Morgunblaðið - 12.09.2016, Síða 8

Morgunblaðið - 12.09.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2016 Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. Aldrei hefur verið auðveldara að heyra GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Samfylkingin vill nota prófkjörvið val á framboðslista en treystir kjósendum þó ekki betur en svo að þeim eru sett ýmis skil- yrði.    Frétt Ríkisút-varpsins eftir að úrslit í Suðvest- urkjördæmi lágu fyrir er lýsandi fyr- ir þetta vantraust: „Árni Páll Árnason, fyrrverandi for- maður Samfylking- arinnar, hreppti fyrsta sætið í prófkjöri flokksins í Suðvest- urkjördæmi. Margrét Gauja Magn- úsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi, varð í öðru sæti og Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þing- maður Hreyfingarinnar, lenti í þriðja sæti í prófkjörinu en vegna reglna um kynjaskiptingu og fram- gang ungs fólks færist hún niður í fimmta sæti.    Sema Erla Serdar, stjórnmála-og Evrópufræðingur, endaði í fjórða sæti í prófkjörinu en færist upp í þriðja sætið vegna ákvæða um að frambjóðandi 35 ára eða yngri sé í einu þriggja efstu sæt- anna. Guðmundur Ari Sig- urjónsson bæjarfulltrúi hlaut fimmta sætið í prófkjörinu en fær- ist upp í fjórða sæti vegna kynja- reglu.“    Hvaða sanngirni var í því aðlækka Margréti Tryggvadótt- ur um tvö sæti til að þjóna tveimur hliðarskilyrðum flokksins? Það var vitaskuld fjarri því að vera sann- gjarnt og ekki að undra að Mar- grét segði það „alveg hundfúlt að vera lækkuð niður út af því að vera gömul kerling“.    Það er tímabært að hætta þess-um kynja- og aldurskvótum og treysta kjósendum til að raða listum á lýðræðislegan hátt. Margrét Tryggvadóttir Fórnarlamb kvótastjórnmála STAKSTEINAR Veður víða um heim 11.9., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 8 súld Akureyri 11 léttskýjað Nuuk 6 heiðskírt Þórshöfn 12 léttskýjað Ósló 20 léttskýjað Kaupmannahöfn 21 léttskýjað Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 16 skýjað Lúxemborg 23 heiðskírt Brussel 22 skýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 21 heiðskírt París 19 skýjað Amsterdam 21 léttskýjað Hamborg 22 skýjað Berlín 30 heiðskírt Vín 27 heiðskírt Moskva 14 alskýjað Algarve 25 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 29 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Róm 21 rigning Aþena 25 rigning Winnipeg 17 skýjað Montreal 17 skýjað New York 26 skýjað Chicago 19 léttskýjað Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:44 20:04 ÍSAFJÖRÐUR 6:46 20:13 SIGLUFJÖRÐUR 6:28 19:56 DJÚPIVOGUR 6:13 19:35 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Jú, þeir enduðu í fanginu á mér á miðvikudaginn,“ segir Hjalti Ax- elsson, varðstjóri á lögreglustöðinni á Egilsstöðum. Tveir piltar frá Alsír og Marokkó komu til Breiðdalsvíkur á miðviku- dag og óskuðu eftir hæli á Íslandi. Að sögn Hjalta höfðu þeir komið með Norrænu til landsins og farið með einhverjum hætti til Breiðdals- víkur, hugsanlega á puttanum eða fótgangandi en leiðin frá Seyðisfirði til Breiðdalsvíkur er um 110 – 120 kílómetra löng. Margir hælisleitendur komu með Norrænu í vor Töluvert margir hælisleitendur komu til landsins með Norrænu í vor en síðan þá hefur verið lítið um slíkar heimsóknir, að sögn lögregl- unnar. Er ekki óvanalegt að hælisleit- endur sæki um hæli á Breið- dalsvík? „Jú, ég held að þetta sé eina til- vikið sem hefur komið upp. Ég veit ekki af hverju þeir báru hælisumsóknina ekki upp fyrr. Það er ekki okkar hlutverk að taka af þeim skýrslu varðandi það.“ Barnaverndarnefnd með málið í sinni umsjá Vitið þið eitthvað um þeirra áætl- anir? Eða hvers vegna þeir komu hingað? „Við vitum lítið um þeirra plön og þeirra ferðalag. Það er bara Út- lendingastofnun sem mun sjá um að taka skýrslu af þeim. Þeir virðast hafa farið í land án þess að nokkur afskipti hafi verið höfð af þeim. Svo er þeirra mál unnið eftir hefðbundnum ferlum. Þeir voru síð- an fluttir til Egilsstaða. Þeirra mál hlaut venjubundinn farveg. Barna- verndarnefndin á svæðinu hefur þeirra mál til umsjónar því þeir eru flokkaðir sem börn, undir 18 ára aldri og eru þá í forsjá barnavernd- aryfirvalda. Þannig er staðan í dag.“ Tungumálaörðugleikar geta hamlað samskiptum Voru þeir illa haldnir? „Sko, já og nei. Kannski ekki þannig. Þeir virtust ekki vera svelt- andi, en virtust hafa ferðast í tals- verðan tíma einhverstaðar og ein- hverstaðar. En ekki illa haldnir, þannig.“ Þeir sögðust vera frá Alsír og Marokkó, hvar ætli þeir hafi hist á leiðinni? „Ég veit það ekki. Þeir tala ekki mikla ensku. Við tölum ekki arab- ísku. Ég veit ekki hvar leiðir þeirra lágu saman. Væntanlega einhver- staðar suður í Evrópu. Við bara skráum þá inn í kerfið, tökum af þeim fingraför og ljósmynd og setj- um þá í gagnagrunninn,“ segir Hjalti. Fóru í land án afskipta og sóttu um hæli  Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem flóttamenn sækja um hæli á Breiðdalsvík Morgunblaðið/Árni Sæberg Skipaferðir Komu með Norrænu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.