Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Taktu bílinn með til Færeyja og Danmerkur 2016 Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 MENNING í vetur Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Leikárið fer vel af stað hjá Borg- arleikhúsinu og fjöldi spennandi verka á dagskrá í haust. Kristín Ey- steinsdóttir leikhússtjóri segir að undanfarin ár hafi aðsóknin verið með besta móti. „Leikárið 2013-14 var það aðsóknarmesta í sögu leik- félgsins og í fyrra vorum við mjög nálægt því að slá nýtt met með 210 þúsund gesti.“ Góða aðsókn má skrifa bæði á vandað verkefnaval og mikinn áhuga á leiklist og menningu úti í samfélaginu. Segir Kristín að eftir hrunið margumtalaða hafi leik- húsgestum tekið að fjölga og skýr- ingin mögulega sú að í leikhúsinu gefst ágætis tækifæri til að líta inn á við. „Við leggjum líka alltaf ríka áherslu á að bjóða upp á verk sem endurspegla samtímann á einhvern hátt. Í raun þarf leikhúsið að vera örlítið á undan áhorfendunum, og vera nægilega framsækið til að fara framúr væntingum gestanna bæði hvað varðar gæði og innihald verk- anna.“ Á dagskrá Borgarleikhússins í haust er meðal annars söngleik- urinn Mamma Mía sem frumsýndur var á síðasta leikári og vakti mikla lukku. „Við höfum sjaldan upplifað aðra eins stemmingu enda hittir þessi sýning áhorfendur í hjartastað og mun Mamma Mía halda áfram fram yfir áramót,“ segir Kristín. „Hjá leikhúsinu er mikil áhersla lögð á frumsköpun og islenska leik- ritun og í haust frumsýnum við nýj- an fjölskyldusöngleik sem byggist á barnabókinni vinsælu Bláa hnett- inum eftir Andra Snæ Magnason. Bergur Þór Ingólfsson samdi leik- gerðina og Kristjana Stefánsdóttir semur tónlist. Mikilvæg skilaboð Kristín bindur miklar vonir við Bláa hnöttinn. „Sýningin er ein- staklega falleg enda er þarna um mikilvæga sögu að ræða sem á er- indi við okkur öll. Dansatriðin eru hreint ótrúleg. Það er Chantelle Ca- rey sem vann með okkur í Billy El- liot sem semur dansana en alls koma fram 22 börn í verkinu og bæði dansa og syngja.“ Og talandi um gleði, þá er von á nýrri sýningu leikkvennanna Hall- dóru Geirharðsdóttur og Ólafar Hrannar snemma í október. „Þær mæta á svæðið með sín alter-egó, þá félaga Hannes og Smára í sam- nefndri sýningu sem Jón Páll Eyj- ólfsson leikstýrir.“ Þeir sem eru hrifnari af skandin- avískum átakaverkum ættu að bóka miða á leikritið Brot úr hjónabandi. „Þetta er verk úr smiðju Ingmars Bergman og leika hjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors par sem er komið í erfiða stöðu í sam- bandinu,“ segir Kristín. Margir bíða spenntir eftir jóla- frumsýningu Borgarleikhússins. Í ár er það Salka Valka sem fer á fjal- irnar í desember og leikstýrir Yana Ross einvalaliði íslenskra leikara í þessari stóru sýningu. „Yana leik- stýrði Mávinum í fyrra og vakti sú sýning verðskuldaða athygli langt út fyrir landsteina. Hefur Mávurinn ferðast á tvær leiklistarhátíðir, í Finnlandi og Póllandi og fyrirhugað er að fara með verkið til Kína í vor. Unnið er á áhugaverðan hátt með þetta klassíska íslenska verk og Salka Valka skoðuð bæði í fortíð og nútíð.“ Missa sig yfir Njálu Njála, sigurvegari síðustu Grí- muhátíðar snýr svo aftur. „Áhorf- endur misstu sig algjörlega yfir þessari sýningu í fyrra. Er magnað að fylgjast með hvað þessi saga rist- ir djúpt í þjóðarsálinni og höfðar sterkt til allra aldurshópa.“ Af öðrum verkum haustsins má nefna Extravaganza eftir Sölku Guðmundsdóttur þar sem kastljós- inu er meðal annars beint að ferða- þjónustunni og breytingum á ís- lensku samfélagi. Þá var verkið Sending eftir Bjarna Jónsson frum- sýnt í september en þar er umfjöll- unarefnið hjón í íslensku sjávarplási í kringum árið 1980. „Þau hafa verið að glíma við barnleysi og taka til sín fósturbarn. Sending tæpir meðal annars á bjargarleysi barna og þeim vandamálum sem komið hafa upp á yfirborðið i tengslum við vistheim- ilin.“ Dans og gleði í bland við skandinavísk átakaverk  Fjölskyldusöngleikurinn um Bláa hnöttinn ætti að hitta í mark hjá mörgum  Salka Valka verður frumsýnd í desember og bæði Njála og Mamma Mía snúa aftur í vetur Morgunblaðið/Árni Sæberg Litir Stór hópur barna tekur þátt í söngleiknum Bláa hnettinum. Spegill „Við leggjum alltaf ríka áherslu á að bjóða upp á verk sem endurspegla sam- tímann á einhvern hátt,“ segir Kristín Eysteinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.