Morgunblaðið - 12.09.2016, Síða 32

Morgunblaðið - 12.09.2016, Síða 32
MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 256. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Margir pirraðir vegna lokana 2. „Hundfúlt“ að vera lækkuð niður 3. Ferðatöskurnar skiluðu sér ekki 4. Ragnheiður Elín kveður … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Rússneskir dagar í Bíó Paradís  Dagana 15.-18. september verða Rússneskir kvikmyndadagar haldnir í Bíó Paradís í samstarfi við Sendiráð rússneska sambandsríkisins á Ís- landi, Menningarmálaráðuneyti Rúss- lands og Northern Travelling Film Festival. Boðið verður upp á það besta úr rússneskri kvikmyndagerð, fjölbreyttar verðlaunamyndir með rússnesku tali en enskum texta. Sýning á opnunarmyndinni Journ- ey to the Mother hefst kl. 20 á mið- vikudag. Myndin hefur unnið til fjölda verðlauna á alþjóðlegum kvikmynda- hátíðum og leikstjóri hennar, Mikhail Kosyrev-Nesterov, verður heiðurs- gestur kvikmyndadaganna 2016. Frítt inn og allir velkomnir.  Þýska hljóm- sveitin Strom & Wasser leikur í Kaldalóni í Hörpu á morgun og hefj- ast tónleikarnir kl. 21. Forsprakki sveitarinnar er ljóðskáldið, tón- listarmaðurinn og aktívistinn Heinz Ratz. Fyrr á árinu kom út geisladisk- urinn Reykjavik Projekt með sveitinni auk þess sem fjölmargir íslenskir tón- listarmenn tóku þátt í verkefninu. Á disknum er tónlistararfur Evrópu tek- inn fyrir, þar sem ska-pönki, rappi, tat- araskölum, dýraköllum, tónlist austur- kirkjunnar, balkönskum dönsum og ís- lenskum stemmum er blandað saman. Á þessum fyrstu tónleikum sveitar- innar í Reykjavík koma fram Heinz Ratz, Ingo Hassenstein, Burkhard Ruppaner, Enno Dugnus, Luca Seitz og gestirnir Egill Ólafsson, Ragnheiður Gröndal og Haukur Gröndal. Strom & Wasser leikur í Kaldalóni Á þriðjudag Norðvestan 10-18 m/s og talsverð rigning N-lands fram eftir degi en lægir síðan og rofar til, fyrst V-til. Mun hæg- ari og úrkomulítið syðra. Milt veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 10-18 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Rigning en úrkomulítið suðvestan- og vestanlands. Hiti 6 til 14 stig, mildast sunnan- og austanlands. VEÐUR FH-ingar lögðu Valsmenn að velli, 27:25, í síðasta leiknum í fyrstu umferð Olísdeildar karla í hand- knattleik í Kaplakrika í gærkvöld. Stjarnan sigraði Akureyri á laugardaginn og ÍBV lagði Íslandsmeist- ara Hauka á sannfærandi hátt. Í öllum leikjunum voru nýir leikmenn sem hafa spilað erlendis undanfarin ár í stórum hlutverkum. »4 Nýir menn í lykilhlutverkum Stjarnan stendur vel að vígi í einvíg- inu um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu þrátt fyrir að mikil meiðsli herji á liðið og markadrottn- ingin Harpa Þorsteinsdóttir leiki ekki meira með þar sem hún er ólétt. „Það eru stundum kannski fjórir leikmenn að æfa — aðrir eru meiddir. Það spiluðu margir leikmenn þennan leik sem geta ekkert æft á milli leikja, en það sást að við myndum ekki láta þetta stöðva okkur,“ segir fyrirliði Stjörn- unnar. »8 Stundum eru bara fjórir leikmenn á æfingu „Þetta var lykilleikur upp á fram- haldið og tapið gerir stöðuna vissu- lega erfiðari. Ég tel að við verðum að bera sigur úr býtum í báðum leikj- unum sem eftir eru til þess að kom- ast í lokakeppnina. Það er vel raun- hæft að stefna á það,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson um stöðu körfubolta- landsliðs karla eftir ósigurinn gegn Sviss á laugardaginn. »s Telur að tvo sigra þurfi til að komast á EM ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í vöxt færist að settir séu upp minn- ingarkrossar á þeim stöðum við þjóð- vegi landsins þar sem banaslys hafa orðið. Krossar þessir sjást víða og af handahófi má nefna Reykjanes- braut, Mosfells- heiði, Sandskeið, Flóann og Skeiða- vegamót austan við Selfoss og í Þjórsárdal. Á Vesturlandi má tiltaka kross sem er efst í Norður- árdal uppi undir sporði Holta- vörðuheiðar og norðanlands eru minningarmerki til dæmis á tveimur stöðum á Ólafsfjarðarvegi, það er á leiðinni frá Moldhaugnahálsi norðan við Akureyri til Dalvíkur. Viðkvæmt fyrir aðstandendur Krossarnir eru raunar mun víðar um allt landið en ekki er svo vitað sé haldin nein skráning um fjölda þeirra og staðsetningu. „Við höfum tekið eft- ir þessum krossum en höfum ekki sérstakt eftirlit með þeim eða skrán- ingu. Fólk hefur ekki verið að sækja um sérstakt leyfi fyrir þessu til okk- ar. Ef þeir eru í eða utan við helg- unar- og öryggissvæði vegar látum við kyrrt liggja, enda eru þetta við- kvæm mál fyrir aðstandendur,“ segir Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, sóknarprestur í Hruna í Árnessýslu, segir tilkomu minningarkrossanna um margt athyglisverða þróun. „Hvernig fólk sem missir ástvini sína er er afar einstaklingsbundið. Ef það léttir fólki missinn að setja þessa krossa upp á slysstað er til nokkurs unnið. Það er hins vegar miður ef þetta breytir eðlilegri sorg í þrá- hyggju. Fyrst eftir slys eru syrgjandi eftirlifendur gjarnan áfram um að halda minningu hins látna á lofti og þetta getur verið hluti af slíku. Lífið verður þó alltaf að finna sér farveg að nýju,“ segir Óskar Hafsteinn, sem bætir við að á ferðum sínum um Suð- urland sjái hann oft krossa í vegkönt- unum þar um slóðir. Áminning um varkárni „Já, almennt er ég hlynntur þessu, því krossarnir eru, auk þess að vera minningartákn, góð áminning til fólks um að fara varlega í umferðinni. Þetta er fín forvörn. Svo er þetta líka eftirtektarvert í því ljósi að nú þegar svo margir segja að guðstrúin meðal fólks sé að lognast út af komi þetta tákn svona sterkt inn – en í þessu efni er hún afar sterk og logar skært,“ segir sr. Óskar. Krossum fjölgar við vegina  Slysstaðir æ oftar helgaðir minningu látinna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kross Minning í vegbrún á Árskógsströnd við Eyjafjörð, en á þeim slóðum hafa orðið banaslys í gegnum tíðina. Óskar H. Óskarsson Þekkt kennimark við hringveginn er krossarnir við Kögunarhól í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Þeir eru alls 52; jafn margir og fjöldi látinna var í umferðarslysum á leiðinni milli Selfoss og Hveragerðis frá 1972 til 2006, árið sem krossinn var settur upp. Voru krossarnir settir upp m.a. til að þrýsta á um samgöngubætur. Kross er trúartákn og vísaði upp- haflega til dauðans. Þegar krossfestur Jesús reis upp frá dauðum breytti hann þeirri mynd. Þá varð krossinn sigurmerki og er svo enn. Kennimark og tákn sigurs HVAÐ MERKIR KROSSINN SEM TRÚARTÁKN? Ölfus Krossar á sínum stað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.