Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 89
MENNING 89
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
Læknavísindi og tónlist er ekki
óþekkt blanda þótt hún teljist
kannski ekki hin hefðbundnasta.
Lyfjafræðineminn og tónlistarkonan
Elín Dröfn Jónsdóttir hefur einstakt
lag á að sinna þessu tvennu og í kvöld
kemur hún fram á tónleikum í Hörpu
þar sem hún mun flytja frumsamda
tónlist með dyggri aðstoð fjölda
hljóðfæraleikara. Upplifunin verður
sjónræn í meira lagi þar sem mynd-
bandsverk eftir Elínu Dröfn verða
sýnd samhliða nokkrum laganna.
Elín Dröfn er með klassískan bak-
grunn á fiðlu en hefur kynnst fjöl-
breyttum hliðum tónlistar með aldr-
inum. „Ég byrjaði fimm ára að læra á
fiðlu hjá Mary Campbell í Suzuki-
tónlistarskólanum í Reykjavík og var
í grunnskóla þar sem var mikið tón-
listarlíf. Ég var alltaf að reyna að
semja og skapa og á unglingsaldri
togaði það sterkar í mig en að æfa á
fiðluna.“
Elín Dröfn hætti í fiðlunámi á svip-
uðum tíma og hún hóf nám í Verzló
þar sem hún tók virkan þátt í félags-
lífinu, þar á meðal Söngkeppni fram-
haldsskólanna. „Eftir Verzló fór ég í
tónlistarlýðháskóla í Danmörku þar
sem ég var með 80 manns að stússast
í tónlist allan daginn. Ég tók svo eitt
sumar í að ferðast og haustið eftir
það byrjaði ég í lyfjafræði. En ég var
alltaf að semja og spekúlera hvað ég
ætti að gera með tónlistina, ég vissi
alltaf að tónlist myndi verða stór
hluti af því sem ég ætlaði að gera, en
ég vissi ekki hvernig ég myndi
byggja það upp.“
Sinnir tónlistinni fyrir sjálfa sig
Þegar Elín Dröfn var komin á ann-
að ár í lyfjafræðinni uppgötvaði hún
hvað hún saknaði tónlistarinnar. „Ég
sinni tónlistinni fyrir sjálfa mig, en
fann á þessum tíma að ég saknaði
þess að koma fram. Auk þess vantaði
mig einhverja nýja vídd inn í tónlist-
ina sem ég var að semja.“ Hún ákvað
því að feta nýja braut og skráði sig í
raftónlistarnám í Tónlistarskóla
Kópavogs. „Mér fannst mig vanta
kunnáttu á þennan hljóðheim sem
raftónlistin inniheldur. Í því felast
einnig sjálfstæð vinnubrögð, en raf-
tónlist er ekki bara að búa til tónlist
heldur einnig alls konar hljóð-
blöndun og upptökutækni,“ segir El-
ín Dröfn, sem veit fátt betra en að
eyða heilli kvöldstund í stúdíóinu í að
hlusta á mismunandi hljóð í leit að
hinu fullkomna hljóði. Raftónlistar-
námið hefur einnig veitt henni auk-
inn drifkraft til að koma sér og tón-
listinni á framfæri. „Ég hef fundið
kjarkinn í að halda tónleika með
frumsömdu efni og sótt um styrki til
þess. Maður þarf alveg aðeins að
stappa í sig stálinu og standa með
sjálfum sér.“
Elín Dröfn hefur sinnt lyfjafræð-
inni samhliða raftónlistinni og mun
útskrifast sem lyfjafræðingur í vor.
„Ég tók mér frí frá lyfjafræðinni eft-
ir að ég lauk BS-gráðunni og var að
vinna hjá lyfjafyrirtæki í hlutastarfi
og sá þá að ég gat sinnt tónlistar-
verkefnum með. Ég samdi til dæmis
tónlist fyrir stuttmyndina Hæ Pabbi
– þótt við þekkjumst ekki neitt eftir
Hauk Karlsson sem var sýnd á RIFF
í fyrra. Þá fékk ég það á tilfinninguna
að ég gæti fléttað þessum ólíku svið-
um saman.“ Elín Dröfn lítur þó fyrst
og fremst á sig sem námsmann. „Ég
er að læra það sem mér finnst
skemmtilegt núna og það er að vera í
tónlist og svo hef ég mikinn áhuga á
læknavísindum. Hvað ég verð svo að
gera eftir fimm ár veit ég ekki, nema
að tónlist verður mjög líklega ein-
hver hluti af því.“
Raftónlistarnámið er þriggja ára
diplómanám. „Þar sem ég er með
bakgrunn á fiðlu þá stefni ég að því
að klára framhaldspróf í raftónlist
innan tveggja ára. En ég útiloka ekk-
ert frekara nám í tónsmíðum, þegar
ég hef klárað masterinn í lyfjafræði.“
Syngur með sínu nefi
Á tónleikunum í kvöld mun Elín
Dröfn syngja frumsamin lög og njóta
aðstoðar við flutninginn frá fjöl-
breyttum hópi tónlistarfólks. Hún
hefur þó aldrei lært söng. „Að sækja
kúrsa í tónfræði, raftónlist og tón-
smíðum hefur átt hug minn þegar
kemur að því að velja tónlistarnám.“
Það er þó aldrei að vita hvort söng-
nám verði næsta nám sem námsmað-
urinn Elín Dröfn tekur sér fyrir
hendur. „Annars syng ég bara með
mínu nefi og er eiginlega alltaf syngj-
andi, eða flautandi.“
Elín Dröfn hlaut styrk frá Ýli, tón-
listarsjóði Hörpu fyrir ungt fólk, sem
styrkir árlega tónlistarfólk til að
koma fram í Hörpu. Efnisskráin á
tónleikunum einkennist af verkum
sem Elín hefur samið síðastliðin
fimm ár, eða frá því að hún var tví-
tug. „Mér þykir vænt um þessi lög
þar sem ég var að finna minn takt í
tónlistinni þegar ég samdi þau.“ Tón-
leikarnir hefjast á raftónlistarlegum
nótum þar sem trommur, hljóð-
gervlar og rafmagnsgítar koma við
sögu. „Það er kannski smá erfitt að
útskýra hvernig tónlist þetta er en ég
myndi segja að hún væri dreymandi,
lýrísk og stundum leikræn.“
Strengjakvintett mun smátt og
smátt taka yfir tónleikana og lýkur
þeim á verkinu „Fjallasýn“ þar sem
samnefnt myndbandsverk verður
sýnt meðan á flutningnum stendur.
Fjölbreytni er því sannarlega lýsandi
yfir það sem mun fram fara í Kalda-
lóni í Hörpu í kvöld. Tónleikarnir
hefjast klukkan 20 og miðasala fer
fram á www.harpa.is.
Morgunblaðið/Ófeigur
Tónskáld „Ég sinni tónlistinni fyrir sjálfa mig,“ segir Elín Dröfn, sem heldur tónleika í Hörpu í kvöld.
Lyfjafræðingur og tónskáld
fléttar saman ólíkum sviðum
Tónlistarkonan Elín Dröfn Jónsdóttir flytur frumsamda tónlist í Hörpu
Söngkonan Ing-
rid Örk Kjartans-
dóttir, kontra-
bassaleikarinn
Leifur Gunnars-
son og gítar-
leikarinn Gunnar
Hilmarsson
koma fram á
hálftíma löngum
hádegistón-
leikum í Fríkirkj-
unni í dag sem hefjast kl. 12.
Hyggjast þau setja nokkur þekkt
popp- og dægurlög í sínar eigin
djassútsetningar þar sem létt swing
ræður för.
Ingrid Örk
Kjartansdóttir
Djassað popp í
Fríkirkjunni í dag
Síðustu tónleikar ársins á Kvoslæk
verða laugardaginn 1. október kl.
14.30. Þar leika Arnþór Jónsson
sellóleikari og Helga Bryndís
Magnúsdóttir píanóleikari Sospiri
op. 70 eftir Edward Elgar, Suite
Popular Espanola eftir Manuel de
Falla, Fratres eftir Arvo Pärt og
Sónata í A-dúr eftir César Franck.
Uppbyggingarsjóður Suðurlands
styrkir menningarstarf á Kvoslæk.
Helga Bryndís starfar sem píanó-
leikari við Listaháskóla Íslands og
tónlistarskólana í Reykjanesbæ og
Kópavogi. Hún er meðlimur í
Caput-hópnum. Arnþór hefur starf-
að við tónlist og tónlistarflutning
frá 1973 og var formaður verkefna-
valsnefndar Sinfóníuhljómsveitar
Íslands 1997-2005 skipaður af
menntamálaráðherra. Hann er
starfandi stjórnarformaður SÁÁ.
Síðustu tónleikar ársins á Kvoslæk
Dúó Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó-
leikari og Arnþór Jónsson sellóleikari.
BRIDGET JONES’S BABY 5:20, 8
EIÐURINN 6, 9, 10:30
KUBO 2D ÍSL.TAL 6
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
Allt fyrir eldhúsið
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga kl. 9–18.
Þú færð ASKO hjá Progastro
Inspired by Scandinavia Þvottavél
A-W6444W
• Tromla úr stáli
• Tekur 8 eða 11 kg
• Ætluð í 10.000 tíma
eða 5.000 þvotta
Þurrkari
A-T756HPW
• Barkalaus
• Tekur 8
• Hljóðstyrkur 66db
• Orkunýting A+++
• Með varmadælu