið sýktar. Ein var svo illa farin að júgrið var eitt graftar- kýli og ónýtt. Sú hefði aldrei framar getað mjólkað kálfi, að mati Reim- ars. Á eftir einni kúnni dróst mjög ræfilslegur kálfur og var sá augljós- lega vannærður. Reimar hafði heyrt í fleiri kollegum í stétt leiðsögu- manna sem höfðu sömu sögu að segja af kúm sem veiddar voru undir þeirra stjórn í haust. „Mér heyrist að þetta sé mjög út- breitt á svæði 2 og þetta virðist vera bundið við það svæði,“ sagði Reimar. „Mér finnst það grafalvarlegt ef sjúkdómur sem við vitum ekki hver er er að hreiðra um sig í hreindýr- unum. Það hefur væntanlega áhrif á afkomu stofnsins á komandi árum ef kýrnar geta ekki mjólkað kálfunum sínum. Þá drepast þeir.“ Nokkuð margar tilkynningar Jóhann G. Gunnarsson, sérfræð- ingur hjá Umhverfisstofnun á Egils- stöðum, sagði að þeim tilmælum hefði verið beint til leiðsögumanna eftir að sýkingarinnar varð vart að þeir létu vita af sýktum dýrum. Einnig að það yrði merkt á kort, sem skilað er inn um veidd hreindýr, hvort þau hefðu verið sýkt. Nokkuð margar tilkynningar um smit í júgr- um mylkra kúa hafa borist. Sýnin voru send til Matvælastofnunar sem er að láta rannsaka þau. Stór hluti hreinkúa á svæði 2 er sýktur  Sýkingin leggst á júgrin svo sumar hætta að geta mjólkað 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2016 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þessa dagana er fólk að flytja inn í fyrstu íbúðirnar af 30 í nýjum fjöl- býlishúsum við Ásatún 40-42 á Ak- ureyri. Á þriðja ár er síðan hönnun og önnur undirbúningsvinna hófst, en á síðustu árum hefur á Akureyri eins og víða annars staðar á land- inu verið talsverður hörgull á íbúð- arhúsnæði, þá sérstakalega minni íbúðum. Með þær forsendur í huga stofnuðu þeir Sævar Helgason, Ás- geir Már Ásgeirsson, Páll Jónsson og Hlynur Jónsson fyrirtækið Ása- tún ehf. fasteignaþróunarfélag sem sérhæfir sig sig í þróun og uppbyggingu lítilla blokkaríbúða. Spurðu um kaupendur „Að hasla sér völl í bygging- ariðnaði datt eiginlega upp í hend- urnar á mér. Ég hafði lengi starfað á verðbréfamarkaði en var hættur þar. Fjármálafyrirtæki sem áttu nokkrar fjölbýlishúsalóðir hér á sunnanverðri Brekkunni á Ak- ureyri höfðu samband og spurðu mig um mögulega kaupendur. Mál þróuðust hins vegar svo að við ákváðum sjálfir að kaupa þessar lóðir og byrja að byggja. Sjálfur hef ég tengsl við byggingariðn- aðinn og svo fannst mér þetta líka spennandi tækifæri,“ segir Sævar. Lítið var byggt af íbúðar- húsnæði á árunum 2009 til 2012, það er í eftirleik hrunsins. Á því skeiði myndaðist hins vegar kúfur í eftirspurn eftir nýju húsnæði. Framkvæmdir á síðustu árum hafa að nokkru bætt úr þeirri eft- irspurn. Þurfa 110 nýjar íbúðir á ári „Í dag eru Akureyringar rösk- lega 18 þúsund og miðað við fólks- fjölgun í bænum og áætlaða end- urnýjunarþörf gildir að á hverju ári þurfi inn á markaðinn hér um 110 nýjar íbúðir. En eins og staðan er núna þá þurfum við hins vegar – að minnsta kosti næstu árin – tals- vert fleiri íbúðir en þessar 110 til að anna árlegri eftirspurn,“ segir Sævar. Þegar Ásatún ehf. var stofnað mörkuðu eigendur þá strax í upp- hafi þá stefnu að byggja og fram- leiða litlar vel skipulagðar íbúðir sem væru gæðahús og falleg útlits- fallegu útliti. Þeir gáfu sér góðan tíma í hönnunarvinnu og skoðuðu á milli 20 og 30 nýbyggingar, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu og leituðu upplýsinga og fyr- irmyndar. „Nú þegar höfum við afhent 16 íbúðir og 14 íbúðir verða af- hentar á allra næstu vikum. 30 íbúðir í tveimur húsum verða síðan afhentar næsta sumar. Síðan ligg- ur nánast fyrir að við höldum áfram og höfum tryggt okkur lóð í Stekkjartúni og stefnan er að af- henda um 20 íbúðir þar í byrjun árs 2018. Samtals verða þetta því um 80 íbúðir og um 6.000 fermetr- ar ef þessi verkefni eru talin sam- an. Og í allt er þetta verkefni upp á um tvo milljarða króna,“ segir Sævar. 330 þúsund á fermetrann Það vekur athygli – og skapar jafnvel áhuga á kaupum – að í nýju Ásatúnshúsunum á Akureyri megi fá góða 3ja herbergja íbúð á 23,5 milljónir króna. Þannig er fer- metraverð eigna fyrir norðan gjarnan í kringum 330 til 360 þús- und krónur. Á höfuðborgar- svæðinu er það, að sögn fast- eignasala þar, hins vegar oft um 450 þúsund krónur, með frávikum til beggja átta. „Lóðaverðið er talsvert lægra hér á Akureyri en fyrir sunnan og að fermetraverðið sé þetta mikið lægra tel ég skýrast af því. Þá held ég að álagningin á verð eigna sé mun meiri á höfuðborgarsvæðinu en hér. Þó er það mín skoðun að í heild sé verið að byggja vandaðra húsnæði á Akureyri heldur en á höfuðborgarsvæðinu þó að vissu- lega sé það ekki algilt,“ segir Sæv- ar Sævar Helgason byggir á vegum Ásatúns hf. á Akureyri Morgunblaðið/Sigurður Bogi Byggir „Byggja vandaðra húsnæði á Akureyri heldur en á höfuðborg- arsvæðinu þó að vissulega sé það ekki algilt,“ segir Sævar. Lóðaverðið er lágt og góðar eignir ódýrar  Sævar Helgason er Akureyr- ingur í húð og hár, fæddur árið 1973. Er með BS-gráðu í við- skiptafræði og löggildingu í verðbréfamiðlun og starfaði lengi á því sviði. Hefur starfað við byggingaframkvæmdir síð- astliðin þrjú ár.  Sævar er giftur og á fjögur börn á aldrinum 7-18 ára. Er með sveinspróf í málaraiðn. Hver er hann? Eiríkur Smith Finn- bogason, listmálari, lést á Hrafnistu föstu- daginn 9. september síðastliðinn, 91 árs gamall. Hann fæddist 9. ágúst 1925 í Hafn- arfirði og var sonur Guðbjargar Sigríðar Benjamínsdóttur hús- móður og Finnboga Rúts Kolbeinssonar sjómanns. Eiríkur nam við Myndlista- og hand- íðaskólann 1946-1948. Einnig við einkaskóla Rostrup Bøyesens í Kaupmanna- höfn 1948-1950 og við Académie de la grande chaumiére í París 1950- 1951. Hann nam prentmyndasmíði hjá Eymundi Magnússyni 1954-1958 og útskrifaðist frá Iðn- skólanum í Hafnarfirði 1958. Eiríkur hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í samsýningum. Myndverk hans eru bæði í eigu opinberra listasafna og einka- safnara. Hann sat um tíma í stjórn og var formaður sýning- arnefndar Félags ís- lenskra myndlist- armanna. Eiríkur var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 2005 fyrir myndlistarstörf. Eftirlifandi eiginkona Eiríks er Bryndís Sigurðardóttir (f. 1929). Þau eignuðust tvö börn, Sóleyju (f. 1957, d. 1994) og Smára (f. 1961). Andlát Eiríkur Smith Finnbogason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.