Morgunblaðið - 12.09.2016, Qupperneq 23
haust eftir að hús og land sem þau
höfðu fest kaup á inn við Elliðaárvog
var hertekið til afnota fyrir banda-
ríska herinn. Árið 1945 var eigninni
skilað og þá fluttu þau aftur suður.
Árið 1958 festu þau kaup á jörðinni
Stöð í Stöðvarfirði, ásamt bústofni,
fluttu þangað og stunduðu búskap á
fullu til ársins 1985. Þá brugðu þau
búi og fluttu aftur til Reykjavíkur og
1989 fluttu þau hjónin í eigin þjón-
ustuíbúð að Aflagranda 40.
Guðný hóf nám í handmenntadeild
Bréfaskólans árið 1984 og stundaði
það til 1987. Árið eftir fór hún í Mynd-
listaskóla Reykjavíkur og stundaði
þar nám til 1993. Hún er listhneigð,
naut þess að stunda myndlist á efri ár-
um og hélt tvær málverkasýningar,
þá fyrri á áttræðisafmæli sínu og
sýndi þá 38 verk og síðan í nóvember
1999 í Straumsvík þar sem sonur
hennar var að láta af störfum eftir 33
ár hjá fyrirtækinu. Hún hefur notið
þess að ferðast með börnum sínum og
farið bæði til sólarlanda og í borg-
arferðir. Hún fór til Taílands þegar
hún var orðin 95 ára. Hún hefur alla
tíð haft áhuga á stangveiði og verið
fiskin. Eftir að flutt var frá Stöðv-
arfirði var farið austur til dvalar á
hverju sumri, veitt í Stöðvaránni og
farið á sjóstöng. Þetta er nú fyrsta
sumarið sem sjóstönginni var sleppt.
Eftir lát Jóhannesar árið 2005 bjó
Guðný í íbúð sinni fram yfir 100 ára
afmælið sitt, en frá því í nóvember á
síðasta ári hefur hún dvalið á hjúkr-
unarheimilinu Eir og er ánægð með
dvölina enda umönnun fyrsta flokks.
Fjölskylda
Fyrri eiginmaður Guðnýjar var
Ingimar Sölvason, f. 1910, fórst með
togaranum Braga við Englands-
strendur 1940, loftskeytamaður.
Seinni eiginmaður Guðnýjar var Jó-
hannes Ásbjörnsson, f. að Torfum í
Hrafnagilshreppi 26.10. 1911, d. 30.8.
2005, rennismiður og bóndi. For-
eldrar hans voru Guðrún Jóhann-
esdóttir, f. 30.7. 1866, d. 14.5. 1959,
ljósmóðir, og Ásbjörn Árnason, f. 1.5.
1880, d. 12.4. 1962, bóndi.
Sonur Guðnýjar og Ingmars og
stjúpsonur Jóhannesar er Bjarnar, f.
9.4. 1935, fyrrverandi fjármálastjóri,
var kvæntur Nönnu Sigríði Ottós-
dóttur sjúkraliða sem lést 2015 og
eignuðust þau fjögur börn.
Börn Guðnýjar og Jóhannesar eru
1) Guðrún, f. 2.5. 1942, íþróttakenn-
ari og bóndi að Fljótshólum, gift Þor-
móði Sturlusyni bónda og eiga þau
fjögur börn; 2) Jórunn Þorbjörg, f.
5.9. 1943, kaupmaður en með fyrri
eiginmanni sínum, Halldóri Guðna-
syni vélstjóra, á hún þrjár dætur og
með seinni eiginmanni sínum, Dag-
bjarti Jónssyni, verslunar- og sjó-
manni, á hún einn son; 3) Bryndís f.
16.10. 1945 hárgreiðslumeistari, gift
Kolbeini Finnssyni, rafvirkja og
kaupmanni, og eignuðust þau fimm
börn. 4) Steingrímur, f. 8.6. 1951, d.
18.6. 2016, skipstjóri og útgerðar-
maður, en eftirlifandi eiginkona hans
er Anna Jóna Hauksdóttir ritari og
eiga þau þrjú börn. 5) Björn, f. 30.11.
1953, verktaki í Noregi, kvæntur
WilaWan Johannesson og eiga þau
einn son, en með fyrri konum sínum
á Björn tvö börn; 6) Hansína f. 29.8.
1958, blómakaupmaður, gift Sigurði
Péturssyni verslunarmanni og eiga
þau fimm börn.
Afkomendur Guðnýjar eru 109.
Guðný eignaðist fimm bræður.
Tveir létust í æsku, tveggja og sex
ára, en bróðirinn Pálmi drukknaði á
sautjánda ári í Þorlákshöfn árið
1937. Elstur bræðranna var Stefán
Jóhann, f. 30.8. 1914, d. 10.5. 2003,
skipstjóri í Hafnarfirði, og yngstur
þeirra var Pétur, f. 6.10. 1922, d. 30.6.
2009, kaupmaður í Hafnarfirði.
Foreldrar Guðnýjar voru Þor-
björn Stefánsson, f. á Stöðvarfirði
30.3. 1892, d. 1.9. 1973, og k.h., Jór-
unn Jónsdóttir, f. á Viðborði á Mýr-
um í Austur-Skaftafellssýslu 3.8.
1878, d. 6.4. 1961.
Úr frændgarði Guðnýjar Jónu Þorbjörnsdóttur
Guðný Jóna
Þorbjörnsdóttir
Kristján Jónsson
b. á Viðborði A-Skaft., bróður-
sonur Þórðar, langafa Þórbergs
Þórðarsonar rithöfundar
Guðrún Pálsdóttir
húsfr. á Viðborði
Guðný Kristjánsdóttir
húsfr. á Viðborði
Jón Guðmundsson
b. á Viðborði á
Mýrum í A-Skaft.
Jórunn Jónsdóttir
húsfr. á Stöðvarfirði
og í Hafnarfirði
Katrín Jónsdóttir
húsfr. í Holtum í A-Skaft.
Guðmundur Eiríksson
frá Einholti í A-Skaft., dó ungur
Benedikt Kristjáns-
son b. í Einholti
Gunnar Benediktsson
prestur og rithöfundur
Arnleif
Stefáns-
dóttir húsfr. á
Gvendarnesi
Gunnþór Guð-
jónsson sjóm. og
netagerðarm. á
Fáskrúðsfirði
Pétur
Þorbjörnsson
kaupm. í
Hafnarfirði
Stefán Jóhann
Þorbjörnsson
skipstj. í
Hafnarfirði
Pálmi Stefáns-
son efnaverk-
fræðingur
Pétur Þorbjörnsson
kaupm. í Hafnarfirði
Kristín Sigurðardóttir
húsfr. á Núpi
Þorvarður Þórðarson
b. á Núpi í Berufirði
Jóhanna Sigurhildur
Þorvarðardóttir
húsfr. á Grund
Stefán Björnsson
b. og sjóm. á Grund í Stöðvarfirði
Þorbjörn Stefánsson
sjóm. á Stöðvarfirði og verkam. í Hafnarfirði
Lukka Stefánsdóttir
húsfr. á Grund
Björn Jónsson
b. í Bakkagerði og á Grund
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2016
101 ára
Guðný Jóna Þorbjörnsd.
95 ára
Gróa Þorleifsdóttir
90 ára
Óskar Þ. Kemp Þorgeirss.
Sveinbjörg Pétursdóttir
85 ára
Hilmar Pétursson
80 ára
Alda Hanna Grímólfsdóttir
Ásta Hallý Nordgulen
Halldóra Kristín Þorláksd.
Sigmar Ingvarsson
Þóra Magnea Halldórsd.
75 ára
Ágúst Sverrir B. Sigurðsson
Ásgeir Karlsson
Ásta Siegfriedsdóttir
Hávarður B. Benediktsson
Óskar Ásgeirsson
Páll Ragnar Gunnarsson
70 ára
Anna Sigríður Pálsdóttir
Guðjón Ingi Eggertsson
Guðrún Björnsdóttir
Hlín Gunnarsdóttir
Hólmfríður Birna Hildisd.
Jón Finnsson
Kolbeinn Finnsson
Kristbjörg Jónsdóttir
Kristinn M. Kristinsson
Kristín Björnsdóttir
Sólveig G. Ólafsdóttir
60 ára
Anna María Ögmundsdóttir
Barbara Ferster
Einar Guðmundsson
Guðrún Björk Eggertsdóttir
Guðrún Ingvadóttir
Guðrún Sigríður Sævarsd.
Gunnar Helgi Sigurðsson
Gunnlaugur Guðmundsson
Inga Sólveig Friðjónsdóttir
Jón Ögmundsson
Rannveig Kristmundsdóttir
Rósa Björg Andrésdóttir
Sigurður H. Bergþórsson
Unnur Agnes Hauksdóttir
50 ára
Ásgeir Ingvi Jónsson
Ásgerður Halldórsdóttir
Haraldur B. Siggeirsson
Hrönn Arnfjörð Guðbjartsd.
Hrönn Gísladóttir
Ingibjörg Örlygsdóttir
Ólafur Karl Siggeirsson
Ólöf Rún Tryggvadóttir
Páll Bergþór Guðmundsson
Ragnar Páll Jónsson
Rósa Signý Baldursdóttir
Sigurður Kristjánsson
Sólveig Einarsdóttir
Svava H. Fuglö Hlöðversd.
Þóra Magnea Magnúsdóttir
40 ára
Ástríður J. Guðmundsd.
Guðný Stefanía Stefánsd.
Kristján Karl Guðmundsson
Margrét Sigvaldadóttir
Sævar Garðarsson
30 ára
Alexander Helgason
Einar Ingi Sigmundsson
Guðmundur Árni Þórðarson
Heiðrún Ástríðardóttir
Ingibjörg U. Sigmundsd.
Ívar Halldórsson
Karl Hannes Sigurðsson
Loftur Óskar Grímsson
Nína Óskarsdóttir
Oddur Bogason
Vigdís E. S. Halldórsdóttir
Þórunn Halldóra Þórðard.
Til hamingju með daginn
40 ára Marijana er frá
Petrinja í Króatíu en bjó
lengi í Serbíu og var í há-
skóla þar. Fluttist til Ís-
lands 2001 og býr í Njarð-
vík. Hún er með meistara-
gráðu í mannauðs-
stjórnun frá HÍ og sér um
fræðslu hjá Allianz.
Maki: Arnbjörn Elfar
Elíasson, f. 1968, sölustj.
hjá Bacco Seaprodcuts.
Börn: Arnar Milos, f.
2008, og David Elías, f.
2010.
Marijana
Cumba
30 ára Harpa Sif er Akur-
eyringur, býr í Reykjavík
og er hársnyrtir á Eplinu.
Sonur: Viktor Örn Brynj-
arsson, f. 2012.
Systkini: Íris Ósk, Atli og
Erna Karen Egilsbörn og
Valdís Ósk, Alda Rut og
Halldóra Dögg Sigurðar-
börn.
Foreldrar: Sigurður Hall-
dórsson, f. 1959, bifvéla-
virki og eigandi Car-X, og
Berglind Tulinius, f. 1964,
eigandi Sportvers.
Harpa Sif Tul-
inius Sigurðard.
30 ára Hilmar er Hafn-
firðingur, sagnfræðingur
og er þróunarstjóri hjá
hugbúnaðarfyrirt. Trappa.
Maki: Hrafnhildur
Ágústsdóttir, f. 1988, lög-
fræðingur og vinnur hjá
Valitor.
Sonur: Emil Ágúst, f. 7.9.
2012, og Hanna Laufey, f.
8.9. 2016.
Foreldrar: Emil Hörður
Emilsson, f. 1960, og Jó-
hanna Sigríður Jónsdóttir,
f. 1962, bús. í Hafnarfirði.
Hilmar Rafn
Emilsson
Sigríður Haraldsdóttir hefur varið dokt-
orsritgerð sína í lýðheilsuvísindum við
Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið
Heilsa í heimabyggð – Heilsufar og
notkun heilbrigðisþjónustu eftir bú-
setusvæðum á Íslandi (Local health
matters – Health and health service ut-
ilisation across geographic regions in
Iceland). Umsjónarkennari var dr. Unn-
ur A. Valdimarsdóttir, prófessor við
Læknadeild Háskóla Íslands, og leið-
beinandi var dr. Sigurður Guðmunds-
son, prófessor við sömu deild.
Markmið rannsóknarinnar var að
kanna heilsufar og notkun heilbrigðis-
þjónustu eftir búsetusvæðum á Íslandi.
Áhersla var lögð á að kanna hvort mun-
ur væri á sjálfmetinni heilsu, tilteknum
fæðingarútkomum og hjarta- og æða-
sjúkdómum eftir búsetu innan og utan
höfuðborgarsvæðisins þar sem fram-
boð á heilbrigðisþjónustu er mismun-
andi.
Rannsóknin leiddi í ljós svæðis-
bundinn mun á heilsu á Íslandi. Á bú-
setusvæðum utan höfuðborgarsvæðis-
ins eru ýmsar vísbendingar um
óhagstæðara heilsufar en á höfuð-
borgarsvæðinu. Íbúar utan höfuð-
borgarsvæðisins mátu heilsu sína verr
en íbúar á höf-
uðborgarsvæð-
inu og vísbend-
ingar voru um
mögulegar van-
greiningar á
sjúkdómum á
meðgöngu utan
höfuðborg-
arsvæðisins. Þá
kom í ljós lítils
háttar hærri dánartíðni vegna hjarta-
og æðasjúkdóma meðal kvenna utan
höfuðborgarsvæðisins samanborið við
konur innan höfuðborgarsvæðisins.
Tíðni útskrifta af sjúkrahúsi og tíðni
samskipta við heilsugæslu vegna
hjarta- og æðasjúkdóma var almennt
hærri utan höfuðborgarsvæðisins. Loks
var tíðni nokkurra breytanlegra
áhættuþátta hærri utan höfuðborg-
arsvæðisins, einkum meðal kvenna.
Til þess að vinna gegn svæðis-
bundnum mun á heilsu þarf að styrkja
heilsugæslu utan höfuðborgarsvæðis-
ins. Tryggja þarf virka vöktun heilsu
þannig að borin séu kennsl á og brugð-
ist sé við sjúkdómum, forstigum þeirra
og áhættuþáttum, í meðgöngu og á öll-
um æviskeiðum.
Sigríður Haraldsdóttir
Sigríður Haraldsdóttir er fædd árið 1961. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1981, BS-prófi í landafræði frá Háskóla Íslands árið
1986 og MS-gráðu í heilsulandfræði frá York University í Toronto í Kanada. Sig-
ríður starfar sem sviðsstjóri heilbrigðisupplýsinga hjá Embætti landlæknis. For-
eldrar hennar eru Elín Ólafsdóttir og Haraldur Karlsson. Sigríður á tvö börn,
Baldur Karl Magnússon og Elínu Ingu Magnúsdóttur.
Doktor
Hjólavagnar
Fást í verslun okkar að Bíldshöfða 10
Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is/hjolavagnar | stilling@stilling.is