Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Sigurður Ægisson sae@sae.is Að morgni föstudagsins 16. þessa mánaðar fóru nokkrir fugla- áhugamenn undir handleiðslu Yanns Kolbeinssonar líffræðings á Nátt- úrustofu Norðausturlands á Húsa- vík í 192 km langa siglingu djúpt norður af Skjálfanda, með örstuttri viðkomu í Grímsey, og var tilgang- urinn sá að athuga hvaða sjófuglar leyndust þar. Farið var á einum RIB-báta hvalaskoðunarfyrirtæk- isins Gentle Giants, Ömmu Kibbu, og hélt Stefán Guðmundsson eigandi fyrirtækisins um stjórnvölinn. Svona sjófuglaferð hefur ekki ver- ið farin áður norður af landinu og því alls óvíst hvað myndi sjást. Hins vegar höfðu bæði grá- og hettusk- rofur sést á þessu hafsvæði sem og fjall- og ískjóar og þernumáfar. Fremur ung vísindi „Ferðir sem þessar eru frekar ný- legar,“ segir Yann þegar hann er spurður út í þetta en hann hefur í mörg ár verið ein aðaldriffjöðrin í fuglaathugunum á og við landið. „Þó man ég eftir að hafa farið í siglingu frá Grindavík 2. september 1995. Þá var siglt vestur með ströndinni, far- inn hringur kringum Eldey og svo aftur heim. Ég man ekki alveg hver stóð fyrir þessum túr, kannski það hafi verið Fuglavernd. Svo leið og beið þar til ég skipulagði fyrstu Vestmannaeyjaferðina í ágúst 2004. Síðan þá hafa verið farnar ferðir það- an, undir handleiðslu Ingvars Atla Sigurðssonar jarðfræðings á Nátt- úrustofu Suðurlands 2007, 2008, 2014 og 2016, alltaf í ágúst – og kannski 1-2 í viðbót sem ég er að gleyma. Frá 2007 hefur verið notaður einhvers konar fiskúrgangur og annað gums til að laða að fugla. Í Vestmanna- eyjum hefur alltaf verið siglt suður í kantinn og honum fylgt til suðvest- urs. Hugmyndin með þessum ferðum var að komast í tæri við þá sjófugla sem menn sjá annaðhvort af löngu færi, s.s. gráskrofur, eða mjög sjald- an eða aldrei frá landi, t.d. hettusk- rofur og annað sjaldgæfara. Og einn- ig bara að sjá hvort hægt væri að rekast á aðrar tegundir sem eru ann- að hvort sjaldséðar, s.s. kjóar, þern- umáfar og fleira, eða hafa aldrei sést, þ.e.a.s. suðrænni sjófuglar. Ferðin 2007 skilaði einni hafsvölu, sem hafði aðeins einu sinni áður sést við Ísland svo vitað sé. Sú hélt til við bátinn í næstum klukkustund og nýttu ljós- myndarar sér það óspart. Einnig má nefna að tunglfiskur sást í sömu ferð. Svo þurfti að bíða til 2016 til að fá eitthvað annað en gráskrofur, sem hafa sést í flestum ferðum, en þá fundu Eyjapeyjarnir loksins hettusk- rofur, a.m.k. tvær. Þá reyndist væn- legt að elta togara á veiðum, en það hafði ekki verið gert áður, vænt- anlega sökum þess að þeir sáust ekki í ferðunum.“ Gráskrofa og laufsöngvari „Hér nyrðra hefur þetta aldrei verið gert eins og við gerðum þetta. Ég fór hins vegar með Aðalsteini Snæþórssyni og Gauki Hjartarsyni út í Grímsey með ferjunni í ágúst 2000, fram og til baka samdægurs. Tilgangur þeirra ferðar var m.a. að athuga hvort við gætum séð ein- hverja flækingskjóa á leiðinni, sem og við gerðum, sáum einn ískjóa og tvo fjallkjóa.“ Í umræddri norðurferð á dög- unum var sérstöku æti, sem m.a. var í lifur og hákarlalýsi og eitthvað ann- að góðgæti í bland við poppkorn, kastað út á þremur stöðum, þar á meðal 9,7 km norður af heimskauts- baugnum, í von um að lyktin, sem ekki var góð, bærist um nokkurt svæði, og laðaði að þá fugla sem eftir var sóst. Það brást að mestu leyti, því vindur var nánast enginn, veðrið of gott. Ein gráskrofa sást þó á flugi, sem og einn þórshani kominn í vetr- arbúning sinn og að auki ein súla, tveir kjóar, fjórir skúmar, sex lómar á fari, hugsanlega upprunnir á NA- Grænlandi, 70-100 kríur, langflestar þeirra ungar frá sumrinu, 100+ álk- ur og langvíur og 200+ fýlar, þar af nokkrir kolapiltar eða smiðir, en svo var dökka litarafbrigðið nefnt af al- þýðu fólks. Einnig var slæðingur af ritum og stærri máfum. Í Grímsey var ein brandugla og laufsöngvari, auk algengari tegunda. Þá eru ónefnd sjávarspendýrin sem sáust í ferðinni, tvær hnísur, sex hnúfubak- ar og 20-30 hnýðingar. Aftur í land síðdegis á Húsavík Erlendis eru svona ferðir skipu- lagðar víða og jafnvel oftar en einu sinni á ári á besta hugsanlegum tíma. Þar er einnig komin meiri reynsla hvað varðar ætið sem egnt er með og nefnist á ensku „chumm- ing“ og æði víða sem menn eru komnir með góða reynslu á því hvar er best að finna fuglana o.s.frv., seg- ir Yann. „Vonandi getum við bætt okkar þekkingu með árunum. Okkur Ingvari finnst freistandi að skipu- leggja RIB-ferð frá Eyjum næsta sumar, þar sem reynt yrði að fara mun dýpra. Einnig væri áhugavert að fara suðvestur með Reykjanes- hryggnum, frá Grindavík, og líka vestur með djúpa álnum út af Önd- verðarnesi. Það er nefnilega margt spennandi og óþekkt í þessum efn- um.“ Með RIB-báti í leit að sjaldgæfum fuglum Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Kolapiltur Dökki fýllinn, einlitur og öskugrár, hefur norðlægari útbreiðslu en sá ljósi og sést einkum úti á rúmsjó. Þetta hánorræna afbrigði er gjarnan nefnt kolapiltur eða smiður. Fágætur Þórshani er með sjaldgæfustu varpfuglum hér á landi. Líklegt þykir að íslenski stofninn hafi vetursetu undan ströndum V-Afríku. Illa lyktandi æti Blöndu af lifur, hákarlalýsi og ýmsu öðru var kastað út á þremur stöðum í von um að laða að fugla. Það brást að mestu leyti, því veðrið var gott og vindur nánast enginn. Spörfuglinn smár á grein Þessi fallegi laufsöngvari sást í Grímsey. Hann hefur borið af leið á flugi sínu til heitari landa, ef til vill úr Skandinavíu. Eilíft ljósbrot, sígild fegurð Sérfræðingar í demöntum Íslensk hönnun og smíði Laugavegur 61 ︲ Kringlan ︲ Smáralind ︲ Sími 552 4910 PIPA R\TBW A • SÍA jonogoskar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.