Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 2
Nýr vefur Davíð Oddsson ritstjóri fylgdist með opnuninni ásamt fleirum. Nýr sjávarútvegsvefur mbl.is, 200 mílur, var formlega sjósettur í gær með pompi og prakt á opnunardegi alþjóðlegu sýningarinnar Sjávar- útvegur 2016/Fish Expo 2016. 200 mílur er alhliða frétta- og upp- lýsingaveita um allt sem tengist sjávarútvegi. Auk þess má finna á vefnum nýjustu upplýsingar um af- urðaverð, gengisþróun og olíuverð, skipa- og útgerðaskrá, hafnaskrá, kvótatölur, staðsetningu skipa og margt fleira tengt sjávarútvegi. Þar má einnig finna þjónustuskrá fyrir aðila í sjávarútvegi auk tengslasafns fyrir innlenda sem erlenda vefi sem fjalla um sjávarútveg. Mbl.is festi nýlega kaup á fremsta sjávarútvegsvef landsins, sax.is, en allar upplýsingar sem þar mátti nálgast verða nú aðgengilegar á 200 mílum. Þorvaldur B. Arnarsson verður umsjónarmaður vefjarins. Það var framkvæmdastjóri Sam- taka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Heiðrún Lind Marteinsdóttir, sem hleypti nýja sjávarútvegsvefnum af stokkunum á sýningunni í gær ásamt Haraldi Johannessen, ritstjóra og framkvæmdastjóra Árvakurs, að við- stöddum fjölda gesta. Um 120 innlendir og erlendir að- ilar taka þátt í sýningunni sem hald- in er í báðum höllum Laugardals- hallar og á útisvæði. Morgunblaðið og mbl.is eru með bás á sýningunni þar sem opnunin fór fram í gær og er hann merktur A3. laufey@mbl.is »22 Morgunblaðið/Eggert 200 mílur Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, opnaði nýjan sjávarútvegsvef mbl.is, 200 mílur, ásamt Haraldi Johannessen, ritstjóra og framkvæmdastjóra Árvakurs, og Þorvaldi B. Arnarssyni á sýningunni. Stærsti útvegsvefurinn  Mbl.is sjósetti í gær nýjan sjávarútvegsvef undir nafninu 200 mílur  Alhliða frétta- og upplýsingaveita í sjávarútvegi Áhugi Fjöldi fólks við opnunina á nýjum sjávarútvegsvef mbl.is, 200 mílur. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Nýtt frá Náttúrulegt gúmmí Miss Juliette Bot Lace Litir: Svart og dökkblátt Háaleitisbraut 68 Hólmaslóð 2 Þeir eru komnir Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Stúdentar munu ekki una því að bíða til næsta kjörtímabils eftir end- urbótum á námsaðstoðarkerfinu. Þetta segja formenn Stúdentaráðs Háskóla Íslands, Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri, Stúdenta- félags Háskólans í Reykjavík og Nemendasambands Tækniskólans í fréttatilkynningu, en félögin skora þar á þingmenn stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar að af- greiða frumvarp um námslán og námsstyrki, LÍN-frumvarpið svo- kallaða, á yfirstandandi þingi. Segja formennirnir ekki hægt að horfa fram hjá því að það frumvarp sem nú liggi fyrir sé risastórt skref í átt að því námsaðstoðarkerfi sem stúdentar vilji sjá á Íslandi í framtíð- inni. Það hefði í för með sér þau at- riði sem stúdentar hafi lengi barist fyrir, t.d. fyrirframgreiðslur, beina námsstyrki og 100% framfærslu. „Við skorum á stjórnarandstöðuna að leggja kosningaslaginn til hliðar og hlusta á stúdenta, sem eru lang- þreyttir á því að vera notaðir í pólit- ískum leikjum á milli stjórnmála- flokka,“ segir í tilkynningunni. laufey@mbl.is Krefjast afgreiðslu LÍN-frumvarpsins Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Tugum starfsmanna Arion banka var sagt upp störfum í gær en um hópuppsögn er að ræða sem tilkynnt hefur verið til Vinnumálastofnunar. Samtals var 46 starfsmönnum sagt upp en yfir 800 manns starfa hjá bankanum. Í þessum hópi störfuðu 27 hjá höfuðstöðvum og 19 á öðrum starfsstöðvum en flestir þeirra sem misstu vinnuna í gær störfuðu á við- skiptabankasviði. Þetta er fyrsta hópuppsögn Arion banka í fimm ár. Í tilkynningu sem Arion banki sendi frá sér í gær segir að ýmislegt í umhverfi bankans kalli á breytingar á starfseminni. Veigamest sé sú staðreynd að fjármálaþjónusta taki umtalsverðum breytingum um þess- ar mundir en viðskiptavinir kjósi í mun ríkari mæli að nýta sér sjálfs- afgreiðslulausnir eins og bankaapp, netbanka og hraðbanka í stað sam- svarandi útibúaþjónustu. Notkun appsins og hraðbanka í útibúum bankans hefur margfaldast á undanförnum árum og því hefur spurn eftir afgreiðslu í útibúum bankans dregist saman um þriðjung á tveimur árum. Skipulagsbreyting- ar verða jafnframt gerðar á útibúum bankans án þess að útibúunum verði fækkað. 6% af heildarfjöldanum Friðbert Traustason, fram- kvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, sagði þetta skelfilegar fréttir í samtali við mbl.is í gær. „Þarna er verið að segja upp sex prósentum af heildarfjöldanum í einu lagi.“ Hann bendir enn fremur á, að frá bankahruninu árið 2008 séu um 30% af starfsmönnum bankanna búnir að missa vinnuna. „Við reynum eins og við getum að aðstoða fólkið á alla lund sem okkur er kleift,“ segir Frið- bert en bendir jafnframt á að hann eigi von á því að heyra í starfsfólkinu sem hafi fengið uppsagnarbréf í dag. Hagræðing í rekstri bankans Breytingarnar innan bankans eru liður í víðtækari aðgerðum til hag- ræðingar í rekstri bankans, segir jafnframt í tilkynningu Arion banka. Þrátt fyrir umfangsmiklar hagræð- ingaraðgerðir undanfarin ár og end- urskipulagningu starfseminnar hafi fjöldi starfsmanna haldist stöðugur vegna yfirtöku á öðrum fjármálafyr- irtækjum og vegna aukinna umsvifa. „Fækkun starfsfólks er þungbært skref að stíga en nauðsynlegt í ljósi breyttra áherslna í starfsemi bank- ans og ytri aðstæðna.“ Hópuppsögn hjá Arion  46 starfsmönnum sagt upp, flestum af viðskiptabankasviði  Breytt þjónusta Morgunblaðið/Ómar Breytt Spurn eftir afgreiðslu í útibúum hefur dregist saman. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Vart hefur orðið við fólk sem tínir sveppi á umferðareyjum á höfuð- borgarsvæðinu að undanförnu. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, doktor í sveppafræði við Náttúru- fræðistofnun Íslands, segir að líkast til sækist fólkið eftir sveppnum trjónupeðlu, sökum áhrifa hans. „Í sveppnum er efni sem svipar til ákveðins taugaboðefnis sem tauga- frumur heilans nota til samskipta sín á milli. Ef einhver leggur sér þau til munns þá fara af stað ofskynjanir þegar heilinn reynir að túlka efnið.“ Á öruggum stað með vinum Guðríður segir það varasamt að tína sveppina í þessu umhverfi, þar sem í fyrsta lagi gætu aðrir óæski- legri sveppir fylgt með í tínslunni og í öðru lagi safni sveppir í sig ýmsum þungmálmum og eiturefnum við miklar umferðaræðar. „Það er full ástæða til að fara var- lega út í þetta, og benda fólki á það að ef það hyggst nota þetta sé rétt að vera á öruggum stað með vinum sem maður treystir. Hafa þarf ein- hvern sem getur kallað á hjálp ef illa fer.“ Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi, segir reglulega verða vart við neyslu sveppa á þess- um árstíma, og fram til áramóta. „Yfirleitt er þetta í tilraunaskyni og á í raun fátt sambærilegt við stöðuga neyslu annarra óskyldra efna. Við fáum stundum fólk til okk- ar sem er illa ruglað eftir svona neyslu, og þá gengur jafnan vel að vinda ofan af því. En það er rétt að gæta varúðar, þar sem sveppir geta valdið varanlegum skemmdum á lík- amanum.“ Nota sveppi til ofskynjana  Tekið á móti „rugluðu“ fólki á Vogi á haustin Morgunblaðið/Ómar Sveppir Trjónupeðlur eru smærri en þessir og gulleitar ásjónum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.